Leita í fréttum mbl.is

Hið glænýja Blávatn

Efst á jöklinum Ok hefur myndast nýtt stöðuvatn. Vatnið myndast í gígopinu við bráðnun jökulsins árið 2007. Þar finnast meira að segja lífverur, m.a. þörungar og bessadýr. Vatnið er í 1114 metra hæð yfir sjávarmáli, sem þýðir að Blávatn stendur hæst íslenskra vatna.  Botn vatnsins er ísilagður, en með tíma mun það bræða sig niður að jarðveg eða bergi sem myndar gíg Oksins. 

Hilmar Malquist og samstarfsmenn við Náttúrustofu Kópavogs hafa kannað lífríki vatnsins, og stefna á að fylgjast með framvindu lífríkisins þegar frá líður.

Hilmar mun kynna fyrstu niðurstöður rannsóknanna á Líffræðiráðstefnunni 2011. Áhugasömum bendi ég sérstaklega á umfjöllun Spegilsins: Blávatn, nýjasta stöðuvatn landsins

WaterbearHinir furðulegustu íbúar vatnsins eru hin harðgeru bessadýr (sjá mynd af Wikimedia commons). Þau hafa einmitt skipað sér sess í rannsóknum á lífi í geimnum, vegna þess að þau geta lagst í dvala og þraukað við svakalegar aðstæður (Sjá umfjöllun á Vísindavefnum Vísindavefurinn: Hvers konar dýr eru þau sem nefnast tardigrade?)


Haustfagnaður líffræðifélagsins

Skemmtinefnd líffræðifélagsins hefur boðað til herlegheita að kvöldi 12. nóvember, í kjölfar líffræðiráðstefnunar 2011. Haldinn verður haustfagnaður á Hótel Borg, húsið opnar kl. 20:00 og Geirfuglarnir leika fyrir dansi.

Miðaverð einungis 1000 kr. Pinnamatur, skemmtiatriði og Haxabolla.

Látið boð út ganga, nú verður líf í frumunum.

---------------------------------------------------------------

Laugardagskvöldið 12. nóvember mun Haustfagnaður Líffræðifélagsins slá botninn í ráðstefnu félagsins þetta árið. Fagnaðurinn verður í Gyllta salnum á Hótel Borg og opnar húsið klukkan 20:00. Boðið verður uppá pinnamat og hin víðfræga Haxabolla verður á svæðinu. Létt ræðuhöld og jafnvel einhver skemmtiatriði. Stuðkapparnir í Geirfuglunum munu svo sjá um að leika fyrir dansi fram á rauða nótt.

Það kostar litlar 1000 krónur að taka þátt í gleðinni þetta árið. Miðasala verður á ráðstefnunni en einnig verður hægt að kaupa miða við dyrnar. Við hvetjum þó fólk til að tryggja sér miða sem fyrst enda er þessi fögnuður nokkuð sem enginn líffræðingur ætti að missa af.

Skemmtinefnd Líffræðifélagsins

HaustfagnadurLiffraedifelagsins_2011


Dagskrá líffræðiráðstefnunar 2011

Líffræðiráðstefnan 2011 stendur frá kl 9:00 þann 11. nóvember til 17:00 þann 12. nóvember. Við bendum sérstaklega á þrjú yfirlitserindi sem flutt verða að morgni 11. nóvember í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar. 9:15 Kári Stefánsson forstjóri...

Tonn af mykju og áfram reikningur

Þessa dagana erum við að kenna lífmælingar, sem er námskeið í tölfræði fyrir líffræðinema. Eitt af því sem við leggjum áherlsu á er að það getur verið varhugavert að framreikna (extrapolate). Aðhvarfsjafna sem gildir fyrir ákveðin hluta gagna gildir ekki...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband