Leita í fréttum mbl.is

Líffræðirannsóknir á Íslandi 2011

Líffræðifélag Íslands heldur ráðstefnu dagana 11. og 12. nóvember 2011. Við hvetjum alla til að nýta tækifærið til að kynna líffræðirannsóknir sínar með erindum eða veggspjöldum.

Ráðstefnunni verður skipt upp í málstofur eftir viðfangsefnum, ekki verða fleiri en ‏‏þrjár málstofur samhliða. Ef áhugi er á sérstökum málstofum, komið þá hugmyndum til skipuleggjenda ráðstefnunnar eigi síðar en 10. september. Stefnt er að því að hver málstofa hefjist á 30 mínútna inngangserindi, en hvert erindi er síðan 15 mínútur. Ef of margar beiðnir um erindi berast, getur þurft að bjóða sumum þáttakendum að senda inn veggspjald í staðinn.

Skráningarfrestur á ráðstefnuna er 1. október.

Vinsamlegast skráið þátttöku og útdrátt á síðunni http://lif.gresjan.is/2011/skraning.php. Vinsamlegast takið fram við skráningu hvort þið óskið eftir því að vera með veggspjald eða erindi. Útdrættir, erindi og veggspjöld skulu vera á íslensku eða ensku, en við hvetjum þátttakendur til að kynna efni sitt á íslensku sé þess auðið. Lengd útdrátta skal ekki vera lengri en 1500 slög.

Að lokinni ráðstefnunni, laugardagskvöldið 12. nóvember, verður haldinn haustfagnaður félagsins. Staðsetning og nánari uppýsingar verða gefnar síðar.

Undirbúningsnefndin/stjórn líffræðifélagsins: Snæbjörn Pálsson, Snorri Páll Davíðsson, Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir, Bjarni K. Kristjánsson  og Arnar Pálsson.

Nánari upplýsingar má fá á biologia.hi.is.


Erindi: geðlyfjanotkun barna, sundrun DNA, brjóstakrabbamein og framtíð háskóla

Með upphafi kennslu við Háskóla Íslands eykst framboð á fyrirlestrum. Meðal annars eru þrjár doktorsvarnir í þessari viku, og tvö mjög spennandi erindi að auki.

Fyrst ber að nefna doktorsvörn Helgu Zoega, (kl. 13:00 29 ágúst 2011) sem fjallar um Geðlyfjanotkun meðal barna: Samanburður á notkun ADHD lyfja á Norðurlöndunum og áhrif lyfjameðferðar við ADHD á námsárangur. 

Niðurstöður rannsókna hennar hafa fengið nokkra umfjöllun, sérstaklega sú staðreynd að geðlyfjanotkun er mun algengari hér en erlendis. Megin niðurstöður rannsóknar hennar eru eftirfarandi:

Niðurstöður verkefnisins, sem byggja á lýðgrunduðum upplýsingum úr miðlægum gagnagrunnum á Íslandi og Norðurlöndunum, benda til þess  (I) að notkun geðlyfja, einkum örvandi- og þunglyndislyfja, sé hlutfallslega algeng meðal íslenskra barna og (II) að töluverður munur sé á algengi örvandi lyfjanotkunar við ADHD milli Norðurlandanna. Íslensk börn (7-15 ára) voru árið 2007 nærri fimm sinnum líklegri en önnur norræn börn til að fá útleyst ADHD lyf (örvandi lyf eða atomoxetín). Ennfremur benda niðurstöður til þess  (III) að börnum með ADHD sem hefja lyfjameðferð seint sé hættara við að hraka í námi en þeim sem hefja meðferð fyrr, sér í lagi í stærðfræði.

Síðasta niðurstaðan kemur mér reyndar á óvart. Orðalagið   "benda niðurstöður til þess" er reyndar harla varfærið.  Það væri forvitnilegt að sjá hvernig þessi greining var framkvæmd og gögnin sem liggja henni til grundvallar. 

Í annan stað mun Helga Dögg Flosadóttir verja doktorsritgerð sína (29. ágúst 2011, kl. 17:00) Metastable fragmentation mechanisms of deprotonated nucleic acids in the gas phase – A combined experimental and theoretical study (á íslensku: hægir sundrunarferlar afprótóneraðra kjarnsýra í gasfasa – tilraunir og hermanir). Rannsóknin fjallar um áhrif orkuríkra geisla á DNA og aðrar stórsameindir.

Þriðja doktorsvörn vikunar á sviði líffræði fer fram 2. september 2011 (kl 9:00). Þá ver Ólafur Andri Stefánsson doktorsritgerð sína „BRCA – lík svipgerð í stökum brjóstakrabbameinum“ (BRCA – like Phenotype in Sporadic Breast Cancers).

Ólafur hefur aðallega skoðað breytingar sem verða á frumum í vefjum, sem gætu tengst upphafi og alvarleika krabbameina. Krabbamein geta orðið til bæði vegna erfða, því einstaklingur fékk gallað gen frá foreldri, eða vegna stökkbreytinga sem verða á líkamsfrumunum sjálfum. Ólafur sýnir með rannsóknum sínum að ekki þarf alltaf beinar stökkbreytingar til, stundum breytist ástand í kjörnum fruma þannig að það slökknar á genum sem eru virk í eðlilegum frurum. Það getur verið jafn alvarlegt og galli í geninu sjálfu og leitt frumuna og afkomendur hennar á braut glötunar (krabbmeins).

Andmælandi Ólafs, Michael Stratton, mun halda fyrirlestur seinna (kl 13:15) sama dag um þróun erfðamengi krabbameina. Michael er mjög ötull í rannsóknum á erfðafræði krabbameina og þeim breytingum sem verða á frumum þegar þær umbreytast og hneygjast til ofvaxtar og íferðar.

Því miður hefst fyrirlestur hins stórmerka Jonathan R. Cole rétt 45 mín á eftir erindi Michaels. Dr. Cole fjallar um Stöðu og framtíð rannsóknarháskóla  (The Research University in the 21. Century). Hann skrifaði stórmerka bók um sögu rannsóknarháskóla sem út kom árið 2009, og hefur margt fram að færa í umræðuna um betrumbætur á íslensku skólakerfi. Það er bráðnauðsynlegt að íslenskir stjórnmálamenn og háskólafrömuðir skilji hvað rannsóknarháskólar ganga út á. Úr tilkynningu:

Meðal þeirra viðfangsefna hans sem vakið hafa hvað mesta athygli má nefna rannsóknir á jafningjamati, stöðu kvenna í vísindum, stéttaskiptingu vísindasamfélagsins og akademískt frelsi. Bók hans “The Great American Research University”, sem kom út 2009 hefur fengið frábæra dóma. Þar fjallar hann um sögu og skipulag rannsóknarháskóla samtímans og mikilvægi þeirra í nútímasamfélagi. Cole hefur látið mjög til sín taka í umræðum um vísindi og háskólamál í Bandaríkj


Er sjálfsofnæmi arfleifð frá Neanderdalsmönnum?

Neanderdalsmenn dóu út fyrir u.þ.b. 30000 árum, en nýlegar erfðafræðirannsóknir sýna að þeir hafa að öllum líkindum blandast við nútímamenn utan Afríku. Þegar litningabútar úr leifum útdauðra Neanderdalsmanna, og frænda þeirra Denisovamanna, eru bornir...

Þróunarkenningin er staðreynd

Fylkisstjórinn í Texas Rick Perry staðhæfir að það séu göt í þróunarkenninunni. Hann fer með rangt mál, því þróunarkenningin er safn vísindalegra tilgáta sem hafa staðist ítrekaðar prófanir. Þróunarkenningin er ekki kenning í daglegri merkingu orðsins,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband