17.8.2011 | 10:33
Bless bananar
Bananarækt byggir á einræktuðum (klónuðum) afbrigðum af ættinni Musa. Mörg afbrigði eru þekkt en Cavendish er leiðandi afbrigði (45% ræktaðra banana) og er ræktuð á stórum svæðum (monoculture).
Cavendish náði útbreiðslu þegar sveppasýking gerði útaf við Gros Michels afbrigðið fyrir nokkrum áratugum. Nú kemur í ljós að sveppirnir sem afgreiddu Gros Michels hafa þróast, og nú hefur fundist afbrigði sem Cavendish getur ekki varist.
Mögulegt er að þetta sýkjandi afbrigði sveppsins muni útrýma Cavendish, með tilheyrandi bananaskorti og verðhækkun. Þetta er samt ekki víst, klassískar sóttvarnir og einangrun sýktra svæða geta haldið aftur að sveppasýkingunni.
Þetta undirstrikar mikilvægi fjölbreytni í ræktun, þess að leggja ekki of mikla áherslu á fá afbrigði og að þróa stöðugt nýja stofna með markvissri ræktun (með öllum tæknilegum ráðum).
Ítarefni:
Fruits of Warm Climates Julia F. Morton
The Beginning of the End for Bananas? The scientist By Dan Koeppel | July 22, 2011 (gæti þarfnast skráningar)
![]() |
Bananar hafa hækkað um 162% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2011 | 14:45
Tinnabrenna og umfjöllun fjölmiðla
Þegar Tinni var brenndur á báli ... Sævar Helgi Bragason, einn umsjónamanna Stjörnufræðivefsins og vísindaþáttarins á Útvarpi sögu, birti grein í Fréttablaði fimmtudagsins 11. ágúst 2011, undir þessum titli. Hann ræðir frekar dapurlega umfjöllun íslenskra fjölmiðla um vísindi, sem er alvarlega ábótavant. Vísinda og tæknimenntað fólk er nauðsynlegt fyrir nútíma þjóðfélag, til að stuðla að hagvexti og sjálfbærni, með því t.d. að leysa vandamál umhverfis og orku. Sævar segir meðal annars:
Fyrir skömmu skrifaði Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, leiðara undir fyrirsögninni Nördarnir eru framtíðin. Það er sannarlega hárrétt hjá ritstjóranum enda leiða vísindi og tækni hagvöxt og framfarir. Í leiðaranum segir Ólafur: Úr þessu verður ekki bætt nema gera átak í vísinda- og tæknimenntun og vekja áhuga ungs fólks á henni.
Að vekja áhuga er einmitt lykilatriði. Ein af ástæðum þess að ungt fólk fær ekki áhuga á vísindum er svo til algjör skortur á góðri umfjöllun um vísindi í fjölmiðlum almennt.
Til þess að efla vísindi og tækni á Íslandi þurfa margir að taka höndum saman: Vísindasamfélagið, skólayfirvöld og ekki síst fjölmiðlar. Sennilega er fyrirhöfnin minnst hjá þeim síðastnefndu. Því skora ég á ritstjóra Fréttablaðsins og ritstjóra annarra fjölmiðla að efla umfjöllun sína um vísindi. Ein frétt í viku væri skref í rétta átt. Ekki skortir plássið. Það mun skila okkur ómældum ávinningi til lengri tíma litið.
Ég tek heils hugar undir með Sævari, það væri frábært að fá ítarlegri og betri umfjöllun um vísindi í íslenskum fréttamiðlum. Nóg setur ritstjórnin af dálkametrum í íþróttir, lífstílsfréttir ("dulbúnar" auglýsingar) og froðufréttir af "fræga" fólkinu. Mig grunar svo sem að listamenn fái sömu velgju þegar fjallað er um listir í Fréttablaðinu t.d., þar sem allur seinasti hluti blaðsins er matreiddur á sama Bieber-Lohan grillinu.
Annars fannst mér orðalag pistils ritstjórans Nördarnir eru framtíðin, ansi furðulegt. Af orðlaginu mátti leggja að þjóðin þyrfti að sinna nördunum sínum vel til að búa til peninga fyrir fólkið. Svona rétt eins og sniðugt er leggja áherslu á að ala grísinn vel til slátrunar, en það er allt í lagi að kalla hann svín í leiðara. Hluti af vandamálinu er viðhorf fólks gagnvart þekkingu og fræðum. Fræðimenn og forritarar eru stimplaðir nördar, góðir til síns brúks en er ekki boðið í betri stofuna.
Sævar bendir sérstaklega á að ítarlegar umfjallanir um framfarir í vísinum séu af skornum skammti og að þær vísindafréttir sem birtist séu flestar hraðsoðnar þýðingar á erlendum fréttaskeytum. Eins og til að undirstrika málflutning Sævars prentaði Fréttablaði vísindafrétt um o ofurmýs (Ofurmýs ónæmar fyrir eitri)
11.8.2011 | 15:25
Lykillinn að leyndarmálum lífsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.8.2011 | 23:50
Svalur á milli góðra bóka
Bækur | Breytt 4.8.2011 kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó