4.6.2011 | 13:37
DNA próf til að rekja uppruna
Eschericia coli er iðrabaktería sem alla jafna gerir okkur ekki mein. Hins vegar koma stundum upp stofnar sem fara þversum í mannskapinn og geta jafnvel leitt fólk til dauða. Það er líklegast að um sé að ræða stökkbreytt afbrigði E. coli, sem hafa jafnvel stolið getum frá öðrum gerlum.
Hægt er að greina erfðamengi baktería á nokkrum dögum (með einhverjum tilkostnaði). Síðan er hægt að bera erfðamengið saman við þekkta E. coli stofna, og skilgreina hvað gerir þennan meinvald svona ágengann.
Því næst liggur beint við að kanna uppruna meinvaldsins, sýkna spænsku gúrkuna og sakfella svínapylsuna ?!?!?
Það verður líklega alsiða í framtíðinni að í hvert skipti sem svona tilfelli kemur upp, verði bakterían raðgreind, og borin saman við þekkta stofna.
Viðbót 4. júní.
Mæli með umfjöllun the Guardian, sem útskýrir hvernig bakterían veldur þessu alvarlegu einkennum (höfundar Giles Tremlett and Alok Jha) E coli infections spread across globe (the Guardian 4. júní 2011)
og grein í BBCi: Outbreak is new form of E. coli.
![]() |
Kólígerlasýking kann að tengjast hátíð í Hamborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2011 | 10:30
Nóbelsverðlaun í líffræði
Reyndar eru ekki veitt nóbelsverðlaun í líffræði, einungis skyldum greinum eins og efnafræði og læknisfræði. Þegar litið er yfir Nóbelsverðlauna listann sést samt að fjölmargir líffræðingar hafa hlotið verðlaun, fyrir grunnrannsóknir á þroskun, RNA, litningaendum og veirum.
Heilbrigðisvísindasvið HÍ bauð tveimur nóbelsverðlaunhöfum í heimsókn í tilefni afmælis HÍ. Fyrir nokkru hélt Elizabeth Blackburn fyrirlestur um litningaenda og á morgun (1. júní 2011, kl 14.00) mun Francoise Barre-Sinoussi halda fyrirlestur um alnæmisveiruna (HIV). Tveir t.t.l. nýkrýndir nóbelsverðlaunahafar í læknisfræði, tveir frammúrskarandi líffræðingar, tvær konur sem eru góðar fyrirmyndir stúlkum með áhuga á vísindum og tækni.
Vegna anna við umsóknaskrif (umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð Íslands er á morgun) get ég ekki gert Barre-Sinoussi almennileg skil. Því vísa ég ykkur á umfjöllun á vef HÍ (í tilefni aldarafmælis skólans). Þar segir meðal annars:
Rannsóknir próf. Barré-Sinoussi skiptu sköpum við uppgötvun HIV-veirunnar og þeirrar staðreyndar að veiran veldur alnæmi. Hún hóf veirurannsóknir sínar árið 1970 og 13 árum síðar greindi hún og samstarfsfólk hennar frá uppgötvun þeirra á veirunni sem síðar hlaut nafnið HIV. Fyrir þessa uppgötvun hlaut dr. Barré-Sinoussi Nóbelsverðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2008 ásamt samstarfsmanni sínum, próf. Luc Montagnier.
Dr. Barré-Sinoussi stjórnar rannsóknarstofu í veirufræði, Unité des Régulations des infections rétrovirales, við Pasteur-stofnunina í París. Rannsóknarteymi stofnunarinnar leggur áherslu á að finna vörn gegn HIV-smiti og að leita lækninga við sjúkdómnum. Hún hefur unnið markvisst að því að efla samskipti á milli þeirra sem rannsaka HIV og alnæmi á alþjóðavettvangi, stuðlað að aðgerðum í þágu heilsu í þróunarlöndunum og lagt mikið af mörkum til að auka þekkingu á HIV-veirunni og alnæmi í Afríku og Asíu, m.a. í gegnum alþjóðlegt net Pasteur-stofnunarinnar og í samvinnu við Stofnun rannsókna á alnæmi í Asíu, Agence nationale de recherche sur le sida (ANRS).
Auk Barre-Sinoussi munu Halldór Þormar fjalla um Björn Sigurðsson og fyrstu ár Rannsóknastöðvarinnar á Keldum og Valgerður Andrésdóttir um rannsóknir á mæði-visnuveirunni (sem er veira af sömu grunngerð og HIV). Halldór gaf nýlega út bók um Fituefni og ilmolíur sem vopn gegn sýklum.
Tengdir pistlar:
Nóbelsverðlaun í veirufræði
Nóbelsverðlaun fyrir að útskýra endurnýjun litningaenda
29.5.2011 | 16:17
Uppreisn og innræktun á Bounty
28.5.2011 | 15:04
Kynlífsráðgjöf Dr. Tatíönu
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó