Leita í fréttum mbl.is

Erindi: súrnun sjávar og lífríki hafsins

Hrönn Egilsdóttir er doktorsnemi við Líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Doktorsverkefni hennar lýtur að rannsóknum á áhrifum súrnunar sjávar á kalkmyndandi lífríki í hafinu við Ísland. Hún lauk BS prófi í líffræði frá Háskóla Íslands 2007 og meistaraprófi í sjávarlíffræði frá Háskólanum í Plymouth 2008. Úr grein hennar á loftslag.is.

Frá því iðnvæðing vesturlanda hófst fyrir 250 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar  á magni koltvíoxíðs (CO2) í andrúmslofti jarðarinnar.  Eftir því sem iðnvæðingin hefur orðið hraðari og útbreiddari hefur þetta magn aukist hraðar.  Ein afleiðing þessara breytinga er súrnun sjávar sem er ekki síður alvarleg þróun en hlýnun jarðar....

Súrnun sjávar getur haft áhrif á ýmis lífeðlisfræðileg ferli í lífverum en dýr og þörungar sem mynda kalk eru í mestri hættu vegna þess hve kalkmettun sjávar (ΩCaCO3) er nátengd sýrustigi sjávar. Mikill fjöldi tegunda í hafinu myndar kalk og koma kalkframleiðandi lífverur við sögu í flestum fæðukeðjum ásamt því að byggja upp búsvæði fyrir fjölda annara lífvera og má þar helst nefna kóralrif og rauðþörungabreiður.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir með húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram).

Þeir fara milli kl. 12:30 og 13:10, í stofu 131 í Öskju náttúrufræðahúsi HÍ. Þeir eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir.

Fulla dagskrá má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.

3/18/11 Súrnun sjávar - Hrönn Egilsdóttir
3/25/11 Stofnvistfræði minks - Róbert A. Stefánsson
4/1/11   Tengsl búsvæða og svipgerðar í stækkandi fuglstofni - Tómas G. Gunnarsson
4/8/11   Stofnfrumur og þroskun lungna - Sigríður Rut Franzdóttir
4/15/11  DNA polýmerasar og viðgerð - Stefán Þ. Sigurðsson
4/29/11  Bakteríudrepandi prótín - Guðmundur Hrafn Guðmundsson
5/6/11   Selarannsóknir við Selasetur Íslands  - Sandra Granquist
13/6/11  Galapagoseyjar: lífríki og hættur - Hafdís H. Ægisdóttir 


Fyrstu dýrin á jörðinni

7 og 14. mars mun RÚV sýna þætti um uppruna lífsins.

Í fyrri þættinum rakti Davíð menjar um fyrstu dýrin og hinn heillandi starfa steingervingafræðingsins. Hann skildi við á for-kambrían tímabilinu, og því er líklegt að hann muni tala um lífssprenginuna á Kambrían í þætti kvöldsins. Þar munu lífverur frá Burgess Shale svæðinu í Kanada ríða fyrstar á vaðið. Í þeim jarðlögum er að finna leifar margara torkennilegra tegunda sem enga afkomendur eiga nú á dögum. Stephen J. Gould gerði þessar lífverur heimsfrægar í bókinni Wonderful life - þar sem hann veltir meðal annars fyrir sér spurningunni, hvað myndi gerast ef lífið yrði endursýnt. Myndur risaeðlurnar, elftingartrén, steypireyðurinn og maðurinn birtast aftur?

Umfjöllun RÚV um uppruna lífsins (First life).

Í þessari bresku heimildamynd, sem er í tveimur hlutum, veltir David Attenborough því fyrir sér hvernig fyrstu dýrin á jörðinni urðu til.

Á glæsilegum ferli sínum, sem spannar orðið meira en hálfa öld og fjölmargar glæsilegar þáttaraðir, er David Attenborough orðinn einn virtasti fræðimaður heims um lífið á jörðinni. Og nú fjallar hann í þessum tveimur þáttum um þau dýr sem eðlilega er hvað minnst vitað um, fyrstu lífverurnar á plánetunni. Þetta er mikil saga sem nær yfir milljónir ára, frá dögun lífsins í „djúpum vítis“ til fyrstu fótanna sem stigu á land.

First Life á síðu BBC og síða helguð þáttunum.

Leiðrétting: Í fyrstu útgáfu pistilsins ruglaði ég saman fornleifafræðingi og steingervingafræðingi. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum, og mögulegum móðgunum sem af þeim gætu hafa sprottið.


Erindi: Fæða minks

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru komnir á skrið eftir nokkura ára hlé. Í þessari viku mun Rannveig Magnúsdóttir fjalla um fæðuvistfræði minksins, sem er doktorsverkefni hennar við Háskóla Íslands. Af vef Náttúrstofu Vesturlands : Í verkefninu...

Eyðilegging á erfðamenginu skóp einkenni mannsins

Stökkbreytingar má skipa gróflega í þrjá flokka. Jákvæðar breytingar betrumbæta genin, og oft eru þær gripnar af náttúrulegu vali sífellt lagar stofna að umhverfis sínu. Hlutlausar breytingar, hafa engin áhrif á hæfni einstaklinganna og eru þess vegna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband