Leita í fréttum mbl.is

Hinn einstaki Pétur M. Jónasson

Í gær (9. mars 2011) var haldin samkoma í salnum í Kópavogi, til heiðurs Pétri Mikkel Jónassyni níræðum og að því tilefni að Þingvallavatnsbókin er komin út á ensku. 

Pétur M. Jónasson er einn ötulasti vatnalíffræðingur Íslands. Hann dvaldist sem drengur hjá afa sínum og ömmu á Miðfelli við Þingvallavatn, og fyrir honum lá að rannsaka lífríki vatnsins. Pétur starfaði lengstum við Kaupmannahafnarháskóla og var einnig forseti Alþjóðasamtaka vatnalíffræðinga, sem telur um 3000 manns. Hann er nú prófessor emeritus við Kaupmannahafnarskóla og heiðursprófessor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ.

Thingvallavatn-book

Hann stundaði miklar rannsóknir hérlendis, fyrst á Mývatni og Laxá, einnig síðar á lífríki Þingvallavatns. Pétur ritstýrði bók um grunnrannsóknir á lífríki Þingvallavatns, sem út kom árið 1992. Árið 2002 kom síðan út á Þingvallavatn - undraheimur í mótun, í ritstjórn Péturs og Páls Hersteinssonar (prófessors í spendýrum við HÍ). Bókin er einstaklega vel heppnuð og hlaut verðskuldað Íslensku bókmenntaverðlaunin. Nú er bókin komin út á ensku, bætt og aukin, undir heitinu Thingvallavatn – a unique world evolving. Af tilefni útgáfunar flutti Bror Jonsson vatnalíffræðingur hjá Norsk Institutt for Naturforskning erindi í Salnum í gær, en hann stundaði einmitt rannsóknir í Þingvallavatni á níunda áratugnum.

Egill Helgason tók stórskemmtilegt viðtal við Pétur, sem sýnt var í Kiljunni í gærkveldi (byrjar rétt eftir miðbik þáttarins). Einnig var rætt við Pétur í spegli gærdagsins (viðtalið hefst um miðjan þátt).

Hann færði sterk rök fyrir verndun vatnsins, og tiltók bæði hættur frá umferð, rotþróm og barrtrjám. Fyrir tilstuðlan Péturs og fleiri framsýnna manna var Þingvallavatn í heild sinni, ekki bara ósinn við Öxará, sett á heimsminjaskrá UNESCO. Það er mikilvægt að standa vörð um þá gersemi sem Þingvallavatn er.

Ítarefni:

Grein Guðrúnar Arndísar Tryggvadóttur á náttúra.is (2006) Pétur M. Jónasson - Lífríki Þingvallavatns stefnt í voða með fyrirhuguðum Gjábakkavegi.

Mesti auður Íslands grein í  Morgunblaðin frá 5. júní 1994 - höfundur ekki tiltekinn.


Fjölbreytileiki persónugerða

Heimsmynd gríska heimspekingsins Plató var sú allir menn væru tilbrigði við sama guðlega stefið. Munurinn á milli einstaklinga væri ekki raunverulegur, heldur væri munurinn suð eða hismi sem hyldi hina guðlegu mynd sem byggi í öllum. Þessi heimspeki einblínir á týpur, en álítur fjölbreytileikan óraunverulegann.

Charles R. Darwin og Alfred R. Wallace kollvörpuðu þessari sýn þegar þeir áttuðu sig á því að fjölbreytileikinn er raunverulegur. Munur á milli einstaklinga skiptir máli, fyrir þá í lífsbaráttunni og fyrir þróun tegundarinnar sem þeir tilheyra.

Þetta á einnig við um persónugerðir mannfólks. Við vitum öll að persónuleikar fólks eru mismunandi (A og B gerðir er algeng einföldun), andlegir hæfileikar ólíkir (minni, þrívíddarskynjun, o.s.frv.) og félagslegir þættir einnig (félagsþörf, lyndi, forvitni, skopskyn og þar fram eftir götunum). Persónuleikinn er ofinn úr mörgun þáttum. Fyrir tiltekna þætti má finna einstaklinga á sitthvorum enda skalans, t.d. eru sumir ákaflega léttlyndir á meðan aðrir eru daprir flestum stundum; sumir hafa límheila, muna ótrúlegustu staðreyndi og atburði, á meðan aðrir muna tæplega nafn sitt í upphafi dags. Ýktustu tilfellin vekja sannarlega forvitni okkar og stundum samúð, eins og fólkið sem Oliver Sacks fjallar um í bókum sínum. En aðalspurningin sem fagmenn á þessu sviði takast á við er hvenær á að skilgreina tilfelli sem sjúkdóm eða sérstakan persónuleika?

Robert Saplosky fjallaði um hið samfellda róf persónugerða í Trouble with Testosterone. Einhver sem væri e.t.v. greindur af lækni með geðhvarfasýki í dag, hefði ekki fengið greiningu fyrir 100 árum og gæti hafa verið galdralæknir fyrir 5000 árum. Robert leggur einnig áherslu á mikilvægi samspils umhverfis og erfða/líffræði. 

Animal behavior--from obsessive-compulsive disorder to sexual orientation--is not dictated solely by our genes or by our upbringing. "No biology. No environment," he writes. "Just the interaction between the two."

Robert Whitaker, bandarískur blaðamaður sem hefur rannsakað aukningu á örorku vegna geðsjúkdóma í Bandaríkjunum, leggur líka áherslu á fjölbreytileika persónugerða í nýlegu viðtali við Fréttablaðið (birtist 5. mars 2011). Whitaker gaf út bókina Mad in America árið 2002 og Anatomy of an epidemic í fyrra, og var boðið að halda fyrirlestur hérlendis af Hugarafli. Úr grein Fréttablaðsins - vitnað í R. Whitaker.

Hann segir nítjándu aldar skáld lýsa fallega þeim fjölbreyttu tilfinningum og hegðun sem mannfólkið sýnir. "Fólkið var ekki brjálað eða klikkað það bara hegðaði sér ekki allt eins. Og sá sem var ekki eins, fékk ekki endilega lyf heldur fékk að vera eins og hann var. Ég held að við þurfum að sýna mannlegu eðli aðeins meiri þolinmæði."

Kjarninn í málflutningi Whitakers er að þrátt fyrir aukningu í meðhöndlun á geðsjúkdómum með sérhæfðum geðlyfjum hefur örorka þeirra vegna aukist á undanförnum áratugum í Bandaríkjunum. Vísindalegar framfarir verða þegar einhver greinir mótsögn og leitar skýringa. Hér er sannarlega um mótsögn að ræða, sem er ekki hægt að útskýra bara með betri greiningu á sjúkdómum. Vitanlega er möguleiki að í fortíðinni hafi fólk með alvarlega geðraskanir ekki fengið stuðning eða greiningu, og þurft að tjónka við sín veikindi í einsemd. En það er einnig möguleiki að læknasamfélagið hafi ofgreint eðlileg frávik í persónugerð eða depurð og ýtt fólki og jafnvel börnum út í lyfjameðferðir sem geri ógagn frekar en gagn. Úr grein Fréttablaðsins.

Whitaker hefur miklar áhyggjur af bandarískum börnum en sá hópur barna þar í landi sem notar geðlyf fer sístækkandi. "Í Bandaríkjunum var farið að gefa börnum rítalín og geðlyf rétt eftir miðjan 9. áratug síðustu aldar. Þá voru 16.000 börn öryrkjar vegna geðsjúkdóma. Í dag er þessi tala komin upp í 600.000. Og það sem verra er, mörg af þessum börnum nota geðlyf allt sitt líf og halda áfram að vera öryrkjar," segir Whitaker og telur að þarna sé verið að búa til vítahring.

"Sú þróun sem á sér stað hjá ykkur á Íslandi gefur til kynna að þið gætuð verið á sömu leið og við í Bandaríkjunum. Þar er mikilvægast fyrir ykkur að rannsaka og skoða hvort börnum með geðraskanir sé að fara fram og ná bata með þessari lyfjanotkun. Erum við að hjálpa þeim eða erum við að skapa frekari vandamál fyrir þau í framtíðinni?"

Steindór J. Erlingsson hefur skrifað um þetta efni í blöð hérlendis og meðal annars um ADHD. Í greininni  Er ADHD ofgreint?) er meðal annars fjallað um nýlega íslenska rannsókn:

Í grein eftir Helgu Zoëga, Matthías Halldórsson fyrrverandi aðstoðarlandlækni og fleiri, sem birtist á síðasta ári í Journal of Child and Adolescent Psychopharmacology, koma fram sláandi upplýsingar um geðlyfjaneyslu barna og unglinga hér á landi....

Í ljósi mögulegra neikvæðra afleiðinga af langvarandi neyslu ADHD lyfja er mikilvægt að einungis þeir sem þurfa nauðsynlega á meðferðinni að halda fái hana. Það hlýtur því að vera talsvert áhyggjuefni þegar einn af höfundum skilgreiningarinnar á ADHD, bandaríski geðlæknirinn Allen Frances, viðurkenndi ítrekað fyrr á þessu ári í bandarískum fjölmiðlum að hún hafi stuðlað að „fölskum faraldri“. Frances segir ADHD-netið hafa of þrönga möskva. Það hafi „fangað marga ‚sjúklinga‘ sem hefði líklega vegnað mun betur utan geðheilbrigðiskerfisins“. Ástæða þess að Frances getur haldið þessu fram er að við greiningu á ADHD, eða öðrum geðröskunum, er stuðst við huglæga spurningalista en ekki hlutlæg líffræðileg próf.  ...

Í september hefti Journal of Health Economics birtust tvær óháðar rannsóknir sem varpa skýru ljósi á þessa hættu. Í báðum rannsóknunum var kannað hvort aldur innan árgangs hefði áhrif á hvort börn eru greind með ADHD. Þegar horft er á einstaklinga sem eru að hefja skólagöngu sína þá eru yngstu börnin innan árgangsins, skv. annarri rannsókninni, 60% líklegri til þess að fá ADHD greiningu en þau sem eldri eru. Þegar þessir einstaklingar eru komnir upp í 6. og 8. bekk er tvisvar sinnum líklegra að þeir séu á ADHD lyfjum en þeir sem eldri eru innan árgangsins. Höfundar beggja rannsóknanna telja þetta skýra vísbendingu um að „ADHD einkennin“ endurspegli einungis tilfinninga- og vitsmunalegan vanþroska yngstu nemendanna.  Niðurstaða beggja rannsóknanna er því sú að u.þ.b. 20% þeirra barna og ungmenna í Bandaríkjunum sem fá ADHD greiningu séu ranglega greind.   

Ég tel það vera grafalvarlegt mál ef við erum að ofgreina geðsjúkdóma hjá börnum og í kjölfarið dæla í þau lyfjum sem vitað er að hafa mörg hver alvarlegar aukaverkanir. Krafan hlýtur að vera sú að strangari reglur séu settar um lyfjapróf, skorður séu settar á geðlyfjaávísanir, sérstaklega til barna, og að meiri rannsóknir fari fram á notagildi félagslegrar meðferðar í meðhöndlun á alvarlegum geðröskunum. Einnig finnst mér mikilvægt að dáðst að því hversu fjölbreytilegar persónugerðir fólks er. Tilvist Bangsímons í skóginum hefði örugglega verið fátækari ef Eyrnaslappa hefði ekki notið við.

ítarefni:

Greinar Steindórs J. Erlingssonar um geðröskun.

Vefsíða Robert Whitaker

Fyrirlestur Robert Whiataker á Íslandi 19 febrúar 2011. http://www.ustream.tv/recorded/12796315


Allir í húsdýragarðinn

Þar sem Ísland vantar almennilegt náttúrugripa og vísindasafn taka aðrir upp kyndilinn. Náttúruminjasafn Kópavogs er hreinasta gersemi og Húsdýragarðurinn hefur gert stórkostlega hluti með fiskatjaldinu og núna skriðdýrasýningunni. Ég hvet alla til að...

Stórkostlegur fyrirlestur John Ioannidis

John Ioannidis (sjá mynd af vef Stanford Háskóla) er vísindalegur krossfari. Hann horfir gagnrýnum augum á starf og niðurstöður vísindamanna og hefur afhjúpað brotalamir og innbyggða galla í hinni vísindalegu framkvæmd. Árið 2001 kom út einföld grein í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband