1.3.2011 | 18:25
Sviptur doktorsnafnbót
Karl-Theodor zu Guttenberg var sviptur doktorsnafnbót af háskólanum í Bayreuth, en hann varði ritgerð þar árið 2006. Það er ekki nákvæmt að segja (sbr. frétt mbl.is) að hann hafi "sagt af sér í kjölfar ásakana um að stór hluti doktorsritgerðar hans hefði verið fenginn úr öðrum ritum án þess að heimilda hefði verið getið".
Hann stundaði RITSTULD - gögnin eru óumdeilanleg (http://www.sueddeutsche.de/app/subchannel/politik/guttenberg/). Ritstuldur er e.t.v. ekki glæpur í augum ritstjórnar mbl.is en litið mjög alvarlegum augum í Þýskalandi. Um 23000 þýskir vísindamenn sendu Angelu Merkel bréf, vegna þess að hún hafði lýst yfir stuðningi við Karl-Theodor, og kröfðust afsagnar hans.
zu Guttenberg, nú kallaður Googleberg í Þýskalandi, virðist samt ekki vera tilbúinn að játa glæp sinn. Hann sagði (í enskri þýðingu) "I did not deliberately cheat, but made serious errors," Hann sagði ítrekað síðustu vikur að gallar í heimildavinnu hefðu komið til vegna álags og skorts á vandvirkni. Hvernig í ösköpunum er hægt að klippa og líma heilu málsgreinarnar inn í ritgerðina sína og segja að það hafi ekki verið af ásetningi? Maður glutrar ekki textabrotum inn í rafræn skjöl, eins og sultu á morgunblaðið.* Það sem hann gerði rétt var að biðja skólann um að afturkalla doktorsprófið sitt og segja af sér.
zu Guttenberg er bara toppurinn á ísjakanum.
Það er öruggt að hellingur af fólki hafi útskrifast með doktorspróf og meistarapróf á síðustu árum, og að ritgerðir þeirra séu stolnar að meira eða minna leyti. Vandamálið er margþætt og viðbrögðin, hingað til a.m.k. frekar aumingjaleg. Ég vil bara bæta við tvennu í þessu samhengi. Fyrir áramót las ég pistil um leigupenna, sem skrifar lokaritgerðir fyrir ameríska nemendur gegn vægu gjaldi. Það sem var skelfilegast við þetta voru bréfin sem kúnnanir sendu leigupennanum, þau afhjúpuðu letina, siðleysið, vankunnáttuna og skeytingarleysið.
Í öðru lagi þá skiptir prófið sjálft ekki öllu máli, heldur það hvað fólk gerir við sína þjálfun. Þú getur fengið vinnu út á virðulegt próf og fallega ferilskrá, en þú þarft að sanna þig til að halda þeirri vinnu. Einhverjir myndu telja það ásættanlega áhættu að "fegra" ferilskránna sína með uppdikteruðu prófi eða "fita" meistarariterðina sína með efni frá traustari heimild til þess að fá góða vinnu, en ég myndi reka svoleiðis manneskju á stundinni.
Ítarefni
Charles Hawley The Downfall of Defense Minister Guttenberg Der Spiegel - international version. 03/01/2011
Helen Pidd German defence minister resigns over plagiarism row The guardian 03/01/2011
Ed Dante The Shadow Scholar The man who writes your students' papers tells his story The Chronicle of higher education November 12, 2010
*Ég gæti skilið þetta ef hann væri ásakaður um að hafa misst hindberjasultu en ekki bláberjasultu á Fréttatímann sinn.
Leiðrétting: setti "til þess að fá góða vinnu" inn í siðustu setninguna.
![]() |
Guttenberg segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 2.3.2011 kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.2.2011 | 22:15
Arfleifð Darwins: námskeið
Árið 2009 voru 200 ár liðin frá fæðingu Charles R. Darwins og 150 ár síðan bók hans Uppruni tegundanna kom út. Af því tilefni rituðu íslenskir vísindamenn bókina Arfleifð Darwins.
Áhugasömum er bent á að nokkrir af höfundum kafla í bókinn Arfleifð Dawins munu taka þátt í námskeiði á vegum Endurmenntunar HÍ. Þar verður rætt um valda kafla bókarinnar, um Charles R. Darwin og þróunarkenninguna í víðu samhengi.
Á námskeiðinu verður farið í efni þeirrar bókar og ýmsar spurningar ræddar, s.s.:
- Hvers vegna stunda lífverur kynæxlun?
- Hver er uppruni lífsins?
- Hvað eru lifandi steingervingar?
- Hvernig þróuðust finkurnar á Galapagoseyjum?
- Hvernig tóku Íslendingar þróunarkenningunni?
- Hvernig þróast fórnfýsi?
- Veldur þróun sjúkdómum?
- Hver eru tengsl þróunarfræði, hugvísinda og trúarbragða?
- Eru nýjar tegundir að myndast á Íslandi?

Kennsla / umsjón:
Arnar Pálsson, dósent við HÍ, Bjarni K. Kristjánsson, dósent við Hólaskóla, Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri við HÍ, Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla SÞ, Ólafur Ingólfsson, prófessor við HÍ, Snæbjörn Pálsson, dósent við HÍ og Steindór Erlingsson, sjálfstætt starfandi.
Arfleifð Darwins: Þróunarkenningin barst fljótt til Íslands
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2011 | 10:51
Aðalfundur Líffræðifélag Íslands 28. febrúar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2011 | 09:55
Karl stundar svefnrannsóknir
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó