23.2.2011 | 14:28
Fituefni og ilmolíur sem vopn gegn sýklum
Veirufræðingurinn Halldór Þormar hefur um áratuga skeið stundað rannsóknir á lífvirkum fituefnum. Halldór og samstarfsmenn sýndu m.a. fram á að ákveðið einglýseríð (mónókaprín) virkar gegn mörgum gerðum veira og baktería. Í framhaldi af þessu einstaka starfi var Halldóri boðið að ritstýra bók um notagildi lípíða og ilmolía (essential oils) í baráttunni við sýkla. Bókin ber heitið Lipids and essential oils as antimicrobial agents og kom út hjá hinu virta forlagi Wiley (John Wiley and Sons, Ltd.) núna í upphafi árs 2011.
Í bókinni eru teknar saman rannsóknir á líffræðilegri virkni og notkun fituefna og ilmolía. Robert Koch birti árið 1881 fyrstu rannsóknina um áhrif náttúrulegra efna, sérstaklega kalíríkrar sápu, á miltisbrandsbakteríuna (Bacillus anthracis). Miklar rannsóknir fóru fram á nítjándu öld og framan af síðustu öld á notagildi fitusýra og sápa í baráttuna við sýkla. Í ljós kom að áhrifin voru í mörgum tilfellum sérhæfð, sápa sem drap kóleru-bakteríur hafði lítil áhrif á stafýlokokka. Einnig voru sterkar vísbendingar um að fitusýrur væru hluti af varnarkerfum líkamans, og þær finnast t.d. í mjólk, á húð og í slímhimnu lungnanna.
Með tilkomu sýklalyfja og bóluefna upp úr seinni heimstyrjöld dró úr rannsóknum á þessum náttúrulegu varnarefnum. Sýklalyf og bóluefni eru ennþá mikilvægustu varnir samfélagsins gegn sýkingum, en aukin tíðni sýkinga vegna lyfjaónæmra bakteríustofna og veira hafa leitt til þess að vísindamenn hafa snúið sér í auknum mæli að rannsóknum á náttúrulegum efnum, t.d. fitusýrum, sápum og olíum. Talið er að fitudropar t.d. í mjólk eða húð raski byggingu fituhimnu baktería og veira, og veikli þær þannig. Ekki er þó útilokað að fitusýrur raski einnig starfsemi prótína í frumuhimnu sýkla og dragi þar með úr sýkimætti þeirra.
Halldór er prófessor emeritus við Líf og umhverfisvísindadeild, en kenndi frumulíffræði og veirufræði við líffræðiskor HÍ frá 1985 til 1999. Hann útskrifaðist með meistarapróf í frumulíffræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1956 og með doktorspróf í veirufræði frá sama skóla 1966. Hann starfaði meðal annars á Keldum, við Statens Seruminstitut í Kaupmannahöfn, í Venezuela, og við rannsóknarstofnun New York fylkis sem helguð er rannsóknum á þroskunargöllum (New York State Institute for Basic Research in Developmental Disabilities). Halldór hefur skrifað yfir 100 vísindagreinar, hlotið fjölda verðlauna og stofnaði ásamt öðrum sprotafyrirtækið LipoMedica ehf. um hagnýtingu á mónokapríni og öðrum fituefnum til sóttvarna.
Wiley er eitt virtasta bókaforlag heims. Það var stofnað árið 1807 og gaf meðal annars út bækur eftir Herman Melville og Edgar Allen Poe, en hefur frá árinu 1860 lagt mesta áherslu á útgáfu bóka um vísindi og tækni.
Mynd 1: Forsíða bókarinnar Lipids and essential oils as antimicrobial agents - Wiley 2011, ritstjóri Halldór Þormar.
Mynd 2: Halldór Þormar prófessor emiritus við Háskóla Íslands
Hlekkur inn á vefsíðu bókarinnar hjá forlagsinu.
Hlekkur inn á vefsíðu Halldórs
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 10:50
Fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi
Vísindafélag Íslendinga efnir til málþings í fundarsal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 23. febrúar kl. 16-18.00.
Frummælendur verða Magnús Karl Magnússon og Jón Torfi Jónasson, prófessorar við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Guðrún Nordal prófessor við HÍ.
Fyrir viku var fundur um vísinda og nýsköpunarkerfið á vegum vísindaráðs. Frummælendur voru Ilkka Turunen, aðalritari finnska Vísinda- og nýsköpunarráðsins og Hans Müller Pedersen, aðstoðarframkvæmdastjóri Vísinda- og nýsköpunarmiðstöðvar Danmerkur.
Þeir gættu þess báðir að slá varnagla í upphafi um að þeir hefðu ekki kynnt sér íslenska kerfið eða útfærslu þess. Báðir lögðu áherslu á að lýsa kostum og göllum sinna kerfa, og voru hvergi bangnir við að benda á galla og annmarka. Það er nefnilega nauðsynlegt að geta horft gagnrýnið í eigin nafla.
Nokkrir af þeim punktum sem fram komu hjá norrænu vinum okkar voru:
Það er þjóðsaga að finnar hafi brugðist við kreppunni með því að auka fjármagn í rannsóknir og nýsköpun. Sú áhersla var lögð fyrr. Ég viðurkenni að hafa trúað þessari þjóðsögu og jafnvel dreift henni hérlendis. Finnum til hrós, þá héldu þeir kúrsinum.
Nýsköpunarkerfi finna er ekki nægilega skilvirkt. Þeir leggja stóran hluta þjóðartekna í rannsóknir (1% af GPD kemur frá ríkinu og rúm 2% frá fyrirtækjum, Nokia er stór þáttur), en samt koma þeir ekki vel úr útektum (þeir eru með aragrúa leiða til að styðja við nýsköpun, en lítil nýsköpunarfyrirtæki eru t.t.l. fá, einnig er minna um rannsóknarsamstarf við erlenda aðilla en á hinum norðurlöndunum).
Danirnir fækkuðu háskólum með sameiningu, úr 12 í 8. Þeir fluttu líka flestar rannsóknastofnanir undir háskóla, fengu þannig breiðara lið kennara og opnuðu skýrari kosti fyrir framhaldsnema til rannsókna á þessum stofnunum. Flestir dönsku háskólarnir eru með deildir um víðan völl, sem eru þá sjálfstætt starfandi einingar á tilteknu sviði.
Forsetisráðherra dana, Fogh-Rasmussen leiddi persónulega starfshóp 25 sérfræðinga sem vinna átti áætlun um það hvernig danir tækust á við alheimsvæðinguna (globalization). Þeir settu upp markmið, og áætlun um það hvernig ráðaneyti, skólar og stofnanir áttu að framfylgja þeim markmiðum, og HVENÆR.
Íslendingunum í salnum þótti mikið tilkoma að í Danmörku hafi starfað stjórnmálamaður sem hafði raunverulegan áhuga á nýsköpun og vísindastarfi.
Nóturnar mínar af fundinum eru heima, ég bæti e.t.v. einhverjum punktum við síðar.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 17:24
Klónun og tvífeðra börn
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2011 | 14:53
Örorka og geðraskanir
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó