Leita í fréttum mbl.is

Opið í Öskju 19 febrúar

Hveljurannsoknir_FannarTheyr

Síðustu tvö árin höfum við í líffræðinni opnað tilraunastofur okkar í Öskju á Háskóladeginum. Það hefur virkað mjög vel, við fengum mikið af gestum bæði framhaldskólanema og fjölskyldufólk.

Í ár ætlum við að vera með svipaða dagskrá (milli 11 og 16 í þann 19. febrúar í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ - gengið er inn Norrænahúsmeginn):

  • Við sýnum nýjasta landnema við Ísland - grjótkrabbann
  • Við sýnum örverur, erfðabreytta sveppi og klónaðar plöntu
  • Sýndar verða höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til manns
  • Hægt að spreyta sig á því að einangra DNA úr lauk
  • Við sýnum verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum
  • Fólk fær að kynnast DNA örflögum sem skoða tjáningu allra 21000 gena í erfðamengi okkar í einu
  • Dýrafræðingarnir sýna fuglshami, furðulega hryggleysingja og tennur úr hákarli.

visindavaka_2332.jpg

augndiskurHáskóladagurinn verður með öðru sniði í ár, kynningar verða í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði.  Meðal þess sem er á boðstjólum eru: 

  • Ör-kynningar nemenda á námi þar sem hver námsgrein sviðsins fær til umráða 10 mínútur
  • Líffræðingar opna tilraunastofur og leyfa fólki að spreyta sig
  • Eldorgel eðlisfræðinga verður til sýnis - þar er leikið með tónlist og gasloga.
  • Stjörnufræðingar sviðsins munu bjóða í stutt ferðalag um alheiminn.
  • Ferðamálafræðingar verða með ratleik um Öskju.
  • Vélaverkfræðinemar sýna líkan að kappakstursbíl sem þeir eru með í smíðum, einnig verður keppnisbrautin í hönnunarkeppninni til sýnis.
  • Byggingarverkfræðinemar kynna burðarþol brúa með skemmtilegum hætti.
  • Nýstárlegar kynningar verða á stærðfræði og eðlisfræði.
  • Jarðvísindamenn kynna tækjabúnað sem þeir nota á eldfjallavaktinni.
  • Grillaðar pylsur í boði frá hádegi og meðan birta leyfir.

Verið hjartanlega velkomin í HÍ á Aldarfmæli skólans.

Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. tekin á vísindavöku, af yðar æruverðugum. Mynd 3. Taugar og stoðfrumur í auga ávaxtaflugu´- mynd og copyright Sigríður Rut Franzdóttir.


mbl.is Háskólinn býður í aldarafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um ræktun erfðabreyttra lífvera

Eiríkur Steingrímsson var í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi vegna þingsályktunartillögu um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Hann útskýrði sjónarmið "þessara svokölluðu erfðafræðinganna" ágætlega.

Einnig var sýnt viðtal við Þuríði Backman, fyrsta flutningsmann tillögunar.

Þuríður sagðist vilja virða varúðarregluna, því ekki sé hægt að sanna með óyggjandi hætti að erfðabreyttar lífverur valdi ekki skaða í náttúrunni.

Ef varúðarreglunni er beitt á þennan hátt, þá er eðlilegt að vænta þess að Þuríður leggi fram tillögur um að banna fleiri tækninýjungar því ekki er "hægt að sanna með óyggjandi hætti að [þær] valdi ekki skaða í náttúrunni." Með þessum rökum er eðlilegt að banna þriðjukynslóð farsíma, blue-ray diska, fésbókina, nýjustu úlpuna frá Nikita og grjónagrautinn frá MS (sem er fullur af DNA!).

Mér leikur forvitni á að vita, hver skrifaði greinagerðina með þingsályktunartillögunni?

Þuríður var mjög gagnrýnin á ríkisábyrgðina sem Íslensk erfðagreining fékk á sínum tíma. Vísbendingar eru um að lögmenn ÍE hafi verið hjálplegir ríkistjórn Davíðs Oddson við að semja ríkisábyrgðarlögin og gagnagrunnslögin. Það er því mjög forvitnilegt að vita hvaða vinnubrögð Þuríður hefur viðhaft í þessu máli.


Umfjöllun um erfðabreyttar plöntur í sjónvarpinu

Erfðabreyttar plöntur eru komnar aftur í umræðuna, vegna þingsályktunartillögu sem hefst á þessum orðum "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa starfshóp er vinni að breytingum á lögum og reglugerðum í þeim tilgangi að banna útiræktun á...

Erindi: Áhrif loftslagsbreytinga, líkön af frumum og nýsköpun í háskólum

Það er nóg um að vera í HÍ þessa vikuna. Í hádeginu í dag (15. febrúar 2011) verður fyrirlestur um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðir : Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís stendur fyrir opnum fundi...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband