11.2.2011 | 13:30
Athugasemd til Alþingis
Nokkir erfðafræðingar tóku sig saman og sendu eftirfarandi athugasemd til Alþingis:
Nefndasvið Alþingis
Alþingi
150 Reykjavík
10. febrúar 2011
Um tillögu til þingsályktunar um útiræktun á erfðabreyttum lífverum, Þskj. 737 450. mál.
Tillaga til þingsályktunar um útiræktun á erfðabreyttum lífverum, Þskj. 737 450. mál, gerir ráð fyrir að skipaður verði starfshópur sem vinni að breytingum á lögum og reglugerðum með það að markmiði að banna útiræktun á erfðabreyttum lífverum. Við teljum að tillaga þessi sé með öllu óþörf enda gilda þegar ströng lög og reglur um erfðabreyttar lífverur á Íslandi. Meðal annars starfar sérstök nefnd sem fer yfir hverja erfðabreytingu fyrir sig og metur hana og áhættuna af henni í hverju tilviki á vísindalegum forsendum. Engin ástæða er til að banna útiræktun erfðabreyttra lífvera þegar engin hætta er talin stafa af slíkri ræktun. Þær áhyggjur sem lýst er í tillögunni eru byggðar að verulegu leyti á misskilningi, vanþekkingu, fordómum eða hagsmunum þeirra sem telja erfðabreyttar lífverur ógna sér eða sinni starfsemi. Við mælum því eindregið gegn því að tillaga þessi verði samþykkt af Alþingi Íslendinga.
Það er áhyggjuefni að greinargerðin með tillögunni virðist bæði vera illa unnin og að mestu leyti röng. Höfundar hennar virðast hafa mjög takmarkaðan skilning á líffræði, þróunarfræði, erfðafræði eða eðli erfðabreyttra lífvera. Í þingsályktunartillögunni er hugtökum ruglað saman auk þess sem hún styðst við álit einstaklinga sem ekki verður séð að hafi neina faglega þekkingu á því sviði sem tillagan fjallar um. Undanfarin tvö ár hafa margir, þ.á.m. sumir af höfundum þingsályktunartillögunnar, kallað eftir faglegri vinnubrögðum Alþingis. Því miður er þessi þingályktunartillaga skref í þveröfuga átt hvað það varðar. Við hvetjum því höfunda þingsályktunartillögunnar til að leita til þeirra mörgu fræðimanna sem eru vel að sér um málefnið til að afla sér áreiðanlegra upplýsinga um það.
Til að fyrirbyggja misskilning viljum við taka fram að við undirrituð störfum flest við rannsóknir. Mörg okkar nota erfðabreyttar lífverur í rannsóknum sínum. Enginn okkar vinnur hins vegar við rannsóknir sem miða að því að sleppa erfðabreyttum lífverum út í umhverfið/náttúruna og enginn okkar er hluthafi, starfsmaður eða ráðgjafi ORF líftækni eða á beinna persónulegra hagsmuna að gæta í málinu.
Sérstakar athugasemdir okkar við tillöguna eru raktar hér að neðan.
Virðingarfyllst,
Eirikur Steingrímsson, prófessor, Læknadeild, HÍ. eirikurs@hi.is, sími 820 3607.
Magnús K. Magnússon prófessor, Læknadeild, HÍ.
Már Másson, prófessor, Lyfjafræðideild, HÍ.
Ólafur S. Andrésson, prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild, HÍ.
Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Stefán Þ. Sigurðsson, dósent, Læknadeild, HÍ.
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, og
aðjúnkt, Læknadeild HÍ.
Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri erfðarannsókna, Íslenskri erfðagreiningu og
rannsóknar dósent, Læknadeild, HÍ.
Þórunn Rafnar, framkvæmdastjóri krabbameinsrannsókna, Íslenskri erfðagreiningu.
Pétur Henrý Petersen, lektor, Læknadeild HÍ.
Áslaug Helgadóttir, prófessor í jarðrækt og plöntukynbótum, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Emma Eyþórsdóttir, dósent í búfjárerfðafræði, Landbúnaðarháskóla Íslands.
Bjarni Jónasson, verkefnisstjóri, Biopol sjávarlíftæknisetur
Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri, Matís.
Arnar Pálsson, dósent, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
Edda B. Ármannsdóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
Bergljót Magnadóttir, sérfræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum.
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun
Karl Ægir Karlsson, dósent, Tækni- og verkfræðideild, HR
Jón Hallsteinn Hallsson, lektor, Auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent í fóðurfræði, Landbúnaðarháskóla Íslands
Jórunn E. Eyfjörð, prófessor, Læknadeild HÍ.
Jón Jóhannes Jónsson, dósent, Læknadeild HÍ.
Þórarinn Guðjónsson, dósent, Læknadeild HÍ.
Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri, Matís.
Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor, Læknadeild HÍ.
Oddur Vilhelmsson, dósent, Auðlindadeild HA.
Ólafur I. Sigurgeirsson, lektor, Fiskeldisdeild Hólaskóla.
Snæbjörn Pálsson, dósent, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Kristinn P. Magnússon, dósent, Auðlindadeild HA.
Ágúst Sigurðsson, rektor og búfjárerfðafræðingur Landbúnaðarháskóla Íslands.
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og deildarforseti Læknadeildar, HÍ.
Sigurður Guðmundsson, forseti Heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
Guðmundur Eggertsson, prófessor emerítus, Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. greiningar.
Vísindi og fræði | Breytt 16.2.2011 kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2011 | 11:35
Erindi: Erfðamengi melgresis
Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar hafa hafið göngu sína á ný eftir nokkura ára hlé.
11. febrúar 2011 mun Kesara Margrét Jónsson fjalla um rannsóknir sínar á erfðamengi melgresis (Leymus arenarius). Meðal plantna eru mörg dæmi um tvöfaldanir erfðamengja og einnig samruna tegunda - þar sem oftast nærskyldar tegundir mynda kynblendinga. Kesara ræðir um rannsóknir í plöntuerfðafræði melgresis, um skyldleika melgresis og annara grastegunda, og breytingar á samsetningu erfðamengja þeirra.
Mynd af melgresi í Surtsey - af vef Náttúrufræðistofnunar (úr leiðangri NÍ og samstarfsmanna).
Kesara er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, og er ákaflega duglegur vísindamaður. Hún hlaut viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til rannsókna við Háskólann árið 2002.
Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar fara fram í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ (stofu 131) og eru öllum opnir með húsrúm leyfir. Þeir eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Dagskrá í heild má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
8.2.2011 | 15:50
Æsifréttafyrirsagnir
8.2.2011 | 13:50
Svefn-g-englar í fjölskyldunni
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó