Leita í fréttum mbl.is

Erindi: Ester Rut og hagamýsnar

Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar hefja göngu sína á ný eftir nokkura ára hlé.

Í fyrsta erindinu mun Ester Rut Unnsteinsdóttir fjalla um rannsóknir sínar á hagamúsum á Kjalarnesi. Ester vinnur að rannsóknum á samsetningu músastofnsins, nýliðun og öðrum þáttum. Af vefsíðu hennar - sem lýsir daglegu amstri rannsóknanna ágætlega:

Meginmarkmið rannsóknarinnar er tvíþætt: Annars vegar að varpa ljósi á vistfræði og árstíðasveiflur hagamúsastofns á blönduðu búsvæði (strandlengja, óræktaður mói, tún með skurðum) á Suðvesturlandi. Hins vegar að bera saman vistfræði og árstíðarsveiflur hagamúsastofna í tveimur ólíkum ræktunarlöndum. Annað svæðið er blandaður skógur og hitt er tún með skurðum og fjöruvist. Leitað verður svara við ýmsum vistfræðilegum spurningum varðandi lífssögu og afkomu hagamúsanna, svo sem:
  • Að kanna þéttleika í hagamúsastofnunum og hvort munur sé á stofnstærð eftir árstímum og búsvæðum.

  • Að athuga lífslíkur í hagamúsastofninum og hvort munur sé á lifun kynjanna eftir árstímum.

  • Að fylgjast með vexti, kynþroska og tímgun hagamúsa á hvoru búsvæði fyrir sig.

Ester stundar doktorsnám við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ, og er einnig forstöðumaður Melrakkaseturs Íslands á Súðavík.

Föstudagfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir og eru fluttir á íslensku (nema annað sé tekið fram). Dagskrá í heild sinni má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.


Lélegar fréttir geta drepið fólk

Þetta blogg sinnir meðal annars vöktun á gæðum og áreiðanleika lífvísindafrétta á mbl.is og vísir.is. Mörgu er þar áfátt, algengt er að fréttir séu hraðþýddar úr erlendum miðlum, oftast án undirstöðuþekkingar á viðkomandi sviði vísinda og jafnvel grunnþekkingar á erlendum málum.

Áreiðanlegar vísindafréttir skipta máli, því þær geta mótað ákvarðanir fólks, varðandi matvæli, lífstíl, hegðan og lækningar (eða skottulækningar).

Í þessari "frétt" mbl.is er brugðið upp forniðurstöðum finnskrar rannsóknar um að mögulega séu tengsl á milli svínaflensubólusetninga og drómasýki. Eini varnaglinn er í lítilli klausu, um að aðrir þættir komi einnig að málinu. Ekki er vitnað í aðrar rannsóknir eða rætt við sóttvarnarlækna hérlendis. Þeir brugðust við með grein í fréttablaði dagsins í dag Veldur bólusetning drómasýki?

Á árinu 2010 varð vart við talsverða aukningu í sjúkdómnum hjá einstaklingum yngri en 18 ára í Finnlandi og Svíþjóð en einnig sást aukinn fjöldi á Íslandi. Í Finnlandi höfðu flestir sjúklinganna verið bólusettir gegn svínainflúensu enda var almenn þátttaka í bólusetningu þar mjög góð eða um og yfir 70%. Í Svíþjóð hins vegar sást aukningin bæði í bólusettum og óbólusettum einstaklingum og á Íslandi var rúmlega helmingur sjúklinganna bólusettur en þátttaka í svíninflúensubólusetningunni hér á landi var um 50%. Benda þessar niðurstöður frá Svíþjóð og Íslandi því ekki til þess að bólusetningin gegn svínainflúensu tengist drómasýki

Daily Telegraph ræddu við Breskasóttvarnarráðið sem sagði að ekkert mynstur hefði sést utan skandinavíu. (Children given swine flu shots have an increased risk of narcolepsy, Finnish experts find Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-1352565/Swine-flu-shots-Increased-risk-narcolepsy-children-Finnish-experts-find.html#ixzz1CnQxOj6S Fyrirsögnin er reyndar í æsifréttarstíl en umfjöllunin mun vandaðari en hjá mbl.is)

The UK's Medicines and Healthcare products Regulatory Agency (MHRA) said a link between vaccination and narcolepsy had not been confirmed. An MHRA spokesman explained: 'This signal has not been seen outside of Scandinavia and the exact reason why more reports of narcolepsy have been identified in Finland needs further scrutiny. 'As noted in the Finnish report, there has also been an increase in the number of narcolepsy reports in unvaccinated people in Sweden and Iceland, so a relationship with the vaccine is far from clear cut.'

Það er því litlar líkur á að svínaflensubóluefni (ath. ekki svínaflensulyf) eigi þátt í svefnsýki.

Nokkrar spurningar sitja eftir. 1. Af hverju fundust tengsl milli bólusetninga og drómasýki í Finnlandi en ekki annarstaðar? Það er möguleiki að tengslin séu raunveruleg í finnlandi, en séu tilkomin vegna einhvers annars þáttar (umhverfis eða óþekktrar sýkingar). Það er einnig möguleiki að tengslin í Finnlandi séu vegna tilviljunar, einfallt óhappakast teninganna. Ef við skoðum tengsl drómasýki og svínaflensubólusetningar í 20 löndum, má búast við slíku óhappakasti einu sinni.

2. Hvers vegna eru fjölmiðlar svona viljugir að bera á borð orðróm og hálfkveðnar vísur? Fjölmiðlar tóku þátt í að blása upp vafasamar niðurstöður læknisins Andrew Wakefield sem hélt því fram að það væru tengsl á milli MMR bólusetninga (blanda bóluefna fyrir mislingum, hettusótt og rauðum hundum) og einhverfu. Ítrekaðar rannsóknir afsönnuðu tilgátu Wakefields, en engu að síður fékk hún byr undir báða vængi frá fjölmiðlum. Sú umfjöllun leiddi til nútíma þjóðsögu, og þess að að tíðni bólusetninga dróst saman á Vesturlöndum með tilheyrandi áhættu á alvarlegum sýkingum og farsóttum. Ben Goldacre bendir á aukna tíðni mislinga og hettusóttar á Bretlandseyjum síðasta áratug (The media’s MMR hoax). Þetta er ekki bundið við Bretland, samanber aðrar bloggfærslur við frétt þessa. Það er því mikil ábyrgð lögð á axlir fjölmiðla um ábyrga og upplýsta umræðu um læknisfræðileg og líffræðileg málefni.  Ykkar er að dæma hvort þeir standi undir þeirri ábyrgð.


mbl.is Líkur á að svínaflensulyf eigi þátt í svefnsýki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður pistill um bílastæði við Háskóla

Árni Davíðsson ritaði öndvegis pistil á bloggsíðu sinni í síðasta mánuði um kostnað vegna bílastæða ( Jafnræði til náms eða jafnræði til bílastæða? ). Hann segir meðal annars: Ríkisháskólarnir hafa farið fram á 20.000 kr. hækkun innritunargjalda úr...

Fyrirlestrar: Ussuriland - hin rússneska Amazon

Ég vil vekja athygli ykkar á opnum fyrirlestrum, annars vegar á vegum Náttúrufræðifélags Íslands og hins vegar á vegum líffræðistofnunar HÍ. Næstkomandi mánudag mun líffræðingurinn Jón Már Halldórsson, (hjá Fiskistofu) flytja erindi ð Ussuriland - hin...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband