Leita í fréttum mbl.is

Spurning um vísindalega aðferð

Dæmi 1.

Háskóli auglýsir eftir vísindamanni til starfa.

Nokkrir umsækjendur eru um stöðuna.

Einn þeirra sýnir með yfirlýsingum sínum að hann skilur ekki eðli hinnar vísindalegu aðferðar, og hvernig þekking verður til í vísindum. Hann trúir því að sköpunarsinnar hafi eitthvað til síns máls.

Háskólinn ákveður að ráða annan umsækjanda.

Umsækjandi með ranghugmyndir tilheyrir hópi sem hefur fjársterka bakhjarla á einum væng stjórnmálanna, og kærir úrskurðinn og fær bætur í gegnum dómsátt. 

Dæmi 2.

Fyrirtæki auglýsir eftir bókhaldara.

Nokkrir umsækjendur eru um stöðuna.

Einn þeirra sýnir með yfirlýsingum sínum að hann skilur ekki eðli bókhalds og almenns reiknishalds, og hvernig stemma á af bókhald. Hann trúir því að anti-debit sinnar hafi eitthvað til síns máls, og vill ekki færa neitt í þann dálk í bókhald fyrirtækisins.

Fyrirtækið ákveður að ráða annan umsækjanda.

Umsækjandi með ranghugmyndir tilheyrir hópi sem hefur fjársterka bakhjarla á einum væng stjórnmálanna, og kærir úrskurðinn og ...?

Niðurstaða

Ef um er að ræða trúarlegar skoðanir - er líklegt að rökvísin þurfi að víkja.

Ekki eru líkur á að málið fari á æðra dómstig vegna þess að sátt var gerð milli Gaskells og Kentucky Háskóla. Það er miður, því nú munu fleiri sköpunarsinnar og aðrir með álíka ranghugmyndir geta sótt um störf við háskóla og átt von á sæmilegri sáttagreiðslu.

Nánari umfjöllun og heimildir:

Pharyngula Dawkins on Gaskell og Martin Gaskell was not expelled

NYTimes: Astronomer Sues the University of Kentucky, Claiming His Faith Cost Him a Job By MARK OPPENHEIMER Published: December 18, 2010

Pistil Gaskels MODERN ASTRONOMY, THE BIBLE, AND CREATION


mbl.is Sköpunarsinni fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvísindaleg vinnubrögð

Vísindamenn þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að rannsókn þeirra geti talist árangursrík.

Það er mikilvægt að:

setja fram skýra rannsóknarspurningu,

leggja niður fyrir sér hvaða útkomur eru mögulegar og hvaða merkingu þær hafa fyrir rannsóknarspurninguna.

hanna tilraunina rétt t.d. skipa tilraunadýrum/sjúklingum af handahófi í hópa,

beita viðeigandi tölfræðiaðferðum og leiðrétta fyrir fjölda tölfræðiprófa,

meta niðurstöðurnar í ljósi viðtekinnar þekkingar.

Óskrifaða reglan er sú að vísindamenn séu vel að sér á sínu fræðasviði, viti um aðrar rannsóknir sem tekist hafa á við svipaðar spurningar, tilgátur sem settar hafa verið fram til að útskýra það fyrirbæri sem verið er að rannsaka, styrk og galla þeirra aðferða sem beitt hefur verið notaðar hafa verið. Þetta á allt að koma fram í tilvísunum í eldri greinar í inngangi tímaritsgreinarinnar sem kynnir niðurstöður viðkomandi rannsóknar.  Með öðrum orðum, vísindamenn eiga að temja sér fræðileg og fagleg vinnubrögð.

Nýleg samantekt Karen A. Robinson and Dr. Steven N. Goodman í Annals of Internal Medicine gekk út á að meta hversu vönduð vinnubrögð vísindamanna eru. Þau skoðuðu tilvísanir á milli greina um rannsóknir á tilteknum lyfjum. Þau völdu stórgreiningar (meta-analysis) - sem eru rannsóknir sem draga saman niðurstöður nokkura eldri rannsókna og meta heildaráhrif einhvers þáttar (eins og lyfs X á sjúkdóm Y). Þau athuguðu hversu margar af rannsóknum á t.d. lyfi X vitnuðu í fyrri rannsóknir á lyfi X. Það gefur vísbendingu um hversu vel fræðimennirnir voru að sér á sínu sérsviði. 

Aðeins helmingur af þessum lyfjaprófunum vitnuðu til eldri rannsókna, sem er ótrúlega lágt hlutfall. Spurning er hvað sé ástæðan, trúa vísindamennirnir því að þeirra rannsókn sé merkilegri en rannsóknir allra annara, eða eru þeir svona lélegir fræðimenn, illa lesnir, eða hreinlega óheiðarlegir?

Goodmann sagði í viðtali við New York Times að þetta getur hreinlega leitt til rangra ályktana:

If you are not citing the most similar studies, it is really hard to imagine that the evidence they provided played a role in the formulation of your hypothesis,

If the eighth study is positive, and the preceding seven were cold negative, is it proper to report that a treatment works? ...This may not be the fire, but it’s a heck of a lot of smoke.

Tölfræðin kennir okkur nefnilega að það er alltaf möguleiki að fá jákvæða niðurstöðu úr rannsókn - bara vegna TILVILJUNAR (oftast er miðað við alfa = 0.05, sem þýðir að 1 af hverjum 20 rannsóknum lítur út eins og jákvæð, þegar í raun var það bara hending að leik). Það dytti engum í hug að ráða vélvirkja sem myndi slumpast á að gera við einn af hverjum 20 bílum, bara vegna tilviljunar. Þess vegna skiptir mjög miklu máli að vísindamenn setji sínar niðurstöður í stærra samhengi, taki hliðsjón af svipuðum eða eins rannsóknum á sama vandamáli.

Skyldur vísindamanna eru að vinna sínar rannsóknir af mestu og bestu kostgæfni, og þar skiptir ekki minnstu fræðileg vinnubrögð (scholarship). Við vísindamenn þurfum að veita félögum okkar aðhald, sem er kannski erfitt á tímum þegar mælistikumennirnir krefjast þess að við birtum fleiri og þynnri greinar og útskrifum BS nema með hraði (án nokkurs tilkostnaðar).

Ítarefni:

NYTimes Trial in a Vacuum: Study of Studies Shows Few Citations by GINA KOLATA Published: January 17, 2011

Karen A. Robinson, Steven N. Goodman, A Systematic Examination of the Citation of Prior Research in Reports of Randomized, Controlled Trials Annals of Internal Medicine January 3, 2011 vol. 154 no. 1 50-55 


Hugmyndir um klónun loðfíla

Fréttablaðið birti stórkostlega frétt í gær um hugmyndir japanskra vísindamanna og samstarfsaðilla þeirra um að vekja loðfíla upp frá dauðum, með klónun. Endurlífga útdauða tegund VÍSINDI Japanskir vísindamenn ætla að freista þess að vekja loðfíla til...

Ágengar framandi lífverur eru umhverfisvandamál

Eftirfarandi grein birtist í fréttablaði dagsins (20. janúar 2011) og á visir.is . Vistfræðifélag Íslands vill koma eftirfarandi á framfæri vegna ummæla talsmanna garðyrkju og skógræktar um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um náttúruvernd, sem...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband