Leita í fréttum mbl.is

Fyrirlestrar: Ussuriland - hin rússneska Amazon

Ég vil vekja athygli ykkar á opnum fyrirlestrum, annars vegar á vegum Náttúrufræðifélags Íslands og hins vegar á vegum líffræðistofnunar HÍ. Næstkomandi mánudag mun líffræðingurinn Jón Már Halldórsson, (hjá Fiskistofu) flytja erindið

Ussuriland - hin rússneska Amazon.

Erindið verður flutt mánudaginn 31. janúar kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Úr tilkynningu:

Ussuriland, hin rússneska Amazon, eins og landkönnuðurinn Nikolai Przemwalski (1839-1888) kallaði svæðið sunnan Amur-fljóts og austan Ussuri-fljóts. Nafngift svæðisins er nú óðum að hverfa úr landafræðibókum en er þekkt í eldri bókum á sviði náttúrufræði og meðal rússneskra náttúrufræðinga. Á tímum kalda stríðsins var Ussuriland harðlokað umheiminum vegna nálægðar við hernaðarmannvirki rauða hersins en eftir hrun Sovétríkjanna hefur svæðið ásamt öðrum náttúruperlum þessa víðlenda ríkis opnast umheiminum. Vísindamenn, ferðamenn og því miður veiðiþjófar hafa fengið tækifæri á að komast inn á þessi svæði. Í Ussurilandi má sjá einstakan samruna fánu og flóru barrskóga Síberíu og laufskóga suður-Asíu og er svæðið tegundaauðugasta svæði Rússlands. Ussuriland er aðeins 0,9% af flatarmáli landsins en 24% spendýrategunda og 61% fuglategunda eiga heimkynni eða dveljast þar í skamman tíma við votlendi, sjávarströndina og í þéttum frumskógum Ussurilands. Á svæðinu er að finna mörg af fágætustu hryggdýrum Asíu t.d. Amur-hlébarða og Ussuri-tígrisdýrið, en Ussuriland er síðasta vígi þessara stærstu núlifandi kattardýra. Auk þess er mikill þéttleiki annarra tegunda sem eru fágætar annars staðar.
Föstudagsfyrirlestrar líffræðistofnunar háskólans eru einnig að fara í gang aftur eftir nokkura ára hlé. Þeir verða haldnir kl 12:30 í stofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ. Þeir eru öllum opnir. Fyrstu fyrirlesararnir eru:
Ester Rut Unnsteinsdóttir sem fjallar um svæðisnotkun hagamúsa á Kjalarnesi (4. feb.)
Kesara A. Jónsson sem fjallar um erfðamengi melgresis og skyldra tegunda (11. feb.)
Valgerður Andrésdóttir sem fjallar um mæði og visnu veiruna (18. feb.)
Þessir fyrirlestrar verða nánar auglýstir síðar.

Spurning um vísindalega aðferð

Dæmi 1.

Háskóli auglýsir eftir vísindamanni til starfa.

Nokkrir umsækjendur eru um stöðuna.

Einn þeirra sýnir með yfirlýsingum sínum að hann skilur ekki eðli hinnar vísindalegu aðferðar, og hvernig þekking verður til í vísindum. Hann trúir því að sköpunarsinnar hafi eitthvað til síns máls.

Háskólinn ákveður að ráða annan umsækjanda.

Umsækjandi með ranghugmyndir tilheyrir hópi sem hefur fjársterka bakhjarla á einum væng stjórnmálanna, og kærir úrskurðinn og fær bætur í gegnum dómsátt. 

Dæmi 2.

Fyrirtæki auglýsir eftir bókhaldara.

Nokkrir umsækjendur eru um stöðuna.

Einn þeirra sýnir með yfirlýsingum sínum að hann skilur ekki eðli bókhalds og almenns reiknishalds, og hvernig stemma á af bókhald. Hann trúir því að anti-debit sinnar hafi eitthvað til síns máls, og vill ekki færa neitt í þann dálk í bókhald fyrirtækisins.

Fyrirtækið ákveður að ráða annan umsækjanda.

Umsækjandi með ranghugmyndir tilheyrir hópi sem hefur fjársterka bakhjarla á einum væng stjórnmálanna, og kærir úrskurðinn og ...?

Niðurstaða

Ef um er að ræða trúarlegar skoðanir - er líklegt að rökvísin þurfi að víkja.

Ekki eru líkur á að málið fari á æðra dómstig vegna þess að sátt var gerð milli Gaskells og Kentucky Háskóla. Það er miður, því nú munu fleiri sköpunarsinnar og aðrir með álíka ranghugmyndir geta sótt um störf við háskóla og átt von á sæmilegri sáttagreiðslu.

Nánari umfjöllun og heimildir:

Pharyngula Dawkins on Gaskell og Martin Gaskell was not expelled

NYTimes: Astronomer Sues the University of Kentucky, Claiming His Faith Cost Him a Job By MARK OPPENHEIMER Published: December 18, 2010

Pistil Gaskels MODERN ASTRONOMY, THE BIBLE, AND CREATION


mbl.is Sköpunarsinni fær bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvísindaleg vinnubrögð

Vísindamenn þurfa að uppfylla nokkur skilyrði til að rannsókn þeirra geti talist árangursrík. Það er mikilvægt að: setja fram skýra rannsóknarspurningu, leggja niður fyrir sér hvaða útkomur eru mögulegar og hvaða merkingu þær hafa fyrir...

Hugmyndir um klónun loðfíla

Fréttablaðið birti stórkostlega frétt í gær um hugmyndir japanskra vísindamanna og samstarfsaðilla þeirra um að vekja loðfíla upp frá dauðum, með klónun. Endurlífga útdauða tegund VÍSINDI Japanskir vísindamenn ætla að freista þess að vekja loðfíla til...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband