Leita í fréttum mbl.is

Arfleifð Darwins: Þróunarkenningin barst fljótt til Íslands

arfleifddarwins_kapa3_1049132.jpgSteindór J. Erlingsson skrifaði kafla í bókina Arfleifð Darwins um landnám þróunarkenningarinnar á Íslandi. Af því tilefni ræddi María Ólafsdóttir blaðamaður við hann um Þorvald Thoroddsen, vísindasögu og togstreituna á milli þróunarkenningarinnar og kristinnar trúar. Viðtalið birtist í sunnudagsmogganum, 19 desember 2010, og er endurprentað á vef Steindórs. Þar segir meðal annars:

Greinin sem þarna birtist er að hluta til byggð á rannsókn sem var hluti af meistaranámi mínu en líka rannsóknum sem ég [Steindór] hef gert síðar, sérstaklega á Þorvaldi Thoroddsen. Hans saga er mjög sérstök því að hann skipti algjörlega um skoðun á mjög stuttum tíma. Á tímabilinu 1906-1910 umbreyttist hann frá því að vera þróunarsinni og hóflegur stuðningsmaður lýðræðis yfir í að hafna þróunarkenningunni og lýðræðinu sem stjórnskipulagi. En eins og segir í greininni hafa rannsóknir mínar sýnt að þetta voru skiljanleg umskipti þegar tekið var tillit til alls þess sem gerðist í lífi hans á þessum árum,“ segir Steindór.

Blaðamaður spyr um togstreituna milli þróunarfræði og trúar.

Aðspurður hvort enn skiptist menn í jafnar fylkingar með og á móti þróunarkenningu Darwins segir Steindór að svo sé ekki. Í dag sé stuðningurinn við þróunarkenninguna mjög almennur í Vestur-Evrópu. Þá sé athyglisvert að í grein sem birtist í Science fyrir nokkrum árum komi fram að Íslendingar voru í efsta sæti yfir þá sem samþykktu það að maðurinn væri afurð þróunar. Næstminnstur var stuðningurinn hins vegar í Bandaríkjunum og minnstur í Tyrklandi.

„Bandaríkjamenn eru svolítið sér á báti hvað þetta varðar og ég held að það séu ekki nema 12 til 14% þeirra sem trúa því að lífið hafi þróast algjörlega á náttúrulegan hátt eins og Darwin heldur fram og þróunarfræðin. Kannski 20% í viðbót trúa að Guð hafi að einhverju leyti stýrt þessu en restin hafnar þessu algjörlega. Hér í Evrópu er þróunarkenningin almennt viðurkennd. Ég held að skýringin felist í því að við erum með mun frjálslegri viðhorf til trúarbragða heldur en í Bandaríkjunum. Ýmsar skýringar hafa verið lagðar fram um af hverju Vestur-Evrópubúar virðast hafa miklu minni tilhneigingu til þess að trúa en kannanir í Svíþjóð sýna að allt að 75% af þjóðinni hafni eða efist um tilvist persónulegs guðs og í Bretlandi um 40-50%. Eitt af því sem við notum til að skýra þetta er hið sterka velferðarkerfi sem rekið er á Vesturlöndum. Þannig að fólk hér hefur ekki sömu þörf fyrir að leita í trúna og í Bandaríkjunum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt skýrt samhengi þarna á mili. Við getum leyft okkur að hafna Guði því við höfum ríkið til að styrkja okkur,“ segir Steindór.
Áður fyrr segir Steindór hafa verið eðlilegt að menn skiptust meira í hópa því trúin var hornsteinn í evrópskri menningu langt fram á 19. öld. En stuðningur við hana fór að dala með upplýsingu 18. aldar þegar menn fóru að narta í trúna bæði úr hug-, raun- og félagsvísindum.

Steindór segir að fyrir utan þá sem hafni þróunarkenningunni alfarið, af þeim sem hann skrifar um, þá hafi flestir hinna ekki endilega talið hugmyndina um Guð í mótsögn við þróunarkenninguna. En þetta sé spurning um hvernig fólk skilgreini Guð. Því flestir þeirra virðast hafa verið það sem kallast dei-isti. Það er að segja aðhyllst þá hugmynd að það sé Guð þarna fyrir utan sem sett hafi allt af stað en síðan ekki skipt sér meira af málunum.

 Steindór segir að í dag sé í raun alveg hægt að vera dei-isti og aðhyllast þróun. 


Náttúrufræðingurinn, Williams og frumulíffærið

Nýr náttúrufræðingur kom í gegnum lúguna í vikunni. Ég byrjaði strax að lesa grein Menju von Schmalensee um ágengar tegundir, sem er seinni greinin af tveimur um þetta efni.

Ég las líka ágæta minningargrein Snæbjarnar Pálssonar um þróunarfræðinginn George C. Williams sem lést nú í haust. Hann var sannkallaður Íslandsvinur, dvaldi hérlendis um og eftir miðja síðustu öld og sinnti aðallega rannsóknum á vistfræði hafsins. Hann skrifaði hugleiðingar sínar á íslensku, sem er víst fátítt erlendis af einhverjum ástæðum og álitið sérvitringslegt. Framlag hans til þróunarfræðinnar fólst aðallega í því að hann útskýrði hvernig náttúrulegt val mun virka sterkast á einstaklinga og arfgerðir þeirra, og setti þannig hugmyndir um hópaval í rétt samhengi. Úr viðtali Franks Roe við Williams árið 1998:

"I am convinced that it is the light and the way." These are the final words in Adaptation and Natural Selection, George C. Williams's 1966 book about evolution. In the decades since the publication of this book, which became one of the most influential in its field, nothing has altered Williams's conviction that evolutionary theory is not just of it intellectual interest but has much practical significance for human life.

A marine biologist by training, Williams took two sabbaticals to conduct fish research in Iceland, but he is most widely known as a theoretician. As early as 1957, he wrote a paper on senescence considered by some to be a cornerstone of modern evolutionary theory. Williams has also written passionately about the "moral unacceptability of natural selection" and the necessity Of using our intelligence to triumph over it. For a paper on evolutionary ethics, Williams came up with one of the most eye-catching titles in scientific literature: "Mother Nature Is a Wicked Old Witch."

Í blaðinu er einnig auglýsing frá the-organelle sem er sprotafyrirtæki Bjarna Helgasonar listamanns (sem gerði kápuna af Arfleifð Darwins). Hann hannaði og framleiðir nú boli með myndum af stórum og smáum lífverum.extinction_1048450.jpgvirus_1048449.jpg


Nei sko - alvöru áhersla á rannsóknir

Bernhard er harðduglegur vísindamaður og fylgin sér. Það er frábært að hann skuli leiða þetta verkefni. En um leið segir undirstrikar þetta molbúahátt mörlandans. Danir verja 15 milljörðum í eitt verkefni, sem miðar að því að stuðla að sjálfbærum...

Stundaglas þróunar

Munurinn á finkum Darwins liggur að mestu leyti í stærð og lögun gogganna. Á Galapagoseyjum finnast 13-14 tegundir af finkum (eftir því hvernig þær eru flokkaðar) og Darwin og samtímamönnum hans var það ljóst að þær eru allar af sama meiði. Þótt...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband