13.12.2010 | 15:58
Vísindavefur Þorsteins
Eitt merkasta átak í miðlun vísinda hérlendis er Vísindavefurinn. Vefurinn er skilgetið afkvæmi Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Hver sem er getur sent spurningu til vísindavefsins og svar frá sérfræðingi á viðkomandi sviði. Þetta á jafnt við spurningar um geimferðir eða uppruna ritmáls, veirusýkingar í hrossum eða helstu kenningar sálfræðinnar. Nokkur nýleg dæmi:
Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?
Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?
Hvað hafa margir farið í geimferðir?
Þorsteinn var sjötugur snemma í haust og af því tilefni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út ritgerðasafnið Vísindavefur. Þar má finna ritgerðir, hugleiðingar, ljóð og sönglög; sem spanna allt rófið frá vísindum til lista. Ég fékk bókina í hendur fyrir nokkru og hef lesið nokkra kafla. Auðvitað eru þeir misjafnir, eins og ávextirnir í körfunni, en flestir þeirra sem ég hef lesið eru mjög fínir. Ef tími vinnst til skrifa ég kannski samantekt um bókina, þótt það verði að viðurkennast að ég hef ekki verið jafn röskur að skrifa um bækurnar sem ég hef lesið á árinu eins og ætlun stóð til.
9.12.2010 | 18:24
Arfleifð Darwins: tilboð í bóksölu stúdenta
Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur. Þróunarkenning Darwins er samsett úr fjölmörgum prófanlegum tilgátum sem fjalla t.d. um byggingu þróunartrésins, náttúrulegt val, tilurð aðlagana og áhrif annarra krafta. Um ástæður þróunar, byggingu þróunartrésins og breytingar, t.d. í steingervingasögu, má setja fram tilgátur sem hægt er bæði að styðja og hafna. Þróunarkenningin hefur staðist öll próf, og því má tala um hana sem staðreynd. [skáletrun AP]
9.12.2010 | 13:38
Minni tengsl lækna og lyfjafyrirtækja
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2010 | 14:58
Viðbjóðslega falleg padda
Vísindi og fræði | Breytt 9.12.2010 kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó