Leita í fréttum mbl.is

Vísindavefur Þorsteins

Eitt merkasta átak í miðlun vísinda hérlendis er Vísindavefurinn. Vefurinn er skilgetið afkvæmi Þorsteins Vilhjálmssonar prófessors í vísindasögu og eðlisfræði við HÍ. Hver sem er getur sent spurningu til vísindavefsins og svar frá sérfræðingi á viðkomandi sviði. Þetta á jafnt við spurningar um geimferðir eða uppruna ritmáls, veirusýkingar í hrossum eða helstu kenningar sálfræðinnar. Nokkur nýleg dæmi:

Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?

Gætu ísbirnir lifað á suðurheimskautinu eða Suðurskautslandinu?

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þorsteinn var sjötugur snemma í haust og af því tilefni gaf Hið íslenska bókmenntafélag út ritgerðasafnið Vísindavefur. Þar má finna ritgerðir, hugleiðingar, ljóð og sönglög; sem spanna allt rófið frá vísindum til lista. Ég fékk bókina í hendur fyrir nokkru og hef lesið nokkra kafla. Auðvitað eru þeir misjafnir, eins og ávextirnir í körfunni, en flestir þeirra sem ég hef lesið eru mjög fínir. Ef tími vinnst til skrifa ég kannski samantekt um bókina, þótt það verði að viðurkennast að ég hef ekki verið jafn röskur að skrifa um bækurnar sem ég hef lesið á árinu eins og ætlun stóð til.


Arfleifð Darwins: tilboð í bóksölu stúdenta

Maður er nú ekki alveg með á nótunum, þrátt fyrir að vera í ritnefndinni. Ég var að frétta að bókin um Arfleifð Darwins væri ennþá á tilboði í Bóksölu stúdenta. Úr inngangi:

Rannsóknir á þróun eru raunvísindi. Því hefur verið haldið fram að þróunarkenningin sé ekki prófanleg, því að hún staðhæfi að lífið hafi orðið til einu sinni á jörðinni og að slíkar sögulegar staðhæfingar sé ekki hægt að prófa eða afsanna. Þetta er misskilningur. Þróunarkenning Darwins er samsett úr fjölmörgum prófanlegum tilgátum sem fjalla t.d. um byggingu þróunartrésins, náttúrulegt val, tilurð aðlagana og áhrif annarra krafta. Um ástæður þróunar, byggingu þróunartrésins og breytingar, t.d. í steingervingasögu, má setja fram tilgátur sem hægt er bæði að styðja og hafna. Þróunarkenningin hefur staðist öll próf, og því má tala um hana sem staðreynd. [skáletrun AP]

Sjá einnig fésbókarsíðu Arfleifðar Darwins. Síða helguð bókinni er í einhverju ólagi, en hægt er að lesa kafla Steindórs á síðu hans.

Minni tengsl lækna og lyfjafyrirtækja

Í kjölfar greinar Steindórs J. Erlingssonar (ég er reiður) um áhrif lyfjafyrirtækja skrifar Haraldur Magnússon grein í Morgunblað dagsins . Krafa hans er " [s]etning skýrra reglna um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki [sem] gæti leitt til stórsparnaðar í...

Viðbjóðslega falleg padda

Það bárust öskur eftir ganginum þegar samstarfskona mín skoðaði myndina af loðnu flugunni. Margar lífverur eru sjaldgæfar, jafnvel það sjaldgæfar að vísindamenn þekkja þær bara af einu lýstu eintaki í safni, ljósmynd eða munnmælasögu. Það er eðlilegt að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband