Leita í fréttum mbl.is

Mér er ekki sama...

Byltingakenndar ályktanir krefjast stórkostlegra gagna.

Grein sem mun fljótlega birtast í The Journal of Personality and Social Psychology ályktar að fólk geti spáð fyrir um framtíðina. Niðurstöðurnar er fengnar úr prófunum á 1000 manns og virðast benda til þess að fólk geti spáð fyrir um handahófskennda atburði eða atburði sem muni gerast í framtíðinni.

Ég hef ekki séð greinina eða prófin sem framkvæmd voru, og treysti á umfjöllun NYTimes (Journal’s Paper on ESP Expected to Prompt Outrage).

The paper describes nine unusual lab experiments performed over the past decade by its author, Daryl J. Bem, an emeritus professor at Cornell, testing the ability of college students to accurately sense random events, like whether a computer program will flash a photograph on the left or right side of its screen. The studies include more than 1,000 subjects.

Some scientists say the report deserves to be published, in the name of open inquiry; others insist that its acceptance only accentuates fundamental flaws in the evaluation and peer review of research in the social sciences.

“It’s craziness, pure craziness. I can’t believe a major journal is allowing this work in,” Ray Hyman, an emeritus professor of psychology at the University Oregon and longtime critic of ESP research, said. “I think it’s just an embarrassment for the entire field.”

The editor of the journal, Charles Judd, a psychologist at the University of Colorado, said the paper went through the journal’s regular review process. “Four reviewers made comments on the manuscript,” he said, “and these are very trusted people.”

All four decided that the paper met the journal’s editorial standards, Dr. Judd added, even though “there was no mechanism by which we could understand the results.”

But many experts say that is precisely the problem. Claims that defy almost every law of science are by definition extraordinary and thus require extraordinary evidence. Neglecting to take this into account — as conventional social science analyses do — makes many findings look far more significant than they really are, these experts say.

Mér finnst samt eðlilegt að svona byltingakennd niðurstaða sé studd af frekari gögnum, en ekki bara rannsóknum eins manns. Það ætti að vera nægilega auðvelt að endurtaka tilraunirnar og sannreyna þær frekar. Það er mjög algengt að líffræðingar séu beðnir um að gera auka-tilraunir, eða endurtaka ákveðnar tilraunir ef yfirlesarar eru ekki sáttir.


Cochrane samstarfsverkefnið

Það er eðli raunvísinda að niðurstöður úr hverri einustu rannsókn geta virkað marktækar vegna tilviljunar. Þess vegna er mjög mikilvægt að endurtaka rannsóknir, t.d. ef veira finnst í einstaklingum með ákveðinn sjúkdóm á Vopnafirði, þá er eðlilegt að athuga hvort að einstaklingar með sama sjúkdóm á Patreksfirði séu einnig sýktir af sömu veiru. Þegar margar rannsóknir finna sömu niðurstöðu þá fáum við meiri tiltrú á henni.

Cochrane samstarfsverkefnið snýst um að framkvæma kerfisbundnar úttektir (systematic review) á mörgun rannsóknum sem gerðar hafa verið á sama viðfangsefni læknisfræðinnar. Til dæmis:

Kerfisbundin úttekt krefst mikillar nákvæmni, margar rannsóknir á sama fyrirbæri eru bornar saman. Slík samantekt getur fundið væg en raunveruleg mynstur og einnig skorið úr um hvort að einhvert lyf virkar eða ekki. Mikilvægt er að horfa gagnrýnið á sýnatöku, sýnastærð, skipulag tilraunar, úrvinnslu og tölfræðilegar greiningar. Þessir þættir gerta skipt sköpum því margar rannsóknir eru ófullkomnar að einhverju leyti - sem getur skekkt niðurstöðurnar.

Ein skekkja sem vísindamenn hafa fundið út er að niðurstöður lyfjafyrirtækja eru oftar jákvæðar en niðurstöður óháðra vísindamanna. Það bendir til óheiðarlegra vinnubragða lyfjafyrirtækjanna. 

Steindór Erlingsson lýsti þessu ágætlega í umfjöllun sinni um þunglyndi og lyfjafyrirtækin (Ég er reiður).

Rannsóknir hafa leitt í ljós að lyfjapróf sem fjármögnuð eru af lyfjafyrirtækjum (í dag eru rúmlega 70% af lyfjaprófum fjármöguð af þeim) eru mun líklegri til þess að sýna marktækan mun á lyfi og lyfleysu eða samkeppnislyfi en þegar þau eru fjármögnuð af óháðum aðilum. Vandamálið snýst um að lyfjafyrirtækin halda öllum gögnum, takmarka þannig aðgang rannsakenda að þeim og láta oft „draugahöfunda“ skrifa vísindagreinar.

Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa er þegar lyfjafyrirtæki birta ekki niðurstöður neikvæðra lyfjaprófa eða birta þau sem „jákvæð“. Með þessu móti er dregin upp röng mynd af mögulegri virkni lyfja. Þessari aðferð hefur verið beitt við markaðssetningu ýmissa þunglyndislyfja sem komið hafa á markað á undanförnum rúmum tuttugu árum.

Önnur aðferð felst í því að draga úr eða birta ekki upplýsingar um alvarlegar aukaverkanir. Framleiðendur geðrofslyfja, s.s. Zyprexa, Seroquel og Risperdal, beittu m.a. þessari aðferð til þess að sannfæra lækna um að lyfin stæðu framar eldri gerðum geðrofslyfja. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós sú er ekki raunin. Í umsögn um eina slíka rannsókna, sem birtist í læknablaðinu Lancet 3. janúar, 2009, segir að læknar hafi verið blekktir í nærri 20 ár og einungis núna séu þeir að átta sig á sannleikanum. Hér er um alvarlegt mál að ræða því áður en nýju geðrofslyfin komu á sjónarsviðið um miðjan síðasta áratug 20. aldar var markaðurinn fyrir þau lítill og miðaðist aðallega við einstaklinga með geðklofa. Ávísun nýju lyfjanna hefur hins vegar vaxið gríðarlega og eru þau í dag m.a. notuð til þess að meðhöndla kvíða og svefntruflanir.

Þetta er vandamál sem sjúklingar og læknar þurfa að glíma við. Mikilvægt er að læknasamtök og félög reki af sér slyðruorðið og krefjist þess að lyfjafyrirtækin bæti vinnubrögð sín (sjá aðra pistla: Traust á vísindalegum niðurstöðum, Samskipti lyfjafyrirtækja og lækna).

Viðauki.

Að lokum vil ég samt árétta að þótt inflúensubólusetningar kunna að reynast gagnlitlar fyrir hinn almenna borgara, þá tek ég undir með lækninum (Peter Skinhøj sem vitnað er í í frétt mbl.is) að það sé líklega óþarfa áhætta fyrir börn og gamalmenni að sleppa þessari bólusetningu. Og þetta þýðir ekki að bóluefni gegn öðrum smitsjúkdómum séu gagnslaus, eða beinlínis hættuleg eins og sumir ofsóknarbrjálaðir hræðslupostular halda fram.


mbl.is Flensubólusetningar gagnslitlar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski vísindamaður ársins 2010

Jón Steinsson kynnti ágæta hugmynd í pistli í Pressunni 26 desember . Hann leggur til að tilnefndir verði vísindamenn ársins, kannski topp 10 listi í ætt við það hvernig íþróttafréttamenn velja íþróttamann ársins. Jón segir meðal annars: Ég er kannski...

Grýla er maður ársins

...hjá lauknum (the onion), fyrir flottasta gos ársins http://www.theonion.com/articles/the-people-who-mattered-in-2010,18661/?slide=4 Lifið heil(og)steikt.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband