Leita í fréttum mbl.is

Til lukku með gosið í jöklinum

cover_natureÉg vildi bara óska félögum mínum í Öskju, jarðvísindafólkinu til hamingju með árangurinn. Greinin er mjög forvitnileg, meira að segja fyrir líffræðing.

Ekki sakar að hafa mynd Fredrik Holms á forsíðunni - hann er með margar flottar myndir af gosinu á síðunni sinni.


mbl.is Rannsökuðu Eyjafjallajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er arfleiðin?

Gaman að sjá ítarlegari umfjöllun um rannsókn Agnars og Sigríðar Sunnu, fyrsta fréttin á mbl.is var frekar hraðsoðin (Amerískir indíánar til Íslands árið 1000?).

Ef þetta er satt þá eiga líklega um 350 íslendingar ættir sínar að rekja til indjána Vesturheims.

Hvað felst í því að vera kominn í 40sta lið af indjánafrú?

Hvert einasta afkvæmi fær helming gena sinna frá föður og helming frá móður. Því er óhjákvæmilegt að indjánaarfurinn þynnist, með fjölda kynslóða. Barnabarn indjánakonunar var með fjórðung af genum hennar, barnabarnabarnabarn einn sextánda og þar frameftir götunum. Úr kaflanum um þróun mannsins:

Þó að við getum rakið ætt okkar til mikilmenna (t.d. Grettis Ásmundarsonar eða Kópernikusar) er einungis lítill hluti gena okkar frá viðkomandi einstaklingum (um 20 kynslóðir eru milli nútímamanns og Kópernikusar, þannig að framlag stjörnufræðingsins til erfðamengis afkomenda hans á okkar öld væri um 1/1.000.000).

Hver einasti afkomandi er semsagt með u.þ.b. 1 milljónasta af því erfðaefni sem Kópernikus var með. Í erfðamengi okkar eru um 21000 gen, þannig að hver einstaklingur er í besta falli með eitt gen frá forföður í tuttugasta lið. Undantekningin er kvenleggurinn, þar sem hvatberinn erfist bara frá móður. Vitanlega er óvissa í þessum tölum, því það er tilviljun háð hvaða gen lenda í hverri kynfrumu.

Genin okkar koma úr mörgum áttum, þau eru svo sameiginleg arfleifð okkar sem tegundar.

Leiðrétt 18 nóvember 2010.


mbl.is Eiga rætur að rekja til indíána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Genaflæði

Ef þú skiptir 5000 ávaxtaflugum í 5 jafnstóra hópa og setur hvern í eina krukku, fóðrar þær reglulega og bíður í 50 kynslóðir, verður þú vitni að þróun . Með tímanum mun tíðni arfgerða breytast í krukkunum. Ef einhver breytileiki í geni (t.d. skipti á A...

Arfleifð Darwins: Þróun atferlis

Hið íslenska bókmenntafélag gefur út bókina Arfleifð Darwins, sem við höfum kynnt með pistlum á þessari síðu. Valdir kaflar úr bókinni eru aðgengilegir á darwin.hi.is og Facebook síða helguð bókinni hefur verið sett í loftið . Hrefna Sigurjónsdóttir og...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband