16.11.2010 | 12:25
Arfleifð Darwins: Þróun atferlis
Atferli einstaklings, dýrs eða manns, er í raun allt það sem hann gerir, hvernig hann hegðar sér. Atferlisfræðingar leitast við að greina og flokka atferli og svara spurningum er lúta að lífeðlisfræði þess og þróun. feður dýraatferlisfræðinnar eða eþólógíunnar (ethology), eins og fræðigreinin var gjarnan nefnd, eru oftast taldir vera þrír, Konrad Lorenz (19031989),
Karl von Fritz (18861982) og Niko Tinbergen (19071988). Þeir gerðu garðinn frægan um miðbik síðustu aldar og hlutu nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar árið 1973. Mun það vera í eina skiptið sem dýrafræðingar hafa fengið þau verðlaun. Þó er óhætt að segja að Charles Darwin sé hinn eini og sanni frumkvöðull á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Hann lýsti hegðun dýra og túlkaði hana í ljósi aðlögunargildis í sínum þekktustu ritum, Uppruna tegundanna (On the Origin of Species), The Descent of Man, and Selection in Relation to Sex og The Expression of the Emotions in Man and Animals...
Árið 1975 kom út stór og merkileg bók eftir Edward O. Wilson, skordýrafræðing við Harvard-háskóla, sem ber heitið Sociobiology (félagslíffræði). Bókin markaði upphafið að uppgangi hinnar nýju dýraatferlisfræði þar sem hegðun dýra, einkum félagshegðun, er skoðuð í ljósi vist fræði og þróunarfræði og áhersla lögð á að atferli sé að einhverju leyti arfbundið. Wilson tók fyrir alla helstu dýrahópa og í síðasta kaflanum fjallaði hann um hegðun manna á sama hátt. Ári seinna kom út bókin The Selfish Gene eftir breska þróunarlíffræðinginn richard Dawkins. Dawkins lagði áherslu á að það væru í raun genin sem náttúrulegt val snerist um. Genin lifðu áfram en ekki einstaklingarnir, hvað þá hóparnir. Óhætt er að segja að þessi mikla áhersla á aðlögunargildi hegðunar, hafi valdið miklum úlfaþyt í vísindasamfélaginu.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2010 | 12:13
Heljartök lyfjarisanna
Hér er tekið á jafn hart á bulli nýaldarsinna og svindli lyfjarisanna. Það er því miður almennt að lyfjarisar beiti margvíslegum brellum til að hagræða sannleikanum, til þess að græða peninga.
Lyfjafyrirtæki hafa verið staðin að því að halda leyndum aukaverkunum lyfja - þrátt fyrir óyggjandi vísbendingar. (sjá greinar Steindórs J. Erlingssonar)
Lyfjafyrirtæki hafa tilhneygingu til að birta jákvæðar niðurstöður rannsókna sinna, en stinga neikvæðum niðurstöðum undir stól. (Sjá pistil Ben Goldacre - pay to play?)
Lyfjafyrirtæki selja lyf sín með því að blása upp aukaatriði. Ef lyf dregur úr styrk kólesteróls í blóði, er það það sett á oddinn í augslýsingum, en lítið rætt um þá staðreynd að lyfið dregur ekki úr hjartaáföllum (ef við tökum eitt tilbúið dæmi).
Vandamálið er að hluta til vinnubrögð lyfjafyrirtækja og skortur á siðferðisvitund starfsmanna þeirra. Annað vandamál er að margar rannsóknir eru hreinlega of litlar - tölfræðipróf á litlum gagnasettum geta gefið mjög misvísandi niðurstöður. Stór nýleg úttekt á lyfinu Natrecor sýndi að það var ekki jafn öflugt og haldið var, og einnig að aukaverkanirnar voru vægari en talið var í fyrstu (litlu tilrauninni!) - Good News and Bad From a Heart Study By GINA KOLATA and NATASHA SINGER í New York Times 16 nóv 2010.
Það væri að fleygja barninu út með baðvatninu að loka alveg á lyfjafyrirtækin. Þau hafa fært okkur mörg notadrjúg lyf og lausnir á heilbrigðisvandamálum. En það er nauðsynlegt að setja þeim strangari reglur, og krefjast þess að frumgögn úr ÖLLUM lyfjaprófum og smáatriði uppsetningar og aðferða verði gerð opinber.
Sjá einnig skylda pistla:
Þunglyndislyf og léleg tölfræði
Framhald um þunglyndislyf og lyfjarisa
![]() |
Lyfið kostaði 500 manns lífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.11.2010 | 18:12
Saga vísinda og nýsköpunar
11.11.2010 | 17:33
Lítill erfðamunur á humarstofnum
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó