Færsluflokkur: Erindi og ráðstefnur
10.9.2009 | 09:52
Erindi: Efnaskipti frumunar
Miranda Stobbe heldur fyrir lestur föstudaginn 11 september 2009 um gagnagrunna sem hýsa upplýsingar um efnaskiptaferla frumna.
Erindið verður í Öskju, kl 14:00, og verður flutt á ensku.
Ágrip erindisins og nánari lýsingu á fyrirlesaranum má finna á vef HÍ.
9.9.2009 | 16:19
Ágrip fyrir líffræðiráðstefnuna
15 september næstkomandi rennur út frestur til að senda inn ágrip á líffræðiráðstefnuna.
Hún verður haldin 6 og 7 nóvember 2009, í Öskju, Norræna Húsinu og sal Íslenskrar erfðagreiningar.
Venjulega er afskaplega gaman á líffræðiráðstefnunni, margskonar yfirlitserindi og flestir af framhaldsnemunum kynna sína rannsóknir. Eðlilega spannar ráðstefnan allt frá lýsingu á nýjasta krabba Íslands til stofnfruma í hjartavöðva, með eðlilegri viðkomu í lundabyggð Látrabjargs, þorskgöngum Faxaflóa og bakteríudrepandi prótínum í lungnaþekju.
Nánari upplýsingar um form ágripa, netföng til að senda þau í og skipulag ráðstefnunar má finna á nýrri vefsíðu líffræðifélagsins (biologia.hi.is).
Hápunktur skemmtanalífs Reykjavíkurborgar og nærliggjandi sveita (ath. Mosfellsborg er undanskilin) er síðan Haustfagnaður líffræðifélagsins, sem fram fer laugardagskvöldið 7 nóvember.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2009 | 11:37
Aðalfundur Líffræðifélags Íslands
Aðalfundur Líffræðifélags Íslands fyrir árið 2009 verður haldinn í Öskju þann 27. ágúst næstkomandi og hefst kl. 20.00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.Starfsemi Líffræðifélagsins hefur verið með daufara móti undanfarin ár en nú liggur fyrir að ný stjórn mun taka við taumunum og gera tilraun til að blása lífi í starfsemina. Framundan er að halda afmælisráðstefnu Líffræðifélagsins og Líffræðistofnunar H.Í. Skráning á ráðstefnuna erþegar hafin og gengur framar vonum. Einnig verða rædd framtíðaráform og horfur fyrir Líffræðifélagið og eru allir þeir sem vilja framgang félagsins sem mestan hvattir til að mæta á fundinn og leggja sitt lóð ávogarskálarnar.
Á meðan á fundi stendur mun verða boðið upp á léttar kaffiveitingar.Með bestu kveðjum, fyrir hönd stjórnar Snorri Páll Davíðsson
Nánari upplýsingar á biologia.hi.is.
Munið einnig að skilafrestur fyrir ágrip á líffræðiráðstefnuna 2009 er 15 september.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2009 | 13:39
Þróun haustsins 2009
Í tilefni afmælis Darwins og þess að 150 ár verða í haust liðin frá útgáfu Uppruna tegundanna höfum við staðið fyrir margskonar atburðum. 12 febrúar héldum við málþing um manninn og eðli hans og ritgerðasamkeppni um Darwin og þróun lífsins með Hin íslenskanáttúrufræðifélagi og Hinu Íslenska bókmenntafélagi.
Í sumar og haust munum við standa fyrir fyrirlestraröð um þróun og Darwin. Fyrstur ríður á vaði Montgomery Slatkin, með erindi næstkomandi mánudag 6 júlí 2009 (sjá tilkynningu).Hann mun fjalla um erfðamengi Neanderthalmannsins sem verið er að raðgreina. Monty mun einnig halda fyrirlestur daginn eftir um rannsóknir sínar á arfgengi flókinna sjúkdóma.
Aðrir fyrirlestrar sem komnir eru á fast fyrir haustið er:
29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun
3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins*
31 október - Joe Cain - Kenning Darwins*
28 nóvember - Linda Partridge - Þróun og öldrun*
Við stefnum að því að bæta við innlendum fyrirlesurum og halda sérstaka ráðstefnu um þróun þetta haust. Auk þess verður einnig fjallað um innlendar rannsóknir á þróun, og aðrar rannsóknir í líf, læknis og umhverfisfræði, á Líffræðiráðstefnunni 6 og 7 nóvember 2009.
*Ekki eru komnir endanlegir titlar á alla fyrirlestrana, en við tilgreinum megin rannsóknarviðfangsefni viðkomandi vísindamanna.
Fyrirlestraröðin er styrkt af rektor Háskóla Íslands, líffræðistofnun HÍ og líf og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.
1.7.2009 | 17:16
Erindi: Hið týnda arfgengi flókinna sjúkdóma
Eins og áður hefur komið fram mun Montgomery Slatkin halda erindi í næstu viku um erfðamengi Neanderthalsmannsins. Sá fyrirlestur verður mánudaginn 6 júlí 2009, kl 132.
Monty mun einnig halda erindi daginn eftir á sama stað og tíma, um hið týnda arfgengi algengra sjúkdóma. Sá fyrirlestur er í boði stofnerfðafræðistofu Háskóla Íslands, sem Einar Árnason leiðir.
Margir sjúkdómar eru algengir og sýna marktækt arfgengi. Samt hefur gengið erfiðlega að finna erfðaþætti sem útskýra arfgengi slíkra sjúkdóma. Hæð er með hátt arfgengi en samt útskýra þau rúmlega 30 gen sem fundist hafa bara lítinn hluta arfgengisins.
Nokkrir möguleikar gætu útskýrt þessa staðreynd. Einn er sá að mjög, mjög, mjög mörg gen liggi að baki hverjum eiginleika, hvert með ákaflega veik áhrif. Annar er sá að mörg gen, með misjafnlega sterk áhrif liggi að baki arfgengi eiginleika. Sá þriðji er að óbeinir þættir, t.d. sameiginlegir umhverfisþættir, móðuráhrif eða sviperfðir valdi því að við ofmetum arfgengi sjúkdóma.
Ég held að Monty muni fjalla um sviperfðalíkanið í erindinu þriðjudaginn 7 júlí.
Samanber grein hans í Genetics, Epigenetic Inheritance and the Missing Heritability Problem 2009.
Erindi og ráðstefnur | Breytt 2.7.2009 kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 10:07
Erindi: Líf í geimnum á mánudagskvöldið
Næstkomandi mánudag 29 júní 2009 verður fræðslufundur um stjörnur og líf í geimnum. Erlendir fræðimenn halda stutt ríkulega myndskreytt erindi um halastjórnur, ístúngl og Mars. Fræðslufundurinn er í tilefni af sumarnámskeiði sem haldið er við HÍ um vatn, ís og líf á öðrum hnöttum.
Fundurinn hefst 18:30 í sal 1 í Háskólabíói. Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum og vef HÍ.
25.6.2009 | 13:40
Erindi: Mý við Mývatn
Vistkerfi Mývatns er um margt sérstakt. Mývargurinn fer í gegnum miklar og að því er virðist ófyrirsjáanlegar sveiflur í stofnstærð. Nýlegar rannsóknir hafa samt sýnt að frekar einföld líkön geta útskýrt sveiflurnar í stofni mýsins, sem er undirstöðu fæða bæða fiska og fugla í vatninu (sjá umfjöllun NY Times, eldri bloggfærslu, og nánari upplýsingar um Mývatn má nálgast á vefsíðu Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn).
Áhrif mývargsins eru ekki bundin við fiska og endur sem veiða flugur eða lirfur í vatnsmassanum. Lífmassi í mýskýjunum er umtalsverður og einhver hluti flugnanna fýkur inn á land og nærir bakka vatnsins og umlykjandi svæði. Venjulega er streymi næringar frá þurrlendi út í vötn og ár, en það virðist sem Mývatn sé undantekning.
David Hoekman nýdoktor við Skordýrafræðideild Háskólans í Wisconsin (Department of Entomology University of Wisconsin) hefur verið að rannsaka áhrif mývargsins á þurrlendis vistkerfi umlykjandi vatnið. Hann mun halda erindi um rannsóknir sínar og samstarfsmanna sinna næstkomandi þriðjudag, 30 júní 2009, kl 13:00 í stofu 130 í Öskju, Náttúrufræðihúsi HÍ. Meðfylgjandi er enskt ágrip frá David, og mjög svo grípandi titill þess:
PUTTING THE MÝ IN MÝVATN:
Midges deliver resource pulses from aquatic to terrestrial food webs
Every summer millions to billions of midges emerge from Mývatn and deliver a pulse of nutrients to the surrounding landscape. This phenomenon provides an opportunity to study the linkages between lakes and land.
An interdisciplinary team of researchers from the University of Wisconsin has been studying the effects of midges on the plants and arthropods around lakes in northern Iceland. The seminar will summarize our recent research findings. All are welcome.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 15:09
Erfðamengi Neanderthalsmannsins
Síðustu neanderthalsmenn voru uppi fyrir u.þ.b. 40000 árum. Sem er rétt 40 sinnum lengra síðan en síðan Egill Skallagrímsson vappaði um sveitir, kvað og vann sín þrekvirki. Tilhugsunin um að önnur tegund mannapa búi á jörðinni er okkur mjög framandi í dag, en veruleikinn er sá að fyrir alls ekki mjög löngu lifðu tvær tegundir mannapa á plánetunni.
Við höfum áður rætt um uppruna og líffræði þessara frænda okkar, Adam neanderthal og Eva sapiens (26.10.2007) og Langa leiðin frá Neanderthal (25.4.2008).
Eftir tæpar tvær vikur mun einn fremsti stofnerfðafræðingur samtímans Montgomery Slatkin koma til landsins og kynna rannsóknir sínar á DNA úr beinum Neanderthalsmanna. Erindið ber titillinn Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði og verður mánudaginn 6 júlí í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ (hefst kl 12:00). Úr fréttatilkynningu:
Montgomery Slatkin er prófessor við University of California at Berkeley. Hann mun halda fyrirlestur um "Neanderthalsmanninn: erfðamengi og stofnerfðafræði hans".
Markmið verkefnisins er að raðgreina erfðamengi Neanderthalsmanna til að bera saman við erfðamengi nútímamannsins (http://www.eva.mpg.de/neandertal). Hver eru þróunarleg tengsl Neanderthalsmannsins og nútímamannsins? Geta erfðabreytingar kastað ljósi á hvernig nútímamaðurinn lagði upp frá Afríku fyrir um 100.000 árum og nam á stuttum tíma ný lönd um allan heim?
Fyrirlesturinn er hluti af Darwin dögunum 2009, í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin og 150 ára afmælis Uppruna tegundanna.
Fyrirlesturinn verður haldinn 6. júlí klukkan 12:00 í Öskju, stofu 132.
Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2009 | 16:25
Líffræðiráðstefnan 2009
Á Íslandi er mjög fjölskrúðugar grunnrannsóknir sem spanna mörg fræðasvið. Sem líffræðingur fylgist ég mest með rannsóknum á lifverum, og tækni sem tengist rannsóknum á líffræðilegum gögnum og fyrirbærum. Sem nemandi í meistaranámi á síðasta áratug, var fátt skemmtilegra en að taka þátt í líffræðiráðstefnunni. Þar kynntist maður rannsóknum í flestum geirum fræðasviðsins og fjölmörgum snertiflötum þess við lífefnafræði, læknisfræði og umhverfisfræði.
Líffræðiráðstefnan hefur verið haldin á 5 ára fresti undanfarna áratugi.
Líffræðifélag Íslands er misjafnlega virkur félagskapur, dauða þess hefur verið lýst yfir nokkrum sinnum en alltaf finnast fjörugar nýjar blóðfrumur sem koma gömlu æðunum í æfingu. Í ár eru 30 ár frá stofnun félagsins og að því tilefni var ákveðið að halda ráðstefnu um rannsóknir í líffræði.
Ráðstefnan fer fram 6. og 7. nóvember 2009, í Öskju, Háskóla Íslands. Allir eru hvattir til þess að nýta þetta tækifæri til að kynna sínar líffræðilegu rannsóknir með erindum og/eða veggspjöldum.
Skráningarfrestur á ráðstefnuna er 15. september. Vinsamlegast sendið skráningu og útdrátt á netfangið liffraediradstefna@mail.holar.is. Þeir sem vilja kynna niðurstöður sínar er vinsamlegast bent á tilgreina hvort óskað sé eftir því að vera með veggspjald eða erindi.
Nánari upplýsingar um form ágripa og skipulag ráðstefnunar má finna á nýrri vefsíðu líffræðifélagsins (biologia.hi.is). Tilkynning á vefsíðu HÍ.
Sálir líffræðinga nærast ekki á niðurstöðum og tilgátum eingöngu, heldur þurfa þær selskap, örvandi tóna, kveðskap og "kúta-og-korklaust svall" upp á gamla mátann (Í allra heilagra bænum ekki biðja mig um nánari útlistanir). Fyrirhugað er að halda skemmtun á laugardagskvöldinu til að fagna lokum ráðstefnunar og hinum alltumlykjandi frumuhring. Verið er að smala í skemmtinefnd.
Erindi og ráðstefnur | Breytt 24.6.2009 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2009 | 10:18
Erindi: Hjartaþyngd bleikju
Dvergbleikjur eru meðal sérstökustu lífvera sem finna má hérlendis. Þær hafa þróast úr venjulegri bleikju, eru smærri og með kubbslegra höfuðlag en ættingjar þeirra. Þær búa einnig á öðrum svæðum, halda sig t.d. í ferskvatnslindum eða grýttasta botni Þingvallavatns.
Það eru vísbendingar um að dvergbleikjurnar hafi orðið til oft á Íslandi, þá líklegast í kjölfar staðbundinar aðlögunar að sérstökum búsvæðum. Samt er augljóst að þær eru ekki fyllilega einangraðar frá öðrum bleikjuafbrigðum, þar sem saman geta þau eignast frjó og frísk afkvæmi. Áhrif umhverfis á útlitið eru einnig mjög öflug, það fer að miklu leyti eftir því hvers konar fæðu seiðin fá, hverskonar lag líkamar þeirra taka.
Einnig sýna rannsóknir Hlyns Reynissonar að hjörtu 10 dvergbleikjuafbrigða er mjög áþekk að stærð. Það er vísbending um að dvergbleikjur séu mjög einsleitar, og styður þá hugmynd að þær séu allar af sama meiði. Greiningar á útliti og stærri rannsóknir á erfðabreytileika geta skorið úr um hvort að íslensku dvergbleikjurnar séu af einum meiði eða hafi orðið til aftur og aftur í þróun.
Hlynur mun kynna niðurstöður sínar föstudaginn 12 júni, kl 11:00 i stofu 131 í Öskju. Fyrirlesturinn er vörn á fjórða árs verkefni Hlyns, ágrip á íslensku og ensku má nálgast á vef HÍ.
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó