Færsluflokkur: Erindi og ráðstefnur
Snorri Sigurðsson mun fjalla um doktorsverkefni sitt í erindi Líffræðistofu HÍ, föstudaginn 15. febrúar (kl.12:30 í stofu 131). Erindið kallast Úr nóttu í dag - ný vitneskja í flokkunarfræði fugla: Náttfarar og skyldir hópar. (Recent developments in avian systematics: The Nightjars and their allies.)
Með sívaxandi framboði á sameindagögnum hefur flokkunarfræði (systematics) lífvera gengið undir miklar sviptingar á síðustu áratugum. Fuglar eru þar engin undatekning og hefur hin klassíska flokkun fugla á öllum stigum (ættbálkar, ættir, ættkvíslir, tegundir) tekið töluverðum breytingum með vaxandi vitneskju um skyldleikatengsl og þróunarsögu helstu fuglahópa. Það viðfangsefni sem hefur reynst hvað flóknast er að greiða úr tengslum milli ættbálka og jafnvel ætta Nýfugla (Neoaves) en til þeirra tilheyra allir núlifandi fuglar utan Strútfugla, Hænsnfugla og Andfugla. Með mikilli gagnasöfnun á síðustu árum hefur flokkunarfræðingum tekist að setja saman ágætlega burðug flokkunartré þó enn séu sumir hópar fugla til vandræða. Margt kemur á óvart á þessum nýju flokkunartrjám.
Einn hópur sem hefur verið nokkuð til vandræða eru svokallaðir Húmgapar (Caprimulgiformes) þar sem fyrirfinnast ættir náttfugla svo sem náttfarar (Caprimulgidae) og froskmunnar (Podargidae) auk fleiri hópa. Þær ættir sem tilheyra Húmgöpum eru frumstæðar og komu fram hratt og snemma í þróunarsögu Nýfugla eins og reyndar margar aðrar ættir núlifandi fugla. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að Svölungar (Apoidae) og Kólibrífuglar (Trochilidae) eru náskyldir Húmgöpum sem er athyglisvert því þar er ekki um náttfugla að ræða.
Fyrirlesarinn Snorri Sigurðsson hefur nýlokið doktorsnámi í Bandaríkjunum þar sem hann rannsakaði flokkunarfræði Húmgapa og nýtti sér öflugan safnkost og rannsóknaraðstöðu við American Museum of Natural History í New York. Meðal þess sem hann ræðir í erindi sínu er flokkunartré Húmgapa sem hann byggir á bæði sameindagögnum og gögnum byggðum á útlitseinkennum. Einnig sýnir hann niðurstöður úr rannsóknum sínum á flokkunarfræði Náttfara (Caprimulgidae) sem er ein tegundaauðugusta ættin í ættbálknum og hvernig hann nýtti flokkunartré byggð á sameindagögnum til að kanna uppruna, líflandafræði og sögu búsvæðavals Náttfara í Ameríku.
Mynd af þróunartré Náttfara var gerð af Snorra Sigurðssyni.
Önnur erindi líffræðistofu vorið 2013 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindið verður flutt á íslensku, í stofu 131 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.
Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Líffræðistofa Háskóla Íslands stendur fyrir málþingi þann 8. febrúar n.k. um bókina Tilviljun og nauðsyn, meistaraverk franska nóbelsverðlaunahafans Jacques Monod.
Jacques Monod var einn fremsti sameindalíffræðingur sögunnar. Á yngri árum vann hann við rannsóknir á lífríki sjávar. Hann var í áhöfn rannsóknarskipsins Pourquois Pas, fyrir hinstu för þess til Íslands. Örlögin leiddu til þess að Monod fór ekki til Grænlands og Íslands heldur til Kaliforníu og kynntist erfðafræði.
Rannsóknir hans og Francois Jacob á sykurnámi E. coli gerla ollu straumhvörfum í líffræði. Þeir félagar fengu Nóbelsverðlaunin 1965 (ásamt Andre Lwoff) fyrir að uppgötvanir sínar á genastjórnun. Monod velti fyrir sér sameindalíffræði í víðu samhengi í bók sinni Tilviljun og nauðsyn sem kom út árið 1970. Guðmundur Eggertsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands þýddi bókina úr frönsku og Hið íslenska bókmenntafélag gaf hana út 2012.
Á málþinginu verða flutt fjögur stutt erindi um Monod, verk hans og áhrif þeirra. Guðmundur Eggertsson mun kynna Jacques Monod og bók hans Tilviljun og nauðsyn. Ólafur S. Andrésson prófessor í erfðafræði við Háskóla Íslands mun ræða sérstaklega rannsóknir Monod og félaga á genastjórn sykurnýtingar E. coli. Björn Þorsteinsson sérfræðingur við Heimspekistofnun HÍ ræðir og gagnrýnir hugtak Monods um siðfræði þekkingarinnar. Jafnframt mun hann huga að sambandi þessa hugtaks við skoðanir Monods á samfélagsmálum. Að síðustu mun Luc Fuhrmann sendiráðunautur flytja erindið The impact of Chance and Necessity in the 70s. Fundarstjóri verður Eva Benediktsdóttir, forseti Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Málþingið verður haldið 8. febrúar 2013, milli kl. 16:00 og 18:00 í Öskju Náttúrufræðihúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis. Erindin verða fyrsta klukkutímann í stofu 132 og boðið verður upp á léttar veitingar að þeim loknum.
Málþingið er styrkt af eftirtöldum aðillum:
Sendiráði Frakklands á Íslandi
25.1.2013 | 09:31
Erindi: af flugum og þorskum
Tveir framhaldsnemar í líffræði verja verkefni sín á næstunni.
Í dag 25. janúar 2013 mun Dagmar Ýr Arnardóttir verja ritgerð sína um breytileika í stjórnröðum ávaxtaflugunnar. Ritgerðin kallast "Testing for co-evolution between eve and hunchback in Drosophila melanogaster". Erindið er kl. 12:30 í stofu 131 í Öskju. Í ágripi segir:
Stjórnraðir í erfðamenginu gegna hlutverkum við að kveikja og slökkva á genum á réttum stað og tíma, bæði í þroskun og yfir æviskeið fjölfruma lífvera. Rannsóknir sýna að stjórnraðir eru vel varðveittar í þróun, og jafnvel má finna samsvarandi raðir í fjarskyldum tegundum eins og manni og fiski. Sérstaklega eru bindiset innan stjórnraða vel varðveitt, en við þau bindast prótín sem stýra virkni gena. Oft bindast mörg mismunandi prótín á hverja stjórnröð og sem ræður tjáningu gensins, á vefjasérhæfðan hátt eða í þroskun.
Náttúrulegar stökkbreytingar í bindisetum stjórnraða eru sjaldgæfar, t.d. þegar bornir eru saman margir einstaklingar sömu tegundar. Enn er sjaldgæfara að finna úrfellingar í sömu stjórnröð, hvað þá tvær sem báðar fjarlægja skilgreind bindiset fyrir sama stjórnprótín. Vitað er um eitt slíkt tilfelli. Í einni stjórnröð even-skipped gensins í Drosophila melanogaster eru tvær náttúrulegar úrfellingar sem fjarlægja tvö bindiset fyrir Hunchback stjórnprótínið.
Rannsóknin miðaði að því að kanna hvort að þessar úrfellingar væru staðbundið fyrirbæri (einungis í þessu geni) eða hvort vísbendingar væru um fleiri áþekka atburði í genamengi ávaxtaflugunnar. Markmiðið var að prófa tilgátur um samþróun stjórnprótínsins Hunchback og stjórnraða.
Prófdómari verður Albert V. Smith. Leiðbeinendur Arnar Pálsson og Zophonías O. Jónsson.
Þriðjudaginn 29. janúar ver Klara Björg Jakobsdóttir doktorsritgerð sína: Langtíma breytileiki í erfðasamsetningu þorsks (Gadus morhua) við Ísland (á ensku: Historical genetic variation in Atlantic cod (Gadus morhua) in Icelandic waters).
Nánari upplýsingar um verkefni Klöru má finna á vefsíðu Guðrúnar Marteinsdóttur prófessors í fiskifræði (Marice).
Andmælendur eru Svein-Erik Fevolden, prófessor við Háskólann í Tromsø, Noregi og Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum
Leiðbeinendur eru Guðrún Marteinsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Daniel E. Ruzzante, prófessor við Dalhousie háskólann í Halifax, Kanada og Dr. Christophe Pampoulie, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni.
4.12.2012 | 09:11
Erindi: Málverk af plöntum og þroskun lungna
We have recently shown that D492, a breast epithelial cell line with stem cell properties undergoes epithelial to mesenchymal transition (EMT) in 3D coculture with endothelial cells. This is evidenced by formation of spindle-like phenotype, suppression of keratin expression and cadherin switch from E- to N-cadherin. MicroRNA (miRs) are highly conserved, small RNA molecules that regulate key biological processes. miRs can act as tumor suppressors or oncogenes and their expression is often deregulated in cancers. Downregulation of the miR200 family has been linked to EMT and recent studies show that members of this family are regulators of epithelial integrity in many tissues. The miR200 family is found in two clusters at chromosome 1 (miR200ba-429) and 12 (miR200c-141). In this seminar I will discuss our data that show that overexpression of miR-200c-141 in D492 and D492M inhibits and reverses EMT, respectively, which support the view that miR200c-141 may be a potent tumor suppressor and important regulator of epithelial integrity in the human breast.
Erindið heitir Plöntur og grös í verkum Eggerts Péturssonar, og byggir á erindi sem Þóra flutti á málþingi um verk Eggerts (Blómstrandi list - Málþing um Eggert Pétursson) sem haldið var af Verkfræði og náttúruvísindasviði HÍ í nóvembermánuði 2012. Þóra mun leggja út frá sýn grasafræðingsins, og fjalla um byggingu blómahluta, plantna og einnig um samsetningu gróðursamfélaga.
Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar. Erindið hefst kl. 12:30 í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2012 | 10:05
Rafdráttur til gæðagreininga á kjarnsýrum
Hans G. Þormar doktorsnemi við læknadeild HÍ og forstjóri Lífeindar/Biocule mun fjalla um Rafdrátt til gæðagreininga á kjarnsýrum (Electrophoresis to assess quality of nucleic acid samples).
Erindið verður föstudaginn 30. nóvember 2012 frá 12:30 til 13:10, í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.
Enskt ágrip erindisins:
Current methods in genetics use complex samples of nucleic acids e.g. genomic or transcriptomic samples. Such samples are put through a number of processes and purifications. The molecules in the samples are almost always of different length and strandness, e.g. single-stranded DNA (ssDNA), double-stranded DNA (dsDNA), single-stranded RNA (ssRNA), double-stranded RNA (dsRNA) or RNADNA hybrids. The nucleic acid molecules can be damaged by sample treatment. There has been no good way to characterize the composition of such samples, nor the effects of that for downstream processes. We have developed a Two-Dimensional techniques to analyse such complex samples based on differences in length, conformation and strandness.
Lífeind er sprotafyrirtæki sem spratt úr rannsóknarvinnu Jóns J. Jónssonar og nemenda hans við Læknadeild og Landspítala. Fjallað er um Lífeind á vef HÍ.
Fyrirtækið hefur það markmið að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir til að einangra beint, úr flóknum erfðaefnissýnum, DNA-sameindir með óeðlilega byggingu. Aðferðirnar má m.a. nota til að einangra DNA-sameindir sem innihalda erfðabreytileika, stökkbreytingar og skemmdir.
Unnið er að markaðssetningu aðferða Lífeindar á alþjóðlegum vettvangi. Fyrirtækið hefur aðsetur innan Lífefna- og sameindalíffræðistofu í Læknagarði, sérhæfðu rannsóknar- og kennsluhúsnæði Læknadeildar Háskóla Íslands.
Erindið verður flutt á ensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Erindi og ráðstefnur | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2012 | 10:13
Vísindadagur Mannerfðafræðifélags Íslands
Vísindadagur Mannerfðafræðifélags Íslands (mannis.is) verður haldinn næsta fimmtudag 22. nóv. í samvinnu við Lífvísindasetur HÍ. Dagskráin hefst kl. 16:15 í Hringsal Barnaspítala Hringsins
Dagskrá
* Setning
* Kynning á starfsemi Mannerfðafræðifélags Íslands
* Eiríkur Briem: Raðgreining á microRNA
* Arnar Pálsson: Stofnerfðafræði
* Jón Jóhannes Jónsson: Framhaldsmenntun í erfðaheilbrigðisþjónustu í Evrópu
* Sigríður Klara Böðvarsdóttir: Erfðafræði krabbameina
* Vigdís Stefánsdóttir: Erfðaráðgjöf á Landspítala
* Vilmundur Guðnason: Rannsóknir Hjartaverndar
Fundarstjóri verður Guðný Eiríksdóttir
19.11.2012 | 11:13
Líkön af efnaskiptum ákveðinna frumugerða
Maike Kathrin Aurich doktorsnemi við Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands mun fjalla um rannsóknir sínar á frumusérhæfðum efnaskiptalíkönum, föstudaginn 23. nóv 2012 (kl 12:30 í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ).
Maike vinnur að því að búa til efnaskiptalíkön fyrir mannafrumur, sem eru ólíkar að byggingu og genatjáningu. Skilningur á frumusérhæfðum efnaskiptum, gæti hjálpað við rannsóknir á og meðhöndlun sjúkdóma. Aðferð hennar er að samþætta margvísleg erfðamengjagögn fyrir ólíkar frumulínur. Hún vinnur með tvær T-frumulínur, og gögn um genatjáningu (umritunarmengi - transcriptome) og heildar efnaskipti (metabolome) í báðum frumugerðunum.Líkön eru byggð af efnaskiptum frumnanna, út frá genatjáningu og mældum hvarf og myndefnum. Slík líkön geta gefið mynd af efnaskiptahæfileikum ólíkra frumugerða, og hvernig þeir hæfileikar breytast þegar umhverfi frumunnar eða jafnvel erfðasamsetning breytist.
Erindið verður flutt á ensku og kallast Generation of cell line specific metabolic models based on transcriptomic, exo- and endo-metabolomic data.
Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
13.11.2012 | 13:03
Nílarkarfi í Viktoríuvatni
Aðferðirnar byggjast á því að telja fiska með bergmálstækni og hefur slík talning farið fram 17 sinnum á árabilinu 1999 2011. Niðurstöður rannsókna Taabu leiða í ljós að L. noloticus hefur farið fækkandi meðan að hinum tveimur tegundunum hefur fjölgað. Bæði þéttleiki og útbreiðsla fiskanna er háð árstíðarsveiflum, lagskiptingu og árssveiflum, ásamt sveiflum í bráð. Niðurstöðurnar kalla á meiri vistfræði mælingar við spár á stofnstærð. Enskt ágrip rannsóknarinnar:
The distribution and densities of three pelagic fish taxa (Nile perch, Dagaa, and haplochromine) in Lake Victoria were estimated through 17 lake-wide acoustic surveys conducted bi-annually between August 1999 and September 2011. Nile perch densities were estimated through echo-counting while Dagaa and haplochromines by echo-integration. Mixed generalized linear models indicated up to 30% decline in Nile perch densities in the deep and coastal areas and up to 70% reduction in the shallow inshore areas. There was a twofold increase in Dagaa densities and a 10% increase in haplochromines. The distribution and densities were influenced by season, stratum and year of survey. In addition to fish exhibiting seasonal clustering in the upper layers of the water column, they also spread to shallow inshore waters. The Nyanza, Speke, and Emin Pasha Gulfs demonstrated localised predator (Nile perch)-prey (Dagaa and haplochromines) oscillations in abundance, and distribution which call for a need to include ecological and ecosystem considerations in stochastic models when predicting fish stocks.
Erindið verður flutt á íslensku. Dagskrá erinda líffræðistofu haustið 2012 má sjá á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Mynd af Nílarkarpa er fengin af vef wikimedia commons (http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Lates_niloticus_2.jpg).
5.11.2012 | 10:09
Mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar á öld mannsins
Í lok vikunnar verða þrjú erindi um vatnalíffræði.
Hinn virti vatnalíffræðingur Brian Moss (University of Liverpool) mun halda erindi um mikilvægi vistfræðilegrar hugsunar. Erindið kallast Liberation Ecology, limnology and our future. Ágrip erindis á ensku:
We live in unpredictable times. A number of powerful threats face us: climate change; the risk of collapse of the western and emerging economies because of potential shortages of oil, energy, liquid funds; difficulties due to increasing longevity, dementia and diseases of consumption-imposed lifestyles such as obesity; increasing population, lack of human rights, civil unrest and poverty in the developing world; and increasing inability of the remaining biomes to continue to regulate atmospheric composition and thus maintain equable climatic conditions and to continue provide goods and services. Our future may look bleak, but the ecological theory of alternative stable states, manifested perhaps most clearly in the behaviour of shallow lakes, and the ways in which diverse plant-dominated states can be restored from algal-dominated states can help us to understand alternatives in the way that human societies might be organised and the ways in which sustainability might be reached. It also indicates very clearly the dangers that we face if truly sustainable societies cannot be restored.
Vatnalíffræðingurinn Rick Battarbee við University College London mun halda erindi um breytingar á vötnum á sögulegum tíma Erindið kallast Lakes and the Anthropocene og verður flutt á ensku. Ágrip erindis á ensku:
The name "Anthropocene" has been proposed as a new geological epoch to encompass the last 200 years of earth history a period during which there has been a marked acceleration in the impact of human activity on earth systems associated with rapidly increasing fossil fuel combustion and population growth. In this lecture I show from the record in lake sediments how pollutants from fossil fuel combustion during this period have been transported throughout the northern hemisphere and how some have caused changes in lake ecosystems even in the most remote regions. I argue that a reduction in fossil fuel combustion is needed not only to control the emission of the greenhouse gas, carbon dioxide, but also to control the emission of a range of other pollutants released by the burning of coal and oil.
Richard er andmælandi í doktorsvörn Rakelar Guðmundsdóttur, sem fram fer síðar sama dag.
áhrif aukins hita og næringar á framvindu þeirra. Tengill á ágrip.
Átta misheitir lækir á jarðhitasvæðinu í Hengladölum á Hellisheiði voru notaðir til þess að prófa tilgátur um hugsanleg áhrif loftslagshlýnunar á gróðursamfélög í lækjum. Einnig voru prófaðar tilgátur um áhrif næringarefnaaukningar á gróðurinn. Í ljós kom að í kaldari lækjunum var megin hluti frumframleiðslunnar til kominn vegna þörungaskánar á steinum en ármosi (Fontinalis antipyretica) var ríkjandi frumframleiðandi í heitari lækjunum. Fjölbreytileiki kísilþörunga var ekki marktækt tengdur hita, en flestar tegundir kísilþörunga fundust að jafnaði í kaldari lækjunum. Vaxtarform kísilþörunga voru einsleitust í heitari lækjunum og voru smáir kísilþörungar marktækt meira áberandi í heitari lækjunum en þeim köldu. Næringarefnaaukning örvaði vöxt ármosans (F. antipyretica) og grænþörunga í heitari lækjunum, en að sama skapi minnkaði lífmassi niturbindandi blágrænna baktería (Nostoc spp.). Lífmassi kísilþörunga jókst marktækt við næringarefnaaukninguna, en fjölbreytileiki þeirra minnkaði. Hreyfanlegum kísilþörungum (Nitzschia spp.) fækkaði við næringarefnaaukninguna.
Mynd af Þingvallavatni tekin 2004 var fengin af wikimedia commons (Thingvellir 4 Herbst 2004.jpg)
Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindi og ráðstefnur | Breytt 6.11.2012 kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.10.2012 | 09:03
Breytileiki í stofnstærðum laxfiska
Umtalsverðar sveiflur hafa verið í stofnstærðum laxfiska hérlendis síðustu áratugi. Gagnaraðir um langt árabil yfir ýmsa þætti í lífsferli fiskanna gerir það kleift að kanna orsakir þessa breytileika. Koma þar við sögu þéttleiki seiða, samkeppni milli þeirra í ferskvatni, breytilegt tíðarfar, fæðuskilyrði í sjó, sjúkdómar og jafnvel hnattræn hlýnun.
Þórólfur Antonsson (mynd tekin á austurlandi), fiskifræðingur á Veiðimálastofnun, mun ræða rannsóknir á þessum sveiflum föstudaginn 2. nóvember 2012. Erindið kallast Breytileiki í stofnstærðum laxfiska og hluti af fyrirlestraröð líffræðistofu, Líf og umhverfisvísindastofnunar HÍ. Önnur erindi líffræðistofu haustið 2012 verða auglýst á vef Líf og umhverfisvísindastofnunar.
Erindið er í stofu 130 í Öskju, náttúrfræðahúsi HÍ. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir með húsrúm leyfir. Nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó