4.1.2010 | 14:29
Erfðafræðilega nauðbeygður blettur
Ég er allsenginn sérfræðingur í getnaðarlimum, kynörvun kvenna eða anatómíu nautnatauga.
Ástæðan fyrir því að mér finnst tilefni til að gera athugasemdir við frétt þessar er sú að hún er gegnsýrð af erfðafræðilegri nauðhyggju (genetic determinism). Hér höfum við beint spjótum okkar gegn svo einfaldri sýn á lífið, verurnar og æxlunarfæri þeirra (Genadýrkun, Að stjórna eða stuðla að).
Umfangsmikla breska rannsóknin sem er kveikjan að frétt BBC (sem mbl.is þýðir og ...) byggir á þeirri grundvallarforsendu að G-bletturinn sé bundin sterkum erfðum. Við vitum hins vegar að áhrif umhverfis og erfða eru ævinlega samtvinnuð, einnig í þessu tilfelli.
Samanburður á eineggja og tvíeggja tvíburum er iðullega notaður til að kanna arfgengi eiginleika. Gert er ráð fyrir því að umhverfi tvíburanna sé það sama. Það á ekki við hér.
Úr frétt mbl.is:
Whipple sagði um helgina, að rannsókn bresku vísindamannanna væri ekki mikils virði og þeir hefðu ekki tekið með í reikninginn mismunandi tækni sem beitt er við kynmök. Tvíburar hefðu venjulega ekki sama bólfélaga og því hefðu þeir mismunandi kynlífsreynslu.
Með öðrum orðum, "kynumhverfi" tvíburanna er örugglega ekki það sama.
Þær eiga ekki sama bólfélaga, sem leiðir að öllum líkindum til ólíkra bólfara og örvunar (eða ekki).
Einnig er mögulegt að erfðaþættirnir sem stuðli að myndun G-blettsins séu með ófullkomna sýnd, sem myndi leiða til þess að sumar konur myndi G-blett en aðrar ekki (jafnvel þótt þær séu erfðafræðilega eins - eins og eineggja tvíburar). Eineggja tvíburar fá ekki alltaf sömu sjúkdóma, eða freknur á sömu staði.Fyrir áhugasama vill ég benda á tvennt í lokin.
Þeir sem eru að leita að G-blettinum, er bent á setningu úr frétt BBC:
The Gräfenberg Spot, or G-Spot, was named in honour of the German gynaecologist Ernst Gräfenberg who described it over 50 years ago and is said to sit in the front wall of the vagina some 2-5cm up.
Fyrir þá/þær/þau sem eru að leita að fjölskrúðugara kynlífi(eða kynlífslýsingum), er ekki úr vegi að líta til Muscovy anda (því miður er ég lélegur í fuglum og veit ekki hvað þessar endur heita á ástkæra-ylhýra). Getnaðarlimir þeirra eru gormlaga, rísa á methraða og geta fett sig og brett í rúmar 130° beygjur. Ég þakka Dr. Z. kærlega fyrir ábendinguna, hún kom sér mjög vel.
Sjá mynd.
Explosive eversion and functional morphology of the duck penis supports sexual conflict in waterfowl genitalia Patricia L. R. Brennan, Christopher J. Clark, Richard O. Prum
G-bletturinn finnst ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 5.1.2010 kl. 10:12 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að endur séu endilega besta dæmið... ef ég man rétt þá eru magnaðir getnaðarlimir þeirra afleiðing þess að karlkyns endur eru upp til hópa raðnauðgarar og kvenendur beita þess vegna öllum brögðum til að gera mökun sem erfiðasta?
Páll Jónsson, 5.1.2010 kl. 21:26
Ehh... steggir og kollur á ég auðvitað við, ekki karlendur og kvenendur.
Páll Jónsson, 5.1.2010 kl. 21:27
Endur eru gott dæmi, spurningin er bara fyrir hvað.
Ég efast um að þær hafi G-blett, það er reyndar spennandi spurning hvort að apar, bæði lemúrar og simpansar hafi slíkt?
Þú settir puttann akkúrat á lykilatriði varðandi kynlíf anda, steggirnir eru upp til hópa nauðgarar og hjá kollunum þróast allskonar varnir gegn slíku. Varnirnar eru þess eðlis að leggöngin eru hlykkjótt, greinótt, sumstaðar eru botnlangar og annarstaðar meira en 90° beygjur.
Greinin sem vitnað er í færir rök fyrir því að bara með samþykki kollunar geti steggurinn frjóvgað hana, þannig að nauðgunin sé dæmd til að mistakast.
Annars er ljómandi athyglisvert myndband á vefsíðu the Guardian sem sýnir dæmi um þessa tilburði og mælingarnar sem hópurinn (vísindamennirnir þ.e.a.s.) gerði.
http://www.guardian.co.uk/science/2009/dec/23/video-genital-warfare-ducksArnar Pálsson, 6.1.2010 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.