21.3.2010 | 15:37
Frábært sjónarspil
Eldgos eru stórkostleg sjónarspil, svo lengi sem enginn ferst eða missir rollur í gíginn.
Það er svo sérkennilegt, í hvert sinn sem eldgos verður hérlendis þá hríslast um mann þjóðernisstolt, nei sko sjáðu hvað litla landið mitt getur.
Eldgos eru eitt af skemmtilegri fyrirbærum náttúrunar, og ég sem líffræðingur er næstum því afbrýðisamur yfir því hversu mikilfengleg þau eru.
Vandamálið við það að rannsaka jarðfræði er vitanlega það að tilraunir eru frekar erfiðar, allavega á þessum skala. Á meðan líffræðingar geta tekið flugurnar sínar og breytt umhverfi þeirra, fjarlægt frumur eða kveikt á genum á vitlausum stöðum, þá geta jarðfræðingar ekki sett af stað jarðskjálfta eða dælt í kvikuhólf.
Það er samt ákaflega gaman að fylgjast með eldgosinu og heyra í jarðfræðingum okkar útskýra herlegheitin. Það er nákvæmlega ekkert að því að velta upp þeim möguleika að Katla muni gjósa, gögnin sem þeir búa yfir benda til virkni beggja eldstöðva sé tengd, þó ekki sæki þær kviku í sömu hólf.
Jarðfræðingarnir hljóta að vera ólmir í að ná sýni af nýja hrauninu til að vita hvort þetta sé úr kvikuhólfi Eyjafjallajökuls eða Kötlu. Miðað við lætin í Öskju (náttúrufræðihúsi HÍ) virðist vera nóg af sjálfboðaliðum til að fara og sækja eins og eina hraunslettu í skál.
Þurfum að fylgjast með Kötlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Nú fengum við mikið ferðamanna-aðdráttarafl, með þessari auglýsingu!!!
Svo gýs Katla eftir svona 3-4 vikur, en ekki af eins mikilli hörku eins og hefði orðið, ef þessi litla spýja á fimmvörðuhálsi hefði ekki hleypt út smá spennu.
Þetta er bara hugdetta hjá mér og ekkert sem hægt er að reiða sig á . M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2010 kl. 18:03
Sæl Anna
Ég er alls ekki traustur í jarðfræðinni. T.d. var ég ekki viss um að hraunið færi úr kvikuhólfi Eyjafjallajökuls eða Kötlu, en mér skilst að þetta sé augljóslega úr Eyjafjallajökli.
Ætli Páll, Magnús Tumi eða Freysteinn geti ekki spáð fyrir um hegðun Kötlu af meiri kunnáttu en ég.
Vonandi kemur bara ekki brjálað sprengigos, með öskufall, flúormengun og uppskerubresti.
Við ættum kannski að leyfa Móses að fara heim með fólk sitt :)
Arnar Pálsson, 22.3.2010 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.