Leita í fréttum mbl.is

Áskoranir lífsins - RÚV í kvöld

Náttúrufíklar athugið, kvöld lystisemdanna blasir við.

Rúv hefur sýningar á BBC þáttaröðinni Lífið.

David Attenborough kynnir okkur fyrir fjölbreytileika lífsins, og í fyrsta þættinum verða skoðaðar þær áskoranir sem lífverur þurfa að takast á við. Lífsbaráttan er margslungin og oft hatrömm. Engu að síður hríslast um mann unaðshrollur við að sjá hvernig veigalitlir frokar takast á við veröldina eða þegar hnúfubakar stökkva upp úr hafinu með ginið fullt af síld.

Viðfangsefni lífsins

Sýnt: mánudagur 22. mars 2010 kl. 20.10.

Í þættinum er sagt frá þeim furðulegu hlutum sem dýr og plöntur verða að gera til þess að lifa og auka kyn sitt. Við sjáum hettuapa brjóta pálmahnetur með bareflum, flóðhesta stökkva upp úr vatni og kameljón stela bráð úr kóngulóarvef. Við sprettum úr spori með blettatígrum á strútaveiðum, sjáum höfrunga fanga fisk í gildru og syndum með sel á flótta undan háhyrningum í hafísnum við Suðurskautslandið.

bangsaslagur.jpgMynd tók AP. Aðrir pistlar um David Attenborough.

Stórviðburðir í náttúrunni

Attenborough ofsóttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að horfa á þessa þætti hér í kassanum og þeir eru hreint frábærir eins og vænta má af Attenborough.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Davíð

Ég er sammála, þessi fyrsti þáttur var alveg stórkostlegur.

Það er af svo miklu að taka, þetta var allt stórkostlegt; dans goðanna, hópveiðar blettatígranna, dugnaður frosksins sem flutti halakörturnar upp í ananastjörnina og aparnir sem brutu hneturnar.

Arnar Pálsson, 23.3.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband