Leita í fréttum mbl.is

Visindavaka: kaffi úti á landi

Af vefsíðu vísindavökunar:

Miðvikudagur 22. september kl. 18-19:30 í Sandgerði
Grjótkrabbi - skemmtilegur og bragðgóður!
Háskólasetur Suðurnesja í Sandgerði og Náttúrustofa Reykjaness  kynna grjótkrabba sem er nýr landnemi hér við land. Fyrst er krabbinn kynntur og síðan eldaður og gefst gestum færi á að spreyta sig og smakka!!

Fimmtudagur 23. september, kl. 20-21:30, Hofi á 1862 Nordic Bistro
Erfðabreytt framtíð
Háskólinn á Akureyri og Rannís bjóða í Vísindakaffi í tilefni af Vísindavöku 2010. Dr. Kristinn P. Magnússon og Dr. Oddur Vilhelmsson dósentar við Háskólann á Akureyri og sérfræðingar í erfðavísindum og erfðatækni spjalla um erfðavísindi og hagnýtingu þeirra, svo sem við klónun, kynbætur dýra og jurta og ræktun erfðabættra landbúnaðarafurða. Hver er framtíð íslensks lífríkis og nýtingar þess í ljósi þróunar í erfðavísindum og -tækni? Hvað er í húfi og hvar eru tækifærin fyrir landbúnað og framleiðslu  lyfja og matvæla? Eftir stutt spjall frá þeim Kristni og Oddi mun Pétur Halldórsson, útvarpsmaður hvetja til  og stýra umræðu. Allir eru velkomnir og hvattir til að taka þátt í skemmtilegu og fræðandi spjalli yfir vænum vísindakaffibolla í boði HA og Rannís. 

Það væri gaman að heyra hvernig umræður ganga fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband