22.9.2010 | 09:31
Crappameyn í heyla - eikur kingetu
Líffræðingar hafa veitt því eftirtekt að á undanförnum árum hafa stofnar bjargfugla og einnig kríu minnkað umtalsvert. Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus, hefur rannsakað bjargfugla stofna í nokkra áratugi. Í fyrra benti hann á að Bjargfuglum hefur fækkð hér við land á síðustu tveimur áratugum.
Erpur Snær Hansen og samstarfsmenn hafa fylgst með lundanum og öðrum tegundum í Vestmannaeyjum, og í sumar greindu þeir frá því að varpið í ár misfórst eins og undanfarin ár.
Þetta eru raunverulegar sveiflur og við hljótum að reyna að finna orsakir þeirra. Samdráttur í stofnstærð eða fari sandsílisins virðist vera einn þáttur, en ekki er hægt að útiloka aðra umhverfisþætti. Það er ólíklegt að um einhverskonar farsótt sé að ræða, fyrst stofnar margra mismunandi tegunda eru að skreppa saman.
Ég vissi að náttúrufræði og vísindaþekkingu blaðamanna væri töluvert ábótavant en mér finnst stórkostulegt að þeir kunni ekki nöfnin á algengustu fuglategundum. Rita eða ryta, það er spurningin.
Hvað er næst, munu þeir misrita nöfn líffæra og algengra sjúkdóma..."Alvarleg livrarbólgutilfelli í Andakílshreppi", "Arfgeng Heylablæðing á undanhaldi", "Crappamein í heyla - eykur kingetu"
Bjargfugli fækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Að minnsta kosti var nafnið "fýll" ekki stafað með í.
Vendetta, 22.9.2010 kl. 13:49
Agétur pöntkur Vandette
Arnar Pálsson, 22.9.2010 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.