Leita í fréttum mbl.is

Sól í Hvalfirði og umhverfisvaktin

Þegar ég var við nám í líffræði, rétt fyrir síðustu aldamót, voru uppi áform um að byggja álver á Grundartanga. Sveitungar mínir og frændur stofnuðu þá samtökin Sól í Hvalfirði, sem var vettvangur íbúa og áhugamanna um náttúruvernd til að ræða þessi áform og meta. Á vef náttúruvaktarinnar er samatekt um um nokkur félög sem láta sér annt um umhverfið og náttúruna.

Eins og kunnugt er tóks samtökunum ekki að stöðva byggingu álversins og ekki heldur stækkun. Það er erfitt að meta umhverfisáhrif framkvæmda, og einnig áhrif af einstökum verksmiðjum eftir að þær hafa verið byggðar. Vitanlega er ekki þannig að lífverur í umhverfi álversins hafi strádrepist, en mér er sagt að umhverfisvöktun sem framkvæmdaraðillar lofuðu hafi ekki verið neitt sérstaklega ítarleg. Af þessu tilefni hafa áhugamenn um náttúruvernd í nágrenni álversins og járnblendiverksmiðjunar ákveðið að stofna félag, nokkurs konar staðgengil Sólar í Hvalfirði (úr tilkynningu).

 

Umhverfisvaktin við Hvalfjörð

Hópur áhugafólks um náttúruvernd í Hvalfjarðarsveit og Kjós hefur ákveðið að stofna félag til verndar umhverfi og lífríki Hvalfjarðar og nágrennis.

Stofnfundur Umhverfisvaktarinnar verður haldinn á Hótel Glym fimmtudaginn 4. nóvember kl 20:30 og eru allir sem áhuga hafa á umhverfisvernd hvattir til að mæta.

Umhverfisvaktin mun beita sér fyrir því að vernda lífríkið jafnt á landi, lofti og í sjó og að tryggja að hagsmunum íbúa og komandi kynslóða sé gætt í ákvarðanatöku um allt sem varðar umhverfi mannsins.

Félagið er þverpólitískt og hyggst m.a. afla sérfræðilegrar þekkingar um lífríki svæðisins og deila henni með íbúum.

Allt áhugafólk um umhverfi Hvalfjarðar er hvatt til að að mæta og leggja lóð á vogarskál betri framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband