21.3.2012 | 15:21
Flórgoðinn á Mývatni
Árni Einarsson forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn og gestaprófessor við Líf og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um Flórgoðan á Mývatni í erindi föstudaginn 23. mars 2012 (kl. 12:30-13:10).
Flórgoða má að sönnu kallast einkennisfugl Mývatns og getur hann deilt þeim titli með húsöndinni. Um 250 pör eru talin verpa við Mývatn, og er flórgoðinn fremur sjaldséður hér á landi utan Mývatnssveitar. Flórgoðinn kemur snemma á vorin eða fljótlega eftir að vakirnar fara að stækka. Heldur hann til á Mývatni uns ísa leysir á nærliggjandi vötnum og tjörnum þar sem heppilegt varpland er að finna. Mörg pör verpa þó við Mývatn sjálft, einkum við vestanverðan Ytriflóa (af vef Náttúrurannsóknarstöðvarinnar www.ramy.is).
Mynd af Flórgoða tók Óskar Sindri Gíslason (Fleiri myndir hans má sjá á Flickr síðunni Sindrinn).
Föstudagsfyrirlestrar Líffræðistofnunar eru haldnir í stofu 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi HÍ og eru öllum opnir.
Dagskrá vorsins má nálgast á vef Líf og umhverfisvísindadeildar HÍ.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Vistfræði, dýrafræði, grasafræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Árni er nýlokinn við ljómandi skemmtilegt erindi um Flórgoðann.
Flórgoðinn er víst þrjóskur og aðgangsharður þeim sem nálgast hreiðrin. Hann lifir aðallega á hornsílum, en er ekki þvottekta önd.
Fuglafræðingar í Skotlandi og á norðurlöndum hafa tekið eftir fækkun Flórgoða en annað virðist vera upp á teningnum hérlendis. Árni greindi frá því að á Mývatni hefur stofninn stækkað undanfarin 15 - 20 ár, og vísbendingar eru um að hann hafi numið ný vötn hérlendis.
Arnar Pálsson, 23.3.2012 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.