Leita í fréttum mbl.is

Ægivald lyfjaiðnaðarins og innihald fjölmiðla

Steindór J. Erlingsson, líf- og vísindasagnfræðingur hélt erindi á aðalfundi Félagsráðgjafafélags Íslands sem hét „Geisar þunglyndisfaraldur“. Morgunblaðið gerir erindinu skil í greininni „Verðum að draga úr ægivaldi lyfjaiðnaðarins“, þar segir m.a.

Frá 1990 hefur tíðni geðraskana næstum því tvöfaldast hér á landi og Steindór spurði hvers vegna hin mikla notkun geðlyfja hér á landi hefði ekki dregið úr tíðni örorku af völdum geðraskana.

Steindór sagði að læknisfræðin hefði vanrækt umræðu um mismunandi gerðir þunglyndis og að fólk brygðist misvel við lyfjagjöf eftir því hvers konar þunglyndi væri um að ræða. Einnig þyrfti að huga betur að áhrifum umhverfis á þunglyndi.

„Lyfjafyrirtækin hafa sætt sig við veika virkni þunglyndislyfja og að þau hafa engan hag af því að rannsaka undirgerðir,“ sagði Steindór. Hann sagði samskipti lækna við lyfjaiðnaðinn hafa áhrif á ávísanir þeirra og að tiltekinn menning væri ræktuð strax í læknadeild um samskipti lækna og lyfjaiðnaðarins.

Steindór hefur skrifað nokkra pistla og greinar um þetta efni, nú síðast á vefsíðunni innihald.is.

Innihald er ný vefsíða fyrir vandaða umræðu og greinar. Aðstandendur hafa mikinn áhuga á hlutverki fjölmiðla og boða til fundar í kvöld (fimmtudaginn 22. mars kl. 20:00) um ábyrgð fjölmiðla (Kaffitár í Bankastræti). Meðal erinda og flytjenda eru:

Áhrif fjölmiðla á sjálfsmynd ungs fólks

Elva Björk Árnadóttir, msc í sálfræði

Eignarhald og tortryggni

Katrín Mixa, mastersnemi í blaða- og fréttamennsku

Hlutdeild fjölmiðla í skoðunum hvers og eins

Gunnar Hersveinn, rithöfundur og heimspekingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband