5.2.2013 | 13:10
Tveimur sögum fer af fundi Ríkharðs konungs
Í vikunni tilkynntu vísindamenn við Háskólann í Leicester að þeir hefðu fundið bein sem væru leifar Ríkharðar konungs III, sem lést í orrustu 1485.
Gögnin sem liggja ályktun þeirra til grundvallar eru, aldur beinann, áætlaður aldur mannsins, verksumerki um sár og högg, hryggskekkja og DNA gögn (úr beinunum og núlifandi ættingjum Ríkarðs).
Sagnfræðingar og erfðafræðingar eru ekki fyllilega sannfærðir um ályktanir Leicester-manna. Ég vík hér stuttlega að erfðafræðinni. Milli Ríkharðs III og núlifandi ættingja eru 18 kynslóðir, sem þýðir að frekar litlar líkur eru á að finna erfðamerki sameiginlegt þeim tveimur. Í hverri kynslóð fær maður helming erfðaefnis síns frá hvoru foreldri. Þannig að genin sem Ríkharður og ættinginn deila eru mjög fá.
Vísindamennirnir sýna 30 basa bút af hvatberalitningi sem er eins á milli þessara tveggja. Það er vísbending um að þeir séu skyldir, en ekki sönnun. Aðal málið er hveru algeng þessi útgáfa af hvatbera litningnum er í Englandi. Það er gagnrýnin sem Alok Jha vísindablaðamaður á The Guardian útskýrir (Richard III skeleton raises bone of contention over DNA evidence).
Þegar ég lærði sögu í barnaskóla var mikil áhersla á kónga og stórveldi, hernaðarsögu og landvinninga. Mér fannst þetta reyndar afburða skemmtilegt, og lúslas bækur um sigra Alexanders mikla, rómaveldi og egyptana. Hins vegar er ljóst að sagnfræði nútímans er öllu þroskaðara fag.
Þess vegna kemur töluvert á óvart að fólk skuli leggja mikið á sig til að finna bein horfinna konunga. Já eða sannfæra sig og aðra um að bein sem þeir fundu, séu úr dauðum konungi.
Ítarefni:
Ríkharður III. er fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þetta er leiðinda kóngadýrkun. Fornleifafræðin og önnur fræði hafa áreiðanlega upp á ýmislegt þarfara og betra að bjóða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.2.2013 kl. 20:22
Ég er sammála þér um hvorutveggja.
Mér finnst stórmerkilegt að á öld upplýsingar og tækni, skuli fjöldi vestrænna ríkja vilja halda í konunga og drottningar.
Ég er sannarlega litaður af andúð breskra poppara á konungdæminu (sbr. Elizabeth my dear með The Stone Roses og The Queen is Dead með The Smiths), en ég skil ekki hví upplýst samfélag vill halda í sérkennilega hefð, sem gengur út á að sumir séu betri en aðrir og eigi skilið ættar sinnar vegna að lifa í vellystingum.
Arnar Pálsson, 6.2.2013 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.