Leita í fréttum mbl.is

Að prjóna sig út úr kreppunni

Í kjölfar hrunsins tóku margir upp prjónaskap, og talað var um að prjóna sig út úr kreppunni. Þótt prjónaskapur og heimilisiðnaður sé bæði frábær dægradvöl og ágætasta tekjulind einstaklingum, þá er mun mikilvægara að hagnýta þekkingu til að skapa ný verðmæti. 

Þekkingin sem nýjar viðskiptahugmyndir eru byggðar á, eru að miklu leyti afurð vísindalegra framfara. Og vísindalegar framfarir byggja á fyrirbæri sem landinn heyrir lítið um, svokölluðum samkeppnisjóðum.

thingvallavatndwarfeggs2010.jpgSamkeppnissjóðir hafa alltaf verið litlir hérlendis, og margt annað í umhverfi vísinda hérlendis er lélegt og gert af vanefnum (sjá greinar eftir Eirík Steingrímsson og Magnús K. Magnússon á visindi.blog.is - tenglar neðst).

Tveir rannsóknarstjórar við HÍ, Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir skrifa grein í Fréttablað dagsins um þetta mál og rekja sögu Rannsóknasjóðs, sem er stærsti sjóður sem styrkir grunnrannsóknir hérlendis:

Rannsóknasjóður hóf starfsemi sína í núverandi mynd árið 2004. Fyrsta árið fékk hann 303 umsóknir upp á 827 milljónir og gat úthlutað 191 milljón (24,4%) til 74 verkefna (23%). Árið 2012 fékk hann 267 umsóknir upp á 1.800 milljónir og gat úthlutað 297 milljónum (17,6%) til 47 verkefna (16,5%). Með framlagi úr fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar var sjóðnum gert kleift að mæta betur þörf fyrir styrki og við úthlutun 2013 gat hann veitt styrki sem jöfnuðust á við það sem var 2004. Þá fékk hann 236 umsóknir upp á 1.700 milljónir og gat úthlutað 416 milljónum (27,5%) til 65 verkefna (24,4%).

Þau leggja áherslu á að samkeppnisjóðir hérlendis er litlir, miðað við útlönd.

Þessar tölur verður að skoða í ljósi þess að samanborið við samkeppnissjóði í löndum sem við almennt berum okkur saman við eru og voru styrkir til rannsókna á Íslandi allt of lágir.

Og þrátt fyrir að Menntamálaráðherra hafi lagt áherslu á að sjóðurinn fyrir 2014 sé stærri en árið 2012, þá er hann samt minni en hann var við stofnun 2004.

Það sem við viljum leggja áherslu á hér er að sjóðurinn var á þessu ári rétt að ná því bolmagni sem hann hafði fyrsta árið sem hann starfaði.

Prjónaskapur er dásamlegur (ég greip í prjóna milli verka í plastverksmiðunni) en það er takmörkuð nýsköpun fólgin í slíku handverki. Nýsköpunin og auðlegðin fylgir ef við berum gæfu til að verja samkeppnisjóðina, styðja við menntakerfið og setja þekkingu á hærri stall hérlendis en tíðkast hefur. 

Mynd er af hrognum úr Þingvallableikjum. Grunnrannsóknir á fjölbreytileika bleikjunnar geta 1) varpað ljósi á gen sem tengjast vexti og kynþroska eldisfiska, 2) fundið ferli sem tengjast höfuð og beinþroskun í hryggdýrum, 3) útskýrt þróun afbrigða og tegunda, í síbreytilegum heimi og vegna loftslagsbreytinga - svo einhver dæmi séu tekin.

Ítarefni:

Eiríkur Smári Sigurðarson og Ásta Sif Erlingsdóttir Fréttablaðið 15. nóv 2013. Nokkur orð um rannsóknir og samkeppnissjóði

Vísindamenn Til varnar rannsóknarsjóðum

 Vísindamenn skora á fjárlaganefnd að endurskoða fjárlög fyrir samkeppnissjóði Rannís

Hans G. Þormar Aðför að nýsköpun og hagvexti

Ég bendi lesendum einnig á röð greina eftir Eirík Steingrímsson og Magnús K. Magnússon um Háskólarannsóknir a tímum kreppu.

Fjármögnun vísindarannsókna

Doktorsnám á Íslandi

Gæði rannsókna

Staða raun- og heilbrigðisvísinda

Hlutverk háskóla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband