Leita í fréttum mbl.is

Blávatn og Stuttjökull syðri

Ok er að hverfa. Og í staðinn myndast Blávatn. Hilmar Malmquist og félagar hafa kannað líffræði þessa nýja vatns. Rannsókn þeirra var birt í Náttúrufræðingnum sem kom út nú í janúar (Náttúrufræðingurinn).

Rætt var við Hilmar í Speglinum fyrir rúmum tveimur árum (2. 11. 2014). Blávatn, nýjasta stöðuvatn landsins

Blávatn er affallslaust, ískalt og efnasnautt enda í um ellefu hundruð metra hæð. Þar má þegar finna lífverur, kísilþörunga, þyrildýr og bessadýr. Þau síðastnefndu líklega að vakna af margra alda dvala í jöklinum. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur vaktað vatnið frá því menn urðu þess varir sumarið tvöþúsund og sjö. Hilmar Malmquist, líffræðingur er forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar, hann segir þarna einstakt tækifæri til að fylgjaast með því frá byrjun hvernig ungt og ósnortið vatnavistkerfi þróast í tímans rás og mikilvægt sé að vernda vatnið.

Erindi Hilmars á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar var sett á vefinn Blávatn -- nýjasta vatn landsins.

Allt er breytingum undirorpið. Breytingar eru eðlilegur hluti af náttúrunni.  Samfara loftslagsbreytingum munu verða mikil umskipti á íslenskri náttúru. Ok mun hverfa, og Helgi Björnsson hefur spáð því að Langjökull muni líklega klofna í tvennt innan aldar.

Ætli þá verði talað um Langjökul syðri og Langjökul nyrðri, eða e.t.v. Stuttjökul syðri og Stuttjökul nyrðri?


mbl.is Einn minnsti jökull landsins að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hilmar flutti fyrirlestur um Blávatn fyrir nokkrum misserum, mjög vel flutt og fróðlegt erindi.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2014 kl. 13:56

2 Smámynd: Arnar Pálsson

Sæll Guðjón

Hilmar er góður sögumaður, með öndvegis framsögn og frábæra rödd.

Það verður frábært þegar hann kemur Náttúruminjasafni Íslands á koppinn.

Arnar Pálsson, 17.1.2014 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband