3.3.2016 | 11:17
Háskóladagur: Klónar, DNA, dýr og frumur í Öskju 5. mars
Síðustu ár hefur líffræðin opnað tilraunastofur í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands á Háskóladeginum.
Í ár kynnum við BS nám í líffræði og BS nám í sameindalíffræði og lífefnafræði í samstarfi við Raunvísindadeild HÍ.
Staður og stund: 12 til 16 þann 5. mars í Öskju - Náttúrufræðihúsi HÍ.
Tilraunastofur verða opnar gestum. Til sýnis verða
Klónar
Fiskar og sjávarlífverur
Einangrun á DNA úr jarðarberjum
Margvíslegar örverur
Rafeindasmásjá
Höfuðkúpur mismunandi dýra, frá hrefnu til Neanderdalsmanns
Erfðabreyttir sveppir og kynjaplöntur
Verkfæri og aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir á fiskistofnum
DNA örflögur til að skoða tjáningu gena mannsins
Fuglshamur Loka*
Tanngarður úr hákarli
Nemendur og kennarar í líffræði, lífefnafræði og sameindalíffræði verða til taks og útskýra uppbyggingu námsins, helstu áherslur og framtíðarmöguleika að námi loknu.
Háskóladagurinn í HÍ verður í fleiri byggingum og í Öskju bætast við félagar okkar á Verk og náttúruvísindasviði.
Mynd 1. Fannar Þeyr Guðmundsson - tekin í Eyjafirði við rannsóknir. Mynd 2. Sara Sigurbjörnsdóttir klónar gen. Mynd 3. Genatjáning í fóstrum ávaxtaflugunar á ~3 klst. þroskunar - mynd úr grein Lott og félaga 2007 í PNAS.
*Já eða af alvöru fuglum
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Þó svo að það séu engin korn-munstur á íslandi að þá þyrfti Háskóli Íslands/hugvísindadeildin að mynda sér opinbera skoðun á þessum málum í rúv sjónvarpi:
https://www.youtube.com/watch?v=MmXU1XRhAB0
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 3.3.2016 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.