20.7.2017 | 17:05
Nýjasta risaeðlutækni og fiðrildavísindi
Risaeðlur eru ótrúlega heillandi fyrirbæri, jafnvel þótt þær hafi dáið út fyrir milljónum ára og maður geti bara séð beinagrindur af þeim á söfnum. Samanber grindina af Sue í náttúruminjasafninu í Chicago hér að neðan.
Rannsóknir á risaeðlum byggjast á því að finna velvarðveitta steingervinga og rannsaka byggingu og eiginleika dýranna sem þeir komu úr. Líka er hægt að nota búa til líkön, t.d. úr timbri eða með tölvutækni til að kanna eiginleika dýranna og hreyfigetu. Það var t.d. gert í nýlegri rannsókn á hreyfigetu T. rex sem frétt BBC segir frá og kynnt var á mbl.is.
Önnur heillandi dæmi um notkun líkana af líkamsbyggingu risaeðla má sjá í þættinum Haldið í háloftin sem horfa má á Rúv þessar vikurnar.
Í þætti mánudagsins voru stórbrotnar tölvugerðar myndir af flugeðlunum og fyrstu fuglunum. Þar var útskýrt hvernig bygging dýranna og ekki síst eiginleikar vængja og fjaðra þróuðust.
Í þættinum fyrir viku var fjallað um flug skordýra, frá drekaflugum og bjöllum til tvívængja. Myndirnar af fljúgandi húsflugum voru alveg stórbrotnar. Ég er líffræðingur með meirapróf í erfðafræði ávaxtaflugunnar, en hafði ekki hugmynd um hvernig hún beitir jafnvægiskólfinum (e. haltere) eða snýr alltaf höfðinu rétt í flugi.
Eitt athyglisvert við þættina er að nú styðst BBC teymið, sem David Attenborough talar fyrir í þáttunum, við mikið af nýjustu rannsóknum og talað er við vísindamennina sjálfa. Rætt var við sérfræðing sem ásamt fjölda samstarfsmanna rannsakar far Þistilfiðrilda um Evrópu, m.a. til Íslands. Far fiðrildisins er það víðfemasta sem þekkist, enda breiðist það frá Afríku til Evrópu á nokkrum kynslóðum, og til baka aftur með vindum.
Ítarefni.
Þistilfiðrildavaktin.
http://butterfly-conservation.org/612/migrant-watch.html
Gat í mesta lagið skokkað rösklega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Fuglar nútímans þróuðust ekki út frá risaeðlum.
Risaeðlurnar voru fluttar til jarðarinnar af geimverum sem að eru kallaðar Draco/ repitilian fyrir ca. 26 milljónum ára.
Það voru svo aðrar verur sem að fluttu hina venjulegu fugla til jarðarinnar löngu seinna kannski fyrir 4 milljónum ára:
(Nær allar tegundir hér á jörðu eru fluttar hingað fullmótaðar frá öðrum plánetum utan úr geimnum).
(Það var t.d. engin þróun frá öpum til manna).
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2196562/
Jón Þórhallsson, 20.7.2017 kl. 17:33
Auðvitað þróuðust þeir frá risaeðlum, öll vísindaleg gögn benda í þá átt.
Eins að menn og simpansar deila sameiginlegum forföður.
Sú tilgáta að heilar lífverur hafi flutt til jarðar úr geimnum er alger firra.
Arnar Pálsson, 20.7.2017 kl. 18:04
Erich Von Danicen hafði rétt fyrir sér.
=Guðirnir voru geimfarar frá öðrum plánetum.
Ég skora á alla fræðimenn að gefa sér tíma og skoða öll myndböndin á þessari bloggsíðu:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2196562/
Jón Þórhallsson, 20.7.2017 kl. 18:20
Arnar, ef þú skoðar bloggið hans Jóns Þórhallssonar þá kemstu að því að risaeðlurnar dóu ekki alveg út
Einar Steinsson, 24.7.2017 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.