Leita í fréttum mbl.is

Lífiđ í hrauninu – lífríki í vatnsfylltum hraunhellum í Mývatnssveit

Ţótt Ísland sé ungt, er lífríki ţess makalaust fjölbreytt. Líf í vötnum og straumum er sérstaklega forvitnilegt, ţví uppskipting stofna getur magnađ upp mun á milli ţeirra.

 

Einstaklega spennandi lífvera í ţví samhengi er bleikjan, sem er framúrskarandi fjölbreytileg tegund. Hún lifir sem sjógöngufiskur, en einnig stađbundinn. Međal annars í litlum afmörkuđum lindum og lćkjum viđ hraunjađra. Eitt magnađasta búsvćđi bleikjunnar er í hraunhellum viđ Mývatn.

 

Bjarni K. Kristjánsson, Camille Leblanc, Árni Einarsson og samstarfsmenn hafa rannsakađ bleikurnar í hraunhellum um nokkura ára skeiđ. Síđdegis munu ţau halda opiđ erindi um rannsóknirnar, sem ég hvet alla til ađ mćta á. Tilkynningu HÍN:

 

Lífiđ í hrauninu – lífríki í vatnsfylltum hraunhellum í Mývatnssveit

 

Bjarni K. Kristjánsson og Camille Leblanc flytja erindi á vegum Hins íslenska náttúrufrćđifélags. Erindiđ verđur flutt mánudaginn 30. október kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, náttúrufrćđihúsi Háskóla Íslands. Ađgangur er öllum heimill og ókeypis.

Ágrip af erindi:

Í fyrirlestrinum verđur fjallađ um rannsóknir á vatnsfylltum hraunhellum í kringum Mývatn. Slíka hella má finna á nokkrum stöđum viđ vatniđ, en ţeir eru algengastir á Haganesi (SV viđ vatniđ) og í landi Vagnbrekku og Vindbelgs (NV viđ vatniđ). Í fjölmörgum hellum má finna dvergbleikju, sem Mývetningar nefna gjáarlontur. Bleikjan í ađskildum hellum myndar sérstaka stofna og er einnig erfđafrćđilega ólík bleikju í Mývatni. Hellastofnarnir eru litlir, 50 – 500 fullorđnir fiskar. Markmiđ rannsóknana er ađ fylgjast međ bleikjustofnum í 20 hellum til ađ svara spurningum um ţróun í litlum stofnum í náttúrunni og hvernig umhverfisţćttir geti mótađ hana. Verkefniđ hófst áriđ 2012 og eru hellarnir heimsóttir í júní og ágúst. Ţá eru eins margir fiskar og mögulegt er veiddir lifandi, međ rafmagni og gildrum. Fiskarnir eru mćldir og merktir ţannig ađ hćgt sé ađ ţekkja aftur einstaka fiska. Auk ţess hefur annađ lífríki hellana veriđ kortlagt.

 

Niđurstöđur sýna ađ í hverjum helli er einfalt samfélag smádýra. Ţessi samfélög eru tengd umhverfi hellana, bćđi ţegar hellar eru bornir saman og ţegar skođađur er breytileiki innan ţeirra. Ţessi smádýr eru mikilvćg fćđa bleikjunar í hellunum, en hún er einnig mjög háđ utanađkomandi fćđu (flugum), sem mest öll kemur úr Mývatni. Bleikjan er talsvert ólík í útliti milli hella, og sömuleiđis vöxtur hennar. Auk ţess má sjá töluverđan breytileika í vexti milli ára og á milli ţeirra meginsvćđa ţar sem hellana er ađ finna.

 

Niđurstöđurnar fela í sér mikilvćgar nýjar upplýsingar um eđli fjölbreytni í litlum náttúrulegum stofnum og hvernig umhverfisţćttir geta mótađ slíka fjölbreytni. Slík ţekking er mikilvćg fyrir upplýsta ákvarđanatöku varđandi verndun og nýtingu náttúrunnar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband