7.11.2017 | 08:40
Nóbelsverðlaun í efnafræði: Rafeindasmásjármyndir af stórum lífsameindum
FRÆÐSLUFUNDUR VÍSINDAFÉLAGS ÍSLENDINGA
Rafeindasmásjármyndir af stórum lífsameindum í hárri upplausn
Fyrirlesari:
Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda- og umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
Fundarstjóri:
Kristján Leósson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Salur Þjóðminjasafns Íslands, Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12:00
Ágrip:
Í ár hlutu þeir Richard Henderson (MRC Laboratory of Molecular Biology, Cambridge) Jacques Dubochet (Háskólanum í Lausanne) og Joachim Frank (Columbia University, New York) Nóbelsverðlaunin í efnafræði vegna vinnu sinnar við að þróa og nýta rafeindasmásjáraðferðir til þess að ákvarða þrívíddarbyggingu stórra lífsameinda í mjög hárri upplausn. Hin hefðbundna aðferð við að ákvarða þrívíddarbyggingu próteina og annarra lífsameinda í hárri upplausn hefur verið röntgenkristallagreining en sú aðferð hefur þá annmarka að mynda þarf kristalla úr lífsameindunum sem getur reynst mjög erfitt og að auki þarf til þess mikið magn af hreinum lífsameindum. Henderson, Dubochet og Frank lögðu grunninn að tækniframförum í rafeindasmásjárgreiningu á þrívíddarbyggingu lífsameinda þannig að eftir 2010 fóru rafeindasmásjárgreiningar að geta keppt við röntgenkristallagreiningar í upplausn en án þess að þurfa að kristalla eða hreinsa mikið magn af lífsameindunum fyrst. Þetta hefur gífurlega þýðingu þegar kemur að því að skýra virkni til dæmis frumuhimnupróteina og stórra flóka (e.complex) margra lífsameinda.
Kaffiveitingar frá kl 11.30. Öll velkomin.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Hvað eru jarðarbúar komnir langt í þróun á "TELEPORT-TÆKNI?"
=Fólk/hlutir eru "afefnaðir" á einum stað og "efnaðir" einhversstaðar annarsstaðar:
Nú vantar þátt eins og NÝJASTA-TÆKNI OG VÍSINDI á rúv:
Jarðarbúar eru aðeins farnir að þreifa fyrir sér í þessum málum en hugsanlega eru háþroskaðir gestir á öðrum plánetum í geimnum komnir mun lengra í þessum málum:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2203598/
Jón Þórhallsson, 7.11.2017 kl. 11:25
Tæknin er klárlega komin nógu langt til að flytja fólk um teleport til annara staða.
Í nýlegri bók Töfravísindamannsins Terry Pratchett og Vísindatöframannsins Stephen Baxters er því lýst hvernig hægt er að hoppa milli staða, með mjúkum blettum sem tengja hliðstæða heima. Venjulega, eins og allir vita er hægt að hoppa milli hliðstæðra heima með stikunni (e. stepper), litlum kassa sem drifin er af rafmagni úr kartöflu, en það flytur fólk bara á sama stað á hliðstæðri jörð. Með því að stika á mjúkum blettum, er hægt að flytjast milli margra jarða (fleiri þúsurndir í einu) og einnig færa sig til á jarðkringlunni.
The long earth - bókaumfjöllun í the guardian.
https://www.theguardian.com/books/2012/jun/20/long-earth-terry-pratchett-stephen-baxter-review
Vitanlega vantar þátt eins og nýjasta tækni og vísindi í íslenskt sjónvarp.
Arnar Pálsson, 8.11.2017 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.