Leita í fréttum mbl.is

Af kikvendum og bernskubrekum fuglafrćđings

Arnţór Garđarson hlaut heiđurverđlaun Líffrćđifélags Íslands fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna í líffrćđi, á líffrćđiráđstefnunni sem haldin var í október síđastliđnum. Viđ sama tilefni fékk Óttar Rolfsson verđlaun fyrir fjörlegt start á líffrćđilegum ferli.

Arnţór flutti stutt ávarp á ráđstefnunni um vísindaferil sinn, og annađ lengra um fuglana. Í stutta ávarpinu fjallađi hann um stöđu líffrćđí og vísinda í nútíma samfélagi, og mikilvćgi ţekkingar á náttúrunni fyrir verndun jafnt og nýtingu.

Hann kryddađi frásögnina međ skondnum sögum, međal annars sínum fyrstu skrefum sem vísindamanns.

Hann var ţriggja ára og bjó í Skerjafirđi ţegar seinna stríđ hófst. Síđan atvikađist ţađ ţannig ađ skip strandađi viđ Skerjafjörđinn, og Arnţór fékk ađ fara niđur í fjöru til ađ kíkja. Hann ćtlađi ađ prófa tilgátu.

Skipiđ sem strandađi var nefnilega sykurskipiđ, og tilgáta Arnţórs var sú ađ sjórinn vćri orđinn sćtur. Í ljós koma ađ sjórinn var ennţá saltur, ţannig ađ fyrsta tilgáta Arnţórs féll.

En hann var ekki ađ baki dottinn, enda kominn međ bragđ fyrir vísindum ef ekki söltum sjó. Nokkru síđar flutti hann út á nes. Ţar voru breskir hermenn međ ađsetur. Arnţór áttađi sig á ţví ađ ţeir töluđu ekki sama mál og íslendingar. Kýr töluđu heldur ekki sama mál og íslendingar. Önnur tilgátan varđ sú ađ bretar og kýr tala sama mál. Athuganir sýndu ţađ var rangt. Féll sú tilgáta líka.

Arnţór hélt samt áfram á svipađri braut, ţví vísindaleg hugsun hans fann sér farveg í áhuga á fuglum. Hann birti sína fyrstu grein í Náttúrufrćđingnum 17 ára gamall. Hún var um fugla á Seltjarnarnesi, rituđ í félagi viđ Agnar Ingólfsson og myndskreytt af Arnţóri sjálfum (dćmi hér fyrir neđan).ArnThorAedarfugl1955

Fyrirlestrar Arnţórs eru passleg blanda af stađreyndum og glettni. Hann fjallar sposkur um kikvendi af ýmsum gerđum, háttum ţeirra og sérviskum. En ţegar fuglar eru annars vegar, er eins og kvikni á túrbódrifinu. Áhugi hans er heillandi og smitandi í senn.

Arnţór hefur einnig veriđ ötull baráttumađur fyrir verndun vistkerfa og náttúru hérlendis. Hann var til dćmis forvígismađur ađ friđun Ţjórsárvera, og hefur veriđ leiđarljós fyrir íslenska náttúruvernd um áratugabil.

Fjallađ var um störf Arnţórs á vef HÍ í tilefni af verđlaunaafhendingunni.

Arnţór Garđarsson, dýrafrćđingur og prófessor emeritus í dýrafrćđi viđ Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ,  hlaut verđlaun fyrir farsćlan feril og ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og frumkvöđlastarf í verndun íslensks votlendis. Arnţór hóf sinn vísindaferil  snemma en hann birti sína fyrstu grein um fugla í Náttúrufrćđingnum áriđ 1955, ţá 17 ára gamall.

Hann lauk BS-prófi í dýrafrćđi frá Háskólanum í Bristol á Englandi og doktorsgráđu frá Háskólanum í Berkeley í Kaliforníu 1971.  Arnţór hóf kennslu viđ gömlu líffrćđiskor Háskóla Íslands 1969, ári eftir ađ byrjađ var ađ bjóđa upp á námiđ, og varđ prófessor áriđ 1974. Kennslugreinar hans voru dýrafrćđi hryggdýra og hryggleysingja og svo sérsviđ hans, fuglafrćđi. Međal afreka Arnţórs á vísindasviđinu eru rannsóknir á vistfrćđi Ţjórsárvera sem hófust fyrir nćrri 50 árum. Ţetta voru fyrstu umhverfisrannsóknir sem unnar voru vegna hugsanlegra stórframkvćmda hér á landi. Friđlýsing Ţjórsárvera og skráning ţeirra á Ramsar-sáttmálann um verndun votlendis međ alţjóđlegt mikilvćgi er fyrst og fremst Arnţóri ađ ţakka. 

 

Ítarefni:

Heiđursverđlaun líffrćđifélagsins 2017.

Agnar Ingólfsson og Arnţór Garđarsson 1955 Fuglalíf á Seltjarnarnesi Náttúrufrćđingurinn 25. árgangur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband