Leita í fréttum mbl.is

Bleikjubíó, ástir fiskanna í Þingvallavatni

Bleikjurnar í Þingvallavatni eru um margt forvitnilegar. Edite Fiskovica kynnir í dag meistaraverkefni sitt í Umhverfis- og auðlindafræði, sem hún vann úr myndefni af kuðungableikjum á hrygningarslóð.

Verkefnið heitir, Vöktun mökunaratferlis kuðungableikju (Salvelinus alpinus) í Þingvallavatni í ljósi breytinga í veðurfari og aukins álags af mannavöldum.

Í því útbjó hún heimildamynd um atferli og mökun kuðungableikjunnar, sem sýnt verður á meistaradegi náttúruvísinda síðdegis í dag.

Hér fyrir neðan er eldra myndband sem Fraser Cameron tók fyrir nokkrum árum.

Aðalleiðbeinandi var Kalina Hristova Kapralova, nýdoktor við HÍ.

Ítarefni:

Ástir fiskanna í Þingvallavatni | Háskóli Íslands

Arnar Pálsson 2016 Pörunarþjónusta fyrir laxfiska

Arnar Pálsson | 14. mars 2013 Lífríki gjánna við Þingvallavatn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband