12.11.2009 | 16:53
Ótrúleg en samt náttúruleg greind
Um helgina síðustu fluttu Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason ljómandi skemmtilegan fyrirlestur um þróun atferlis. Fyrirlesturinn var skurðpunktur líffræðiráðstefnunar 2009 og Darwin daganna 2009.
Hrefna og Sigurður gáfu fádæma gott yfirlit um atferlisfræðina og hvernig ákveðin hegðun getur hafa orðið til vegna náttúrulegs vals. Þau tóku fjölda dæma, um skrautleg karldýr, fórnfýsi ættingja og greind dýra. Það er ekki eins og bara menn geti hugsað rökrétt og leyst þrautir, dýr, jafnvel fuglar geta það líka.
Því miður gafst þeim ekki tími til að sýna myndbönd af hegðun dýranna, en hér að neðan eru tenglar á nokkur slík.
Ættingi fasana (Tragopan satyra - einnig á mynd til hliðar) er með fádæma skraut og mjög aðlaðandi hegðun.
Hrafn leysir vandamál sem hann hefur aldrei kynnst áður, kráka beygir vír og hinn heimsfrægi páfagaukur Alex, þjálfaður af Irene Pepperberg á MIT.
Næsti fyrirlestur í röðinni verður nú á laugardaginn (14 nóv. kl 13:00 í Öskju). Þá mun Einar Árnason fjalla um val vegna fiskveiða.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó
Athugasemdir
Ég datt einmitt niður á skemmtilega grein um hrafna um daginn þar sem var fjallað um að þeir væru einu fuglarnir sem gætu dregið ályktanir af því sem þeir sæu, og því væri hægt að segja að hrafninn væri ein af fáum dýrategundum sem gæti "accumulate" learning (semsagt það er eitthvað til í þessari vísdómsmýtu um hrafna Óðins úr norrænu goðafræðinni). Þetta hefur örugglega verið áhugavert, leiðinlegt að missa af erindinu.
Anna Karlsdóttir, 13.11.2009 kl. 13:54
Efast um að það sé tilviljun að höfundar norrænna goðsagna hafi gert hrafna að fulltrúum Óðins.
Það er alveg merkilegt hversu mikla hugsun þeir og páfagaukar sýna, þrátt fyrir frekar lítinn heila.
Erindi Hrefnu og Sigurðar er byggt á bókakafla sem þau eru að vinna að um þróun atferlis, sem gæti virkað sem sárabót!
Arnar Pálsson, 13.11.2009 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.