Leita í fréttum mbl.is

Allt vaðandi í fiski....

...fyrirlestrum.

Í pósthólfinu mínu eru mýgrútur af tilkynningum um fyrrilestra og ráðstefnur, allt sem tengist þorski, fiski eða hlýra. Þetta er tilraun til að bregða neti um allt klabbið.

Laugardaginn 5. desember kl 13:00 verður erindi um bleikjur og hornsíli.

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir fjallar um Uppruna tegunda á Íslandi, á vegum Darwin daganna 2009 þ.e. hvernig tegundir verða til og hversu hratt afbrigði hafa myndast í ferskum vötnum á Íslandi. Það eru ekki nema u.þ.b. 12000 ár frá ísöld, en samt finnast aðgreinanleg afbrigði í mörgum vötnum.

 

Þriðjudaginn 8. desember nk. kl. 14:00 verður fjallað um þorskinn

Lísa Anne Libungan heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffræði. Verkefnið heitir Staðbundin aðlögun og breytileiki í lífssögu og svörunarföllum innan íslenska þorskstofnsins.

 

Fimmtudaginn 10. desember frá kl 9:00 til 16:50 verður málþing um þorskinn.

Fjallað verður um breytileika í stofninum og mikilvægi fyrir stjórnun á nýtingu stofnsins (Atlantic cod: Intra-stock diversity and the implications for management). Sjá dagskrá og ágrip á vef marice.is.

Föstudaginn 11. desember kl. 12:30 (ATH, ekki 4. desember eins og áður sagði).

Ásgeir Gunnarsson flytur erindið: Vöxtur, kynþroski og frjósemi hlýra (/Anarhichas minor/ Ólafsson) við Ísland. Erindið verður flutt í fundarsal á fyrstu hæð að Skúlagötu 4. Verið velkomin. 

 

Lokahnykkurinn verður síðan 11 desember, kl. 14:00.

Þá ver Heidi Pardoe doktorsritgerð sína „Breytileiki í lífsögu íslenska þorsksins (Gadus morhua) í tíma og rúmi“.  Doktorsvörn er við Líf- og Umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og er andmælendur dr. Joanna Morgan sérfræðingur við Northwest Atlantic Fisheries Centre, St. Johns, Kanada og dr. Peter Wright deildarstjóri við Fisheries Research Service, Aberdeen, Skotlandi. Sjá ágrip.

Það er semsagt af nógu að taka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband