2.9.2010 | 18:40
Kápan á Arfleifð Darwins
Bjarni Helgason hannaði kápuna af stöku listfengi.
Tvívíð mynd á tölvuskjá nær ekki dýptinni sem lakkið gefur formunum í bakgrunninum.
Meira: Arfleifð Darwins á leið í prentun.
Viðbót, kápan í meiri upplausn.
Vísindi og fræði | Breytt 6.9.2010 kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2010 | 13:19
Var hann lengi að fatta?
Það er langt síðan ég las bók Hawking um sögu tímans. Mér hefur fundist sú afstaða hans sérkennileg, að vera opin fyrir möguleika að guðlegt inngrip hafi þurft til að koma heiminum á koppinn.
Vísindasagan segir frá fjölda spurninga sem forfeður okkar stóðu frammi fyrir, jarðskjálftum, farsóttum, uppruna tegunda og orsakir sjúkdóma. Þegar svörin voru á huldu var vísað til yfirnáttúrlegra skýringa. Við höfum nú veraldlegar skýringar á þessum fyrirbærum, t.d. jarðskorpuhreyfingar og misgengi valda jarðskjálftum og sýklar eða veirur valda farsóttum.
Uppruni heimsins er torrannsakanlegur, en við þurfum samt ekki að kasta frá okkur hinni vísindalegu aðferð og sættast allt í einu á yfirnáttúrulega skýringu. Er þessi yfirlýsing ekki bara auglýsingabrella fyrir nýju bókina?
Saga tímans er reyndar ein yndislegasta vísindabók sem ég hef lesið. Hún er mjög auðveld aflestrar og frásagnarmáti Stephens er til fyrirmyndar. Úr kynningarbæklingi frá Hinu Íslenska bókmenntafélagi.
Í Sögu tímans gerir höfundurinn grein fyrir þessum uppgötvunum og skýrir rækilega eðlisfræði sína, án þess að nota flóknar stærðfræðijöfnur en með
fjölda skýringamynda. Hann fjallar einnig um það sem nú er eitt helsta markmið eðlisfræðinga, að gera grein fyrir þyngdaraflinu út frá forsendum
skammtafræðinnar, og varpar skýru ljósi á heimsmynd eðlisfræði nútímans sem mörgum virðist svo framandi.
![]() |
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 09:53
Rithöfundalaun
31.8.2010 | 16:16
Stephen Fry er Goð
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó