12.3.2010 | 11:22
Hvað er í hakki?
Spurningin "hvað er í nautahakki" skiptir neytandann miklu máli.
Því var fleygt að nautahakk sé "betrumbætt" með kjöti úr öðrum dýrum (svínum og hestum). Það er í sjálfu sér ekkert slæmt, nema hvað það má ekki ljúga að neytendum (selja þeim naut sem er í raun hestur).
Skýrsla matís sýnir að leifar af kinda, svína og hrosshakki finnst í nokkrum af þeim 8 sýnum sem rannsökuð voru. Í rannsókninni var beitt sameindalíffræðilegum aðferðum, mögnun á DNA með PCR. Niðurstöðurnar eru sýndar í töfluformi (+) ef DNA úr hinum tegundunum greindist, (-) ef ekkert fannst. Ekki eru settar fram upplýsingar um hlutfallslegt magn kjöttegunda, en þess getið að aðferðirnar geti greint kjöti í snefilmagni. Síðan er ályktað að hinar kjöttegundirnar hljóti að vera í snefilmagni. Það þarf líklega að rýna í frumgögnin til að meta þessa ályktun almennilega.
Sá skýrslu:Kjöttegundir Gerðar voru mælingar sem gera kleift að finna hvaða kjöttegundir eru til staðar. Leitað var að eftirtöldum kjöttegundum: kindakjöt, svínakjöt, hrossakjöt og nautgripakjöt. Með því að greina einnig nautgripakjöt var mögulegt að bera saman svörun fyrir nautgripakjötið og hinar kjöttegundirnar og fá þannig hlutfallslegt mat á magn íblandaðs kjöts.
Tafla 7. Niðurstöður greininga á kjöttegundum í nautahakki. Snefill er táknaður með + en táknar að ekkert hafi greinst.
Sýni Heiti vöru Kindakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
1 Ungnautahakk 10-12% fita - + -
2 Ungnautahakk með refjum + + -
3 Nautaveisluhakk + + +
4 Ungnautahakk + + +
5 Nautahakk + + -
6 Nautahakk + + +
7 Hakk + + +
8 Ungnautahakk + + +Greiningar voru gerðar á sýnum 1 til 8. Niðurstaðan var sú að aðrar kjöttegundir en nautgripakjöt fundust aðeins í snefilmagni. Því er hægt að draga þá ályktun að öðrum kjöttegundum hafi ekki verið blandað í umrædd sýni. Snefilmagn annarra kjöttegunda má skýra með snertingu nautahakksins við yfirborð sem aðrar kjöttegundir hafa verið á. Mæliaðferðin er mjög næm og getur greint magn annarrar kjöttegundar sem er aðeins 0,001% af nautahakkinu. Niðurstöður fyrir einstök sýni eru í töflu 7.
Tilvitnun í skýrslu var bætt við 12 mars 2010 kl 14:41 - feitletrun mín.
Annar ljóður á þessari skýrslu er að engin tölfræðipróf voru gerð á gögnunum. Samt álykta þeir að það sé of mikið af fitu í 2 sýnum. Slík staðhæfing þarf stuðnings tölfræðiprófs.
Mér fannst reyndar einnig fróðlegt að sjá að í 100 g af hakki eru milli 0,6 og 1 g af ösku (í fjórumgerðum hakks- sjá töflu 5 í skýrslu).Yfirlýsing um mögulega hagsmunaárekstra:
Tveir frændur mínir selja nautakjöt beint til neytanda og geta vottað að það er ekki "betrumbætt". Ég hef keypt af þeim kjöt, á kostnaðarverði, en ekki þegið gjafir eða þóknanir frá þeim.
![]() |
Vatnsbætt nautahakk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2010 | 10:34
Óþægilegar staðreyndir um háskólamál
Hörður Filipusson, prófessor í lífefnafræði við HÍ, skrifaði grein í Fréttablaðið (birt 8 mars 2010), undir fyrirsögninni "Háskólakerfi í kreppu".
Þar leggur hann út frá fyrirhuguðum 25% niðurskurði til Háskólastigsins á Íslandi.
Spurningarnar sem hann setur fram og ræðir eru
Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?
Á að sameina ríkisháskólana?
Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?
Ályktun Harðar er þessi:
Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands.
Það er mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn Háskólanna skipuleggi þennan niðurskurð, en sitji ekki stjarfir og bíði fallaxarinnar (eins og dádýr í geisla aðvífandi flutningabíls).
Mikilvægustu markmið háskóla eru kennsla og rannsóknir. Fyrsta krafan hlýtur að vera að vernda þessa kjarnastarfsemi. Ef skera á 20% í kennslu þá á að skera 40% af stjórnsýslu.
Einnig er mikilvægt að nemendur og nemendafélög berjist fyrir gæðum síns náms, en séu ekki bara að eltast við bílastæðagjöld eða aðra smáhagsmunagæslu. Nemendur í háskólum ættu að hafa meiri áhuga á því að útskrifast með gott próf, en hvort þeir hafi efni á 6 eða 10 kippum af bjór þann mánuðinn.
5.3.2010 | 10:05
Óslitið tré lífsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.3.2010 | 14:56
Milliform eða týndir hlekkir
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó