Leita í fréttum mbl.is

Óþægilegar staðreyndir um háskólamál

Hörður Filipusson, prófessor í lífefnafræði við HÍ, skrifaði grein í Fréttablaðið (birt 8 mars 2010), undir fyrirsögninni "Háskólakerfi í kreppu".

Þar leggur hann út frá fyrirhuguðum 25% niðurskurði til Háskólastigsins á Íslandi.

Spurningarnar sem hann setur fram og ræðir eru

Hvað þarf marga háskóla á Íslandi?

Á að sameina ríkisháskólana?

Hvað þarf mörg háskólapláss á Íslandi?

Ályktun Harðar er þessi:

Verði 25% skorin af fjárveitingum til háskóla hlýtur annað hvort undan að láta, magn eða gæði. Flatur niðurskurður rýrir gæði menntunar í öllum skólum og er því óviðunandi lausn. Óhjákvæmilegt verður fyrir ríkið að fækka nemendaplássum og skólum en jafnframt þarf að viðhalda kjarnastarfsemi ríkisháskólanna. Í þeim er að finna frjómagn framtíðaruppbyggingar Íslands.

Það er mikilvægt að stjórnendur og starfsmenn Háskólanna skipuleggi þennan niðurskurð, en sitji ekki stjarfir og bíði fallaxarinnar (eins og dádýr í geisla aðvífandi flutningabíls).

Mikilvægustu markmið háskóla eru kennsla og rannsóknir. Fyrsta krafan hlýtur að vera að vernda þessa kjarnastarfsemi. Ef skera á 20% í kennslu þá á að skera 40% af stjórnsýslu.

Einnig er mikilvægt að nemendur og nemendafélög berjist fyrir gæðum síns náms, en séu ekki bara að eltast við bílastæðagjöld eða aðra smáhagsmunagæslu. Nemendur í háskólum ættu að hafa meiri áhuga á því að útskrifast með gott próf, en hvort þeir hafi efni á 6 eða 10 kippum af bjór þann mánuðinn.


Óslitið tré lífsins

Það er mikill misskilningur að einhverjir hlekkir séu týndir úr lífsins tré. Og að fyrst að slíka hlekki vanti, þá sé þróunarkenningin á einhvern hátt afsönnuð.

Charles Darwin og Alfred Wallace bentu á hvernig náttúrulegt val getur útskýrt aðlögun lífvera að umhverfi sínu, og hvernig sumir eiginleikar þeirra geta breyst hratt á meðan aðrir standa í stað.

Mishröð þróun

Mishröð þróun líkamshluta sést í núlifandi tegundum, allar finkutegundirnar á Galapagos eru með sama upplag, nema hvað goggurinn er mjög mismunandi á milli þeirra. 

Meðal mannapa var hröð þróun á höfuðkúpu, mjaðmagrind og fótleggjum, á meðan aðrir eiginleikar þróuðust hægar. Mismunandi hlutar höfuðkúpunar þróast líka að hluta til sjálfstætt, þróun tanngarðsins fylgir ekki fullkomlega þróun hnakkans.

hominids2.jpg (af umræðusíðu Richard Dawkins).

Steingervingar eru sjaldgæfir

Það er mjög sjaldgæft að finna steingerðar leifar lífvera í jarðlögum. Þar sem myndun nýrra tegunda er sjaldgæfur atburður, er ennþá ólíklegra að finna akkúrat steingervinga af einhverri tegund sem væri  síðasti sameiginlegi forfaðir apa og simpansa (við skulum gera okkur grein fyrir að gagnrýnendur þróunarkenningarinnar hafa mestan áhuga á uppruna mannsins, og er nokkuð sama um síðasta sameiginlega forföður breiðnefs og kengúru).

Milliform eða skyldartegundir eru allgengastar

Það sem er allgengast að finna eru milliform eða skyldar tegundir. Þetta á við um ættartré okkar sem annara lífvera. (Úr fyrri pistli okkar um Idu - Hlekkur í ættarrunnanum).

Fæstir af þeim steingerðu mannöpum sem fundist hafa eru beinir forfeður  okkar, þeir eru lang flestir ættingar af hliðargreinum þróunartrésins.

Þetta sést best þegar við skoðum ættartré mannsins. Við vitum hvenær einstakir manntegundir voru uppi (því við finnum bein úr þeim í ákveðnum jarðlögum) en við vitum ekki alltaf hver er skyldastur hverjum (af því að við finnum ekki nóg af beinum, eða sömu bein úr þeim öllum!). Þetta sést vel á mynd frá Open University í Stóra bretlandi af ættartré mannapa.

s182_10_003i_967229.jpg Þróunarfræðingar eru ekki vissir um skyldleika sumra tegundanna (auðkennt með punktalínu og spurningamerki).

Þó einhver óvissa ríki um skyldleika einstakra tegunda, er kenning Darwins ekki fallin.

Það þýðir eingöngu að okkur vanti meiri gögn. 

Þetta má útskýra með dæmi. Ef einhver einstaklingur er veikur af sjúkdómi og læknar ná ekki að skilgreina hver sjúkdómurinn er eða hvað veldur honum, þá hlaupum við ekki til og höfnum læknavísindunum í heild sinni (og ályktum að yfirnátturulegar verur ákveði hverjir verði veikir og hverjir frískir!).

Nánar um Idu.

Ida er merkileg vegna þess að beinagrindin er mjög heilleg. Algengast er að finna bara örfá bein úr  hverri lífveru (þig getið ímyndað ykkur, lífvera með 150 bein kraminn undir sandi, síðan líða 45.000.000 ár og allir kraftar jarðfræðinnar veðra leifarnar og dreifa þeim).

Hún er vitanlega forvitnilegur steingervingur og sannarlega tilheyrir hún hópi apa. En það sem nýja greinin í Journal of Human evolution heldur fram er að hún sé ekki týndur hlekkur.

Hluti af vandamálinu er það að vísindamennirnir sem rannsökuðu Idu gerðu það af mikilli leynd, og lögðu mikla áherslu á kynningarátak samfara útgáfu greinarinnar. Vefsíðan www.revealingthelink.com/ er afskaplega flott, en er það hlutverk vísindamanna að standa í viðamiklu kynningarstarfi? Kynningarátakið byggðist á hugmyndinni um "the missing link", og gerði ekki nægilega mikið úr þeim erfiðu verkefnum sem steingervingafræðingar og þróunarfræðingar takast á við.

Það hefur dáldið loða við að steingervingafræðingar sem rannsaka leifar manntegunda, mannapa og skyldra tegunda sitji einir að beinunum og leyfi öðrum ekki að skoða þau. Í tilfelli Idu fengu aðrir fræðingar beinagrindina loks til skoðunar og komust að þeirri niðurstöðu að Ida væri úr skyldum hópi lífvera, en ekki við rót apatrésins.

Hún er ekki týndur hlekkur, en svo sannarlega frænka vor. Ég vill leggja áherslu á þetta í lokin:

Hugtakið týndir hlekkir er samt misvísandi því það gefur í skyn að ef hlekkurinn finnist ekki sé keðjan rofin. Þótt okkur vanti nokkrar tegundir eða milli stig inn í þróunartréð kollvarpar það ekki hugmynd Darwins um að allar lífverur á jörðinni séu af einum meiði. Ekki frekar en að vanþekking okkar á því sem gerðist í 14-2 leiknum kollvarpar þeirri staðreynd að Danir rasskelltu okkur. [úr pistlinum Halló frændi]

Viðbót: 12:10 5 mars.

Ef þið haldið að áherslan á rökvillur sköpunarsinna sé óþörf, þá bendi ég ykkur á dæmigerðan útúrsnúning hjá Mófa. Þar velur hann úr þær setningar úr fréttinni sem henta hans trúarsannfæringu og slær sitt klassíska vindhögg. 

Ítarefni:

Confirmed: Fossil Ida is not a human ancestor

Skyld umfjöllun, um þróun skjaldbaka (Skjöldur fyrir gat í þróunarsögunni). 


mbl.is Ida ekki týndi hlekkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Milliform eða týndir hlekkir

Charles Darwin sýndi fram á hvernig náttúrulegt val getur útskýrt aðskilnað og uppruna tegunda. Hann kenndi okkur að flokkun lífvera í hópa, fjölskyldur og fylkingar, er eðlileg afleiðing þess að allar lífverur á jörðinni mynda eitt risastórt þróunartré....

Morgan og hvíta genið

Nú í janúar voru 100 liðin frá því Thomas Hunt Morgan (mynd - af wikimedia commons ) fann hvíta genið í ávaxtaflugunni.* En hvað fékk virtan þroskunar og dýrafræðing til að leggja þann feril á hilluna og fara að eltast við gen? Melvin Green veltir...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband