17.3.2010 | 09:22
Hvatvísir rapparar bera orkuríka ávexti
Fyrir ári settum við inn pistil um Genastjórn undir hettu sem fjallaði mjög lauslega um leyndarmál genastjórnunar.
Aðalpunkturinn var myndband sem tveir nemendur í USA höfðu sett saman um genastjórn regulatin genes
Nýjasta lag þeirra félaga er Oxidate It Or Love It / Electron to the Next One sem fjallar um loftfirrða öndun, sítrónsýruhringinn og rafeindaflutningskeðjuna.
Nýverið flöskuðu tvö lið í Gettu betur á spurningunni um það hvaða fjórir basar mynda DNA. Þau hefðu betur horft á blame it on the DNA, eða lært heima! Rétt svar er A, C, G, T (nánar á vísindavefnum).
15.3.2010 | 12:08
Að hugsa með höndunum
Rithönd mín er með þeim hroðalegri, en engu að síður vil ég trúa því að það sé fólki gott að rita á blað. Því miður get ég ekki rökstutt þá afstöðu mína með fræðilegum rökum.
Nokkur atriði koma samt upp í hugann. Í fyrsta lagi eru hendur mannfólks eru mjög merkilegir líkamshlutar. Hjá ferfættum ættingjum okkar er framfætur að mestu notaðir til göngu, undantekningar væru t.d. kengúrur og ísbirnir sem beita þeim sem vopnum eða moldvörpur sem brúka þær til graftrar.
Eftir að forfeður okkar losuðu um tak framlimanna á jörðinni fóru þær að nýtast þeim til margra annara hluta, klifurs, burðar, feldhreinsunar og snertingar. Í kjölfarið þróaðist hönd, sem er eitt fjölhæfasta verkfærið jörðinni.
Ég verð að viðurkenna að ég er enginn taugasérfræðingur en samkvæmt vefsíðu Eric H. Chudler við Washington Háskóla - Brain Facts and Figures eru þó nokkrar taugar í höndinni.
Number of tactile receptors in the hand = 17,000
Density of receptors on finger tips = 2,500 per cm2
Density of Meissner's corpuscles on finger tips = 1,500 per cm2
Density of Ruffini's corpuscles on finger tips = 75 per cm2
Þroskun hreyfigetu og skynjunar er tengd æfingu og notkun. Mig grunar að heili þeirra sem nota hendurnar á margvíslegan hátt þroskist betur/hraðar en ella, en hef ekkert fyrir mér í því nema hugboð.
Í öðru lagi eru skrif afleiðing mjög sérstaks samstarfs handar og hugar. Blessaður kollurinn þarf að setja saman setningu og höndin að setja hana á blað. Hvorutveggja er vandaverk.
Sem kennari finnst mér bera meira á því að fólk eigi í erfiðleikum með það að setja saman almennilegan texta, bæði í styttri svörum og sérstaklega í því sem eiga að heita ritgerðir á prófum. Eitt af því mikilvægasta sem nemendur eiga læra í skólum er að miðla af þekkingu sinni og nýjum hugmyndum á sem skýrastan hátt.* Ég hvet alla námsmenn til að leggja metnað í sín skrif, og endilega að æfa sig með því að skrifa pistla, smásögur, sendibréf og jafnvel blogg. Lesið ritgerðir annarra og leiðréttið, og fáið aðra til að lesa ritgerðirnar ykkar!
Í þriðja lagi. Auðvitað getur fólk skrifað góðar ritgerðir, bækur og pistla án þess að hafa lag á penna. En hví vill ég að fólk haldi í pennann? Mér finnst of margir veigra sér við því að tjá hugsanir með myndum. Myndir segja meira en þúsund orð, er tugga með heilmikið sannleiksgildi. Í minni vinnu er augljóst að heilmikil heilabrot sparast með því að teikna mynd. Til að lýsa starfsemi hjartans og mismunandi hluta þess þarf heila síðu í bók, en einföld mynd nær því fyllilega og meiru til.
Myndræn líkön eru frábær tæki til miðlunar, og því finnst mér mikilvægt að fólk rækti samband sitt við blaðið og blýantinn.
Ætli það sé ekki mitt síðasta hálmstrá. Góðar stundir.
Mynd af vefnum http://www.aurorahealthcare.org.
Skyldur pistill: Að tigna forheimskuna
* Ætli þessi bloggsíða sé ekki tilraun mín til að þjálfa þessa eiginleika hjá sjálfum mér, sem sagt, skotleyfi hefur verið veitt.
![]() |
Rithöndin á undanhaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2010 | 13:08
Lúxus eða erfðafræði framtíðarinnar
12.3.2010 | 11:22
Hvað er í hakki?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó