Leita í fréttum mbl.is

Keisaragen í litfrumum

Í kjölfar þess að Edward Lewis, Thomas Kauffman, Walter Gehring og fleiri skilgreindu Hox genin spratt upp sú hugmynd að einstök þroskunargen gætu ríkt eins og keisarar. Þegar ákveðin hox gen voru sködduð, urðu dramatískar breytingar á þroskun ávaxtaflugna, í stað þreifara spruttu fótleggir.

antennapedia.gifEðlileg fluga vinstramegin, fluga með galla í Antennapedia  hægra megin. Mynd af vef Swarthmore College.

Svo afdrifaríkar stökkbreytingar voru merki um að þessi gen væru mjög áhrifa mikil, ríktu eins og keisarar (á ensku var talað um master control genes).

Síðar kom í ljós að þetta er einföldun, þroskun byggir að mestu leyti á samstarfi margra gena. Samt eru til gen sem gegna veigameira hlutverki en önnur, í tilteknum vefjum, sem getur þá útskýrt hin dramatísku áhrif. Vonandi fyrirgefst okkur glannalegur titill pistilsins eftir að þessar útskýringar.

Eitt slíkra gena er Mitf sem hefur m.a. áhrif á þroskun litfruma í spendýrum. Í ljós kemur að genið er einnig til í flugum og gegnir hlutverkum m.a. í þroskun augans og þreifara. Þar sem þroskunarlegur uppruni litfruma spendýra og skordýra er mismunandi, er talið að þær séu ekki af sama þróunarmeiði. Það er semsagt talið að litfrumur hafa þróast a.m.k. tvisvar í dýraríkinu.

Eiríkur Steingrímsson hefur rannsakað starfsemi Mitf gensins, mest í músum en einnig í ávaxtaflugum. Hann fékk árið 2009 verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði, afhent á ársfundi Landspítala Íslands.

Hann mun fjalla um rannsóknir sínar í  fyrirlestri í Þjóðmenningarhúsinu kl 14:00 í dag, laugardaginn 9. janúar 2009. Fyrirlesturinn ber heitið "frá litfrumum til sortuæxla" og er á vegum Vísindafélags Íslendinga.


Þakkir fyrir árið 2009

Á nýliðnu ári voru tímamót í vísindasögunni. Tvö stórmenni vísindasögunnar áttu merk afmæli. Annar þeirra var Charles Robert Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna og hinn Galileo Galilei sem beindi fyrstur sjónauka að stjörnunum. Hinu alþjóðlega ári stjörnufræðinnar hefur verið gerð góð skil af stjörnufræðivefnum, (einnig www.2009.is) en afmæli Darwins og bókar hans um uppruna tegundanna, var gerð skil hér og á vefnum darwin.hi.is.

DarwinVeggspjaldHér verður stiklað á stærstu viðburðum Darwin daganna 2009 hérlendis.

Á 200 ára afmælisdegi Charles Darwin þann 12 febrúar 2009 var haldið málþing undir yfirskriftinni Hefur maðurinn eðli?

Þá voru einnig veitt verðlaun í ritgerðasamkeppni sem efnt var til meðal framhaldskólanema. Fyrstu verðlaun fékk Kári Gautason, tvítugur Vopnfirðingur sem nam við M.A.

Á haustmánuðum hófst fyrirlestraröð undir merkjum Darwin daganna. Dagskrá fyrirlestraraðarinnar:

6 júlí - Montgomery Slatkin - Neanderthalsmaðurinn: erfðamengi og stofnerfðafræði

29 ágúst - Peter og Rosemary Grant - Finkur Darwins og þróun

3 október - Guðmundur Eggertsson - Uppruni lífsins

24 október -  Ólafur Ingólfsson og Ingibjörg Svala Jónsdóttir - Steingervingar og þróun lífs

31 október - Joe Cain - Rannsóknir Darwins á vitsmunalífi mannsins

7 nóvember - Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason - Þróun atferlis

14 nóvember - Einar Árnason - Sterkt val á Pan I geninu í þorski vegna veiða: spá um hrun fiskirís.

21 nóvember - Hafdís Hanna Ægisdóttir - Lífríki og þróun á eyjum

28 nóvember - Linda Partridge - Hin nýja líffræði öldrunar

5 desember - Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir og Bjarni K. Kristjánsson - Uppruni tegunda á Íslandi

12 desember - Snæbjörn Pálsson - Þróun kynæxlunar

Darwinbolur1Hagsmunafélag líffræðinema lét búa til boli af þessu tilefni. Þeir eru enn til sölu.

Erindin voru öll hin frambærilegustu, umræður fjörugar og aðsóknin ljómandi fín (ég á eftir að telja hausa í gestabókinni, en geri það fyrir lokauppgjör). Allir íslensku fyrirlesararnir hafa skrifað kafla um sínu hugðarefni sem munu birtast í ritgerðarsafni síðar á þessu ári...meira um það síðar.

Fyrirlestraröðin var styrkt af rektor Háskóla Íslands (sem einnig setti fyrirlestraröðina), Líffræðistofnun HÍ, Mennta og menningarmálaráðaneyti Íslands, Líffræðifélagi Íslands, Gróco ehf, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrustofu vestfjarða, Vísindafélagi Íslendinga og Háskólanum á Hólum. Við erum styrktaraðillum ákaflega þakklát. Einnig kom fjöldi fólks að skipulagningu og framkvæmd, bæði fyrirlestraraðar og málþings. Þeim verður aldrei fullþakkað.

Einnig stóðu Hólaskóli og Háskólinn á Akureyri fyrir ráðstefnu 24 nóvember 2009, þegar 150 ár voru liðin frá útgáfu uppruna tegundanna. Dagskráin var hin glæsilegasta og erindin (öll nema mitt) voru reglulega góð.

Skipuleggjendur Darwin daganna draga sig hér með í hlé, hverjum langar að bera kyndil líffræðilegs fjölbreytileika? Nú er runnið upp árið 2010, ár líffræðilegs fjölbreytileika.

Aðstandendur:

Arnar Pálsson - Háskóla Íslands

Bjarni Kristófer Kristjánsson - Háskólanum á Hólum

Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir - Fræða og rannsóknasetur HÍ á vestfjörðum

Hafdís Hanna Ægisdóttir - Landbúnaðarháskóla Íslands

Snæbjörn Pálsson - Háskóla Íslands

Steindór J. Erlingsson - vísindasagnfræðingur

Fagleg ráðgjöf: Einar Árnason - Háskóla Íslands


Erindi um litfrumur og sortuæxli

Næstkomandi laugardag verður fyrirlestur um stjórnun á þroskun litfruma á vegum vísindafélags Íslendinga. Erindið heitir Frá litfrumum til sortuæxla: Bygging og hlutverk stjórnpróteinsins MITF og flytjandi er Eiríkur Steingrímsson prófessor við Lífefna-...

Erfðafræðilega nauðbeygður blettur

Ég er allsenginn sérfræðingur í getnaðarlimum, kynörvun kvenna eða anatómíu nautnatauga. Ástæðan fyrir því að mér finnst tilefni til að gera athugasemdir við frétt þessar er sú að hún er gegnsýrð af erfðafræðilegri nauðhyggju (genetic determinism). Hér...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband