Leita í fréttum mbl.is

Darwinsk fiskveiðistjórnun

Í uppruna tegundanna fjallar Charles Darwin mikið um breytileika milli mismunandi dúfnaafbrigða og milli ólíkra hundakynja. Hann gerði þetta til að leggja áherslu á mátt kynbóta, það að ræktendur veldu úr breytilegum stofni þau afbrigði sem þeim hugnaðist, eða sem gáfu mestar afurðir. Þannig ræktuðu bændur fyrir betra korni, og dúfnabóndar stunduðu kynbótaval (artificial selection) og náðu fram sérstökum dúfnaafbrigðum. Darwin notaði fjölbreytileika dúfna sem dæmi um mátt valkraftsins, og færði síðan rök fyrir því að náttúrulegt val gæti á sama hátt mótað alla eiginleika lífvera og þannig búið til aðlaganir.

Snemma á síðustu öld kom einnig fram sú hugmynd að veiðar mannsins í náttúrunni gætu einnig flokkast sem valkraftur. Bein tilvitnun í Cloudsley Rutter 1902.

'A large fish is worth more on the markets than a small fish; but so are large cattle worth more on the market than small cattle, yet a stock-raiser would never think of selling his fine cattle and keeping only the runts to breed from. (…) The salmon will certainly deteriorate in size if the medium and larger sizes are taken for the markets and only the smaller with a few of the medium allowed to breed'

Ef við veiðum alla stóru fiskana, þá verða bara litlir fiskar eftir. Litlir fiskar eru líklegri til að geta af sér litla fiska en stóra...þar af leiðir, í fyllingu tímans búumst við því að meðalstærð fiskanna minnki.

Rannsóknir á þróun fiskistofna vegna veiða hafa tekið mikinn kipp síðasta áratuginn. Vitanlega er virkilega erfitt að rannsaka náttúrulega stofna, hvað þá stofna sem leynast í djúpum sjávar. Þekking okkar á líffræði, atferli, lífeðlisfræði og stofngerð nytjategunda er ótrúlega takmörkuð. Það er erfitt að meta hlutfallslega áhrif náttúrulegra þátta (ætis, hitastigs, snýkjudýra) og fiskveiða. Það er þó engin ástæða til að leggja árar í bát.

Í nýlegri yfirlitsgrein Dunlop og félaga var ályktað:

We are also of the opinion that the substantial body of research published thus far makes a strong case for including fisheries-induced evolution in management considerations.

Einar Árnason ætlar að ræða um breytingar á erfðasamsetningu þorskstofnsins við Ísland í fyrirlestri næsta laugardag 14 nóvember. Fyrirlesturinn er öllum opinn.

Ítarefni:

Erin S. Dunlop, Katja Enberg, Christian Jørgensen and Mikko Heino Toward Darwinian fisheries management Evolutionary Applications Volume 2, Issue 3, Pages 245-259


Spá um hrun fiskirís

Næsti fyrirlestur á Darwin dögunum 2009 verður fluttur af Einar Árnasyni. Erindið nefnist sterkt val á Pan I geninu í þorski vegna veiða: spá um hrun fiskirís.

 

Darwin kenndi okkur að skilja náttúrlegt val. Tæknivæddur, er maðurinn mikilvirkur afræningi og afrán hans getur virkað sem máttugur valkraftur. Það gildir um nútíma fiskveiðar. Pan I genið í þorski hefur tvö allel og arfgerðir gensins tengjast svipgerðum sem velja sér búsvæði eftir dýpi. Sterkt val vegna fiskveiða, sem beinast í ríku mæli að fiski á ákveðnu búsvæði, finnst á geninu. Valið er óbeint og verður vegna þess að fiskur velur sér búsvæði eftir arfgerð og fiskveiðar eru mestar í ákveðnu búsvæði. Mat á hæfnistölum er gerð. Hæfnismat er notað til að spá fyrir um breytingar á samsetningu stofnsins. Spáin er að arfgerðir fisks sem eru lagaðar að grunnsævi hverfi fljótt úr stofninum ef fram heldur sem horfir. Afleiðingin kann að verða hrun fiskveiða úr stofninum.

Einar Árnason er prófessor í þróunarfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað atferli kjóans, breytileika í brekkubobbum, náttúrulegt val í ávaxtaflugum, en mesta áherslu hefur hann lagt á rannsóknir á fjölbreytileika og erfðasamsetningu nytjastofna við Ísland og í Atlanshafi.

Erindið er hluti af fyrirlestraröð í tilefni 200 ára afmælis Charles Darwin sem fram fer haustið 2009. Dagskrá má nálgast á darwin.hi.is. Erindið er öllum opið og verður flutt á íslensku.

Stund: 14. nóvember 2009, kl. 13:00
Staður: Stofa 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi HÍ.

Ítarefni:

Grein Einars og félaga í PLoS One Intense Habitat-Specific Fisheries-Induced Selection at the Molecular Pan I Locus Predicts Imminent Collapse of a Major Cod Fishery

Aðlögun að dýpi


Bjargfuglum fækkar

Arnþór Garðarsson fjallaði um rannsóknir sínar á líffræðiráðstefnunni. Rúv gerði rannsóknum hans skil. Mikil fækkun hefur orðið hjá sumum tegundum bjargfugla við Ísland. Ástand stofna eins og lunda og stuttnefju er miklu verra við suðurströndina en fyrir...

Brjálaða býflugan frændi minn

Hér er aðallega fjallað um vísindaleg efni, af mismikilli visku og vandvirkni. Í þessu hliðarspori langar mig að kynna ykkur fyrir býflugunni frænda mínum, Agli Sæbjörnsyni. Hann er listamaður, tónvalskur með afbrigðum og forvitnileg mannvera á flesta...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband