Leita í fréttum mbl.is

Ágrip fyrir líffræðiráðstefnuna

15 september næstkomandi rennur út frestur til að senda inn ágrip á líffræðiráðstefnuna.

Hún verður haldin 6 og 7 nóvember 2009, í Öskju, Norræna Húsinu og sal Íslenskrar erfðagreiningar.

Venjulega er afskaplega gaman á líffræðiráðstefnunni, margskonar yfirlitserindi og flestir af framhaldsnemunum kynna sína rannsóknir. Eðlilega spannar ráðstefnan allt frá lýsingu á nýjasta krabba Íslands til stofnfruma í hjartavöðva, með eðlilegri viðkomu í lundabyggð Látrabjargs, þorskgöngum Faxaflóa og bakteríudrepandi prótínum í lungnaþekju.

Nánari upplýsingar um form ágripa, netföng til að senda þau í og skipulag ráðstefnunar má finna á nýrri vefsíðu líffræðifélagsins (biologia.hi.is).

Hápunktur skemmtanalífs Reykjavíkurborgar og nærliggjandi sveita (ath. Mosfellsborg er undanskilin) er síðan Haustfagnaður líffræðifélagsins, sem fram fer laugardagskvöldið 7 nóvember.


Tarzan og risarottan í eldfjallinu

Sem strákur las maður ógrynni af ævintýrabókum, Fimm fræknu, ævintýrabækurnar, Tom Swift, Frank og Jóa og auðvitað Tarzan.

Í Tarzanbókunum var algengt að hetjurnar okkar lentu í helli með lífverum frá Ísöld eða dal með risaeðlu. Fréttin í BBC um risarottu í týndu eldfjalli gæti allt eins verið titill á Tarzanbók.

Líffræðin sem um ræðir er vitanlega sú að enn eru að finnast áður óþekktar tegundir lífvera, jafnvel stórra og stæðilegra hryggdýra eins og umrædd "rotta". Tegundirnar fundust Papua nýju Guineu, sem er ein stærsta eyjan í því sem var einu sinni kallað Austur indíur. Lífríki þessara eyja er mjög fjölbreytt, margar tegundir skordýra, spendýra og fugla má finna þar, og eru flestar þeirra einstakar. Alfred Wallace sem ásamt Charles Darwin setti fram þróunarkenninguna vann fyrir sér sem náttúrugripasafnari á þessum eyjum. Fjölbreytileiki lífveranna en samt óumdeilanlegur skyldleiki vakti athygli hans, rétt eins og Darwin tók eftir sambærilegu mynstri á Galapagoseyjum. 

Ef til vill var það ekki tilviljun að náttúrufræðingar sem skoðuðu lífríki eyja uppgötvuðu náttúrulegt val. Ljóst er að eyjar og einangraðir staðir eins og eldfjöll eru fyrirtaks staðir fyrir ævintýraþyrsta náttúrufræðinga nútímans. Sem betur fer lenda þeir sjaldnast í hremmingum eins og Tarzan, því það er óvíst hvernig þeim farnaðist í slag við krókódíla, hausaveiðara eða illgjarna námumenn.

Atla Steini er þökkuð ábendingin, þessi frétt á BBC er mjög forvitnileg.

Ítarefni.

Matt Walker - Giant rat found in 'lost volcano' BBC 6 september 2009. - mæli sérstaklega með myndböndunum.

Atli Steinn Guðmundsson á vísi.is - Risarotta á meðal 40 nýuppgötvaðra dýrategunda


Bakteríuland

Flestir vita að bakteríur eru litlar og að sumar þeirra geta faldið sjúkdómum. Færri vita að bakteríur er ótrúlega margbreytilegar, sumar þeirra lifa í hæstu fjöllum, en aðrar djúpt í iðrum jarðar. Sumar þrauka í súlfúrmekki neðansjávarhvera á meðan...

Setning fyrirlestraraðar

Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ setti fyrirlestraröð um þróun lífsins , sem efnt var til að tilefni 200 ára afmælis Charles R. Darwin. Hún veitti samþykki sitt fyrir því að opnunarávarp hennar væri endurprentað, og höfum við því sett það inn á vefsíðu...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband