Leita í fréttum mbl.is

Setning fyrirlestraraðar

Kristín Ingólfsdóttir rektor HÍ setti fyrirlestraröð um þróun lífsins, sem efnt var til að tilefni 200 ára afmælis Charles R. Darwin.

Hún veitti samþykki sitt fyrir því að opnunarávarp hennar væri endurprentað, og höfum við því sett það inn á vefsíðu Darwin daganna 2009 (darwin.hi.is). Að neðan má sjá valdar setningar úr erindi Krisínar.

Darwin er án efa einn merkasti líffræðingur sögunnar. Með riti sínu Um uppruna tegundanna setti hann fram byltingarkennda kenningu um þróun lífs á jörðu, þróunarkenninguna. Kenningin hefur haft djúptæk áhrif á vísindalega hugsun allar götur síðan.

Það má með sanni segja að þróunarkenningin sé víðtækasta kenning líffræðinnar. Við sjáum merki um hana allsstaðar og sífellt eykst skilningur á þróun lífvera. Á þeim 150 árum sem liðin eru síðan þróunarkenning Darwins kom fram hefur fjöldi vísindamanna uppgötvað nýjar hliðar þróunarinnar sem Darwin kynntist aldrei.

Það er gaman að geta sagt frá því á afmælisári Darwins að mikill áhugi er á náttúrufræðigreinum við Háskóla Íslands. Við sjáum að umsóknir í líffræði, jarðfræði og landfræði eru nærri helmingi fleiri en í fyrra og eðlisfræðin og jarðeðlisfræðin njóta einnig vaxandi vinsælda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband