7.9.2009 | 11:28
Tarzan og risarottan í eldfjallinu
Sem strákur las maður ógrynni af ævintýrabókum, Fimm fræknu, ævintýrabækurnar, Tom Swift, Frank og Jóa og auðvitað Tarzan.
Í Tarzanbókunum var algengt að hetjurnar okkar lentu í helli með lífverum frá Ísöld eða dal með risaeðlu. Fréttin í BBC um risarottu í týndu eldfjalli gæti allt eins verið titill á Tarzanbók.
Líffræðin sem um ræðir er vitanlega sú að enn eru að finnast áður óþekktar tegundir lífvera, jafnvel stórra og stæðilegra hryggdýra eins og umrædd "rotta". Tegundirnar fundust Papua nýju Guineu, sem er ein stærsta eyjan í því sem var einu sinni kallað Austur indíur. Lífríki þessara eyja er mjög fjölbreytt, margar tegundir skordýra, spendýra og fugla má finna þar, og eru flestar þeirra einstakar. Alfred Wallace sem ásamt Charles Darwin setti fram þróunarkenninguna vann fyrir sér sem náttúrugripasafnari á þessum eyjum. Fjölbreytileiki lífveranna en samt óumdeilanlegur skyldleiki vakti athygli hans, rétt eins og Darwin tók eftir sambærilegu mynstri á Galapagoseyjum.
Ef til vill var það ekki tilviljun að náttúrufræðingar sem skoðuðu lífríki eyja uppgötvuðu náttúrulegt val. Ljóst er að eyjar og einangraðir staðir eins og eldfjöll eru fyrirtaks staðir fyrir ævintýraþyrsta náttúrufræðinga nútímans. Sem betur fer lenda þeir sjaldnast í hremmingum eins og Tarzan, því það er óvíst hvernig þeim farnaðist í slag við krókódíla, hausaveiðara eða illgjarna námumenn.
Atla Steini er þökkuð ábendingin, þessi frétt á BBC er mjög forvitnileg.
Ítarefni.
Matt Walker - Giant rat found in 'lost volcano' BBC 6 september 2009. - mæli sérstaklega með myndböndunum.
Atli Steinn Guðmundsson á vísi.is - Risarotta á meðal 40 nýuppgötvaðra dýrategunda
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.9.2009 | 10:55
Bakteríuland
Flestir vita að bakteríur eru litlar og að sumar þeirra geta faldið sjúkdómum. Færri vita að bakteríur er ótrúlega margbreytilegar, sumar þeirra lifa í hæstu fjöllum, en aðrar djúpt í iðrum jarðar. Sumar þrauka í súlfúrmekki neðansjávarhvera á meðan aðrar lifa innan í frumum okkar.
Bakteríur eru frábrugðnar okkur að mörgu leyti, það sem skiptir e.t.v. mestu er að erfðaefni þeirra er dreift um frumuna, á meðan erfðaefni okkar er bundið við ákveðið frumulíffæri, kjarnan (sbr. dreifkjörnungur og heilkjörnungur).
Í okkur búa ótrúlega margar bakteríur, í iðrum okkar er fjölbreytt flóra sem hjálpar til við niðurbrot fæðunnar. Sýnt hefur verið fram á að bakteríur eru nauðsynlegar fyrir eðlilega þroskun meltingarvegarins, og eins og þeir vita sem tekið hafa sýklalyf gegn sýkingum, þá getur það tekið tíma að endurreisa bakteríuflóru meltingarvegarins, sem og húðar, munns og annara svæða.
Bakteríur hafa mikið notagildi í rannsóknum og iðnaði. Þekktasta bakterían Eschericia coli (E. coli) er af mörgum álitin meinvaldur en hefur reynst okkur ótrúlega vel í rannsóknum á líffræði frumunnar og lögmálum erfða.
Í kvöld mun RÚV sýna franskan heimildaþátt um bakteríur, undur þeirra og hagnýtingu. Myndin heitir á frummálinu Bacterialand og er eftir Thierry Berrod. Ég veit ekki hvernig efnistökin verða, en mun fylgjast með af áhuga.
Einnig vil ég benda fólki á að eftir viku (14 september 2009) mun RÚV sýna þátt um Darwin og tré lífsins.
Ítarefni
Microcosm: E. coli and the New Science of Life - Carl Zimmer
Á bloggsíðu Carl Zimmers - 10 Ways Genetically Engineered Microbes Could Help Humanity
4.9.2009 | 12:26
Setning fyrirlestraraðar
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 14:22
Heimsókn Grant hjónanna
Vísindi og fræði | Breytt 2.9.2009 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó