Leita í fréttum mbl.is

Tölvur og ljómandi flott veisla

Hverjum dytti í hug að tölvukallar gætu haldið fínar veislur og að í veislunum fæddust stórar hugmyndir? Sannarlega heldur ríkt tölvufólk fínar veislur, en flestir tölvunafræðingar standa ekki í miklum veisluhöldum.

En hvað ef einhver segði að faðir tölvunar, hefði smíðað hana fyrir 170 árum og haldið ljómandi flottar veislur fyrir rjómann af samfélagi Lundúna á sínum tíma?

Karlinn hét því töfrandi nafni Charles Babbage og er oft kallaður faðir tölvunar. Í flestum frásögnum af Babbage var hann snillingur, sem hannaði tölvu á miðri nítjándu öld en tókst ekki að byggja hana. Snilld og bilun er samofin nafni hans.

Á þeim tíma var stærðfræðin orðin býsna góð, en það sem takmarkaði notkun hennar var skortur á mannafla. Til að reikna út stærðir, fyrir siglingartöflur og önnur mikilvæg skjöl, þurfti her manna sitjandi við borð, sem reiknuðu út hverja stærð fyrir sig. Reiknarar (e. computers) voru alls ekki óskeikulir, frekar en annað fólk. Og sumir menntamenn þess tíma, m.a. Babbage og félagi hans John Herschel, sáu fyrir sér notagildi vélar sem gæti reiknað stærðir án mistaka eða skekkju. Babbage sagði 1821:

Í óska til guðs að þessir reikningar hefðu verið framkvæmdir af gufu [vél]

Babbage fylgdi hugmyndinni eftir af miklum einstrengingshætti, hann fleygði sér í verkið og hannaði vél sem gæti framkvæmt flóknar aðgerðir og unnið með stórar tölur. Mismunavélin var mjög flott reiknivél. Hann var vellauðugur en fékk samt Breska ríkið til að fjármagna framkvæmdina. Það gekk á ýmsu við smíðina, samstarf Babbage og málmsmiðsins Clement var ansi skrautlegt og ekki síst vegna skrautlegra skapsmuna uppfinningamannsins. Clement smíðaði sýningareintak af vélinni, en vélin sjálf var aldri kláruð. Það var vegna þess að upp úr sauð milli þeirra félaga, og vegna þess að Babbage fór að hanna nýja og flóknari vél, sem kallaðist greiningarvélin. Það var eiginleg tölva, með sérstaka einingu fyrir reikninga og aðra til að geyma upplýsingar (minni). Reyndar fór svo að þessi vél var ekki heldur kláruð, né heldur þriðja vélin, einfaldari útgáfa af mismunavélinni var hönnuð. En teikningarnar sýna að hugmyndin og hönnunin voru í lagi, og í lok tuttugustu aldar var einfalda mismunavélin smíðuð, til að minnast 200 ára ártíðar Babbage.

anengine_190712Babbage var all sérstakur náungi, en var samt duglegur að sækja skemmtanir og halda veislur. Á nítjándu öld voru kynin ekki álitin jöfn, en samt nutu konur mikils frelsins á samkomum Babbage. Oft var hápunktur kvöldsins, þegar Babbage sýndi fólki reiknivélina sína.

Hann útskýrði að vélin gerði ekki mistök í reikningum sínum og gæti því afhjúpað lögmál náttúrunnar, sem væru frá guði kominn. Babbage var t.d. sannfærður um að guð hefði forritað líf á jörðinni þannig að þegar ein tegund hvarf (í jarðlögum) þá sprytti önnur upp. Aðrir náttúruguðfræðingar, m.a. vinur hans William Whewill héldu að guð hefði skapað nýja tegundir, þegar annari sleppti, aftur og aftur. Það fannst Babbage vera aumur guð, sem gat ekki skapað lífið þannig að það rúllaði vélrænt áfram.

Meðal gesta í veislum Babbage var ungur náttúrufræðingur, sem hafði nýlokið við siglingu kringum hnöttinn á Hvutta (HMS Beagle). Á svipuðum tíma fékk náttúrufræðingurinn upplýsingar um að fuglarnir hann safnaði á Galapagoseyjum væru ólíkar en náskyldar tegundir. Það kann að vera að fyrsta tölvan eða skapari hennar, hafi mótað hugmyndir Charles Darwin um uppruna tegunda vegna náttúrlegs vals.

Ítarefni:

Snorri Agnarsson. „Hver var Charles Babbage og hvers vegna er hann kallaður faðir tölvunnar?“. Vísindavefurinn 10.9.2012. http://visindavefur.is/?id=62939. (Skoðað 5.5.2014).

Arnar Pálsson 30.4.2014 | Ljósið var hans fyrsta ást

 


Kambeðlur í fótabaði í Þórsmörk

Bækurnar og leikföngin kveiktu hjá mér áhuga á risaeðlum og hleyptu ímyndunaraflinu á flug. Mér er sérstaklega minnisstæð ein Tarzanbókin, þar sem hann lenti í dulinni veröld þar sem útdauðar risaeðlur voru bráðlifandi.

Stærðin á risaeðlum dugir til að fylla mann lotningu og ótta. Að ímynda sér þórseðlur í tjörninni eða snareðlur að veiða kindur á Vestfjörðum. Bara það að standa við fótskemil beinagrindar af T. rex er nóg til að manni renni kalt vatn milli skinns og hörunds.

Trex_Sue Það er spennandi að heyra um risaeðlufótspor í Túrkmenistan, og hugsa um þessi stórfenglegu dýr og þann óratíma sem liðin er síðan þau skildu við.

Síðustu risaeðlurnar dóu út fyrir um 65 milljónum ára. Sem er rúmlega 40 milljón árum áður en elsti hluti Íslands varð til. Því er harla ólíklegt að finngálkn hafi nokkurn tímann veitt bleikju í Þingvallavatn eða kambeðlur legið í sólbaði í Þórsmörk. 

Mynd Tyrannosaurus rex steingervingur kenndur við stofnanda safnsins Sue Hendrickson. Náttúrufræðisafnið í Chicago (the Field Museum) er ævintýralegur staður.

Að auki.

Frétt MBL.is er þýdd nánast orðrétt af vef AFP fréttaveitunar.

 
Leiðrétting. Fyrsta setningin var umorðuð 4. maí.

mbl.is Alvöru Júragarður á hásléttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveiganleg snemmþroskun ávaxtaflugunnar

Rannsóknir mínar snúast að miklu leyti um starfsemi kerfa sem stýra þroskun lífvera, frá frjóvguðu eggi í fullorðna veru. Það sem ég hef sérstakan áhuga á, er hvernig kerfin þróast. Hversu breytileg eru þau á milli einstaklinga, og hvernig eru þau ólík á...

Ljósið var hans fyrsta ást

Leyndardómar ljósins vöktu áhuga fræðimanna á nítjándu öld. En hvernig er hægt að rannsaka ljós? Einnig má spyrja hverjir rannsaka ljós og önnur fyrirbæri? Svarið við seinni spurningunni er vitanlega vísindamenn (e. scientist) þó að hvorki starfsheitið...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband