20.3.2018 | 17:41
Við lækinn klekst ofurlítil lirfa
Hox genagengið er nauðsynlegt til að skilgreina eiginleika dýra. Stökkbreytingar í þeim geta raskað þroskun líffæra, t.d. nýrna og hjara, en einnig hryggjasúlunnar.
Hox genin finnst líka í flugum, þar sem Ubx genið stýrir m.a. myndun jafnvægiskólfa.
Stökkbreyting sem veldur ofvirkni í Antennapedia geninu veldur því að þreifarar flugunnar breytast í fótavísa. Eðlileg fluga vinstramegin, fluga með galla í Antennapedia hægra megin. Mynd af vef Swarthmore College.
Síðdegis kölluðust genin á við dægurflugu einstaka úr safni Sigfúsar Halldórssonar, og fæddist þá textabrot þetta.
Við lækinn klekst ofurlítil lirfa
Með kynburstabrúsk á fótunum
Hoxgena tjáning í fótavísinum
Myndi breyta þeim í öllum tegundunum
Ef þú værir orðin lítil fluga
Með antennapedia galla í genunum
Þó þú ei til annars mætti duga
Þú eflaust gætir kitlað nefið þitt (með fótinum sem stendur út úr andlitinu á þér)
ítarefni:
Arnar Pálsson Keisaragen í litfrumum
12.3.2018 | 17:08
Hegða eineggja tvíburar sér eins?
Með öðrum orðum, munu tveir einstaklingar með sömu arfgerð hegða sér eins?
Auðvitað munu þeir ekki gera allt eins, lyfta kaffibolla á sömu sekúndu eða berja á puttann á sér í sama höggi.
Hvað ræður því hvernig einstaklingur við verðum?
Eru það atlætið, umhverfið, mótlætið eða samskiptin?
Eru það gen sem hafa áhrif á útlimi og andlit, persónuleika eða líkamlegan styrk?
Eða skiptir teningakast máli. Heppni eða óheppni, eftir því hvaða form tilviljunin tekur sem markar okkur fyrir lífstíð?
Ben de Bivort við Harvard Háskóla tilheyrir hópri ungra vísindamanna sem eru að takast á við slíkar spurningar. Hann notar hugmyndir þróunarfræðinnar og aðferðir sameindalíffræði og gerir tilraunir á ávaxtaflugum.
Ben mun halda erindi á vegum líffræðistofu Háskóla Íslands þriðjudaginn 13. mars nk.
Erindið verður í Fróða, fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar kl. 10:00
í stofu 131 í Öskju - náttúrufræðahúsi HÍ - aðgangur ókeypis og öllum heimill).
Hér fylgir titil erindis hans og tengill á ágrip þess.
The de Bivort lab in the Department of Organismic and Evolutionary Biology and at the Center for Brain Science at Harvard University.
"Intragenotypic variability and the origins of individuality"
10.3.2018 | 16:48
Uppspretta einstaklingsins
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2018 | 18:17
Viltu láta klóna dauðvona hundinn þinn?
Vísindi og fræði | Breytt 7.3.2018 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Eru virkilega til hættuleg afbrigði veirunnar sem veldur COVI...
- Grunnrannsóknir eina aðferðin til að skapa nýja þekkingu og e...
- Lífvísindasetur skorar á stjórnvöld að efla hlut Rannsóknasjó...
- Eru bleikjuafbrigði í Þingvallavatni að þróast í nýjar tegundir?
- Hröð þróun við rætur himnaríkis
- Leyndardómur Rauðahafsins
- Loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautsla...
- Genatjáning í snemmþroskun og erfðabreytileiki bleikjuafbrig...
- Fjöldi og dreifing dílaskarfa á Íslandi
- Staða þekkingar á fiskeldi í sjó